Segir þetta frábæran árstíma til að flytja tré Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2020 13:59 Gurrý veit sínu viti þegar kemur að garðyrkju. Getty Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, segir árstímann nú vera frábæran til að flytja tré. Hún segir að í raun sé hægt að færa alveg ótrúlega stór tré, að því gefnu að það sé undirbúið vel. Gurrý ræddi þetta og fleira til í samtali við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Með litlar plöntur, eins og litlar sáðplöntur, birki einhver staðar í vegkanti, hvar sem er, þá þarf maður bara að hafa góða skóflu og taka eins mikið af jarðvegi með plöntunni og hægt er. Þetta er bara frábær tími í það núna,“ segir Gurrý. Mjög algengt sé að fólk færi tré og segir Gurrý að sumir séu sem eru ferðafélög fyrir trén sín. „Þeir eru alltaf að flytja þetta fram og til baka.“ Stinga og leyfa svo trénu að jafna sig Gurrý segir réttu aðferðina við flutning trjáa vera að stinga niður með skóflu hringinn í kringum stofninn, eins langt frá honum og maður treystir sér til. „Að því loknu skuli leyfa trénu aðeins að jafna sig áður maður flytur það. Þá sé hægt flytja tré sem getur verið einhverjir metrar á hæð,“ segir Gurrý. Réttast sé að leyfa trénu að jafna sig í þrjár til fjórar vikur. Hún segir að þegar stungið sé á ræturnar sem vaxi út frá stofninum og þá séu viðbrögðin þau að plantan fari að mynda nýjar rætur fyrir innan stungusárið. „Þá er hún í rauninni komin með allar þær rætur sem eru að ná í vatn og næringu úr jarðvegi – svona fínrótarkerfi sem við köllum. Þá er það komið fyrir innan stungusárið og þá er plantan betur undir það búin að vera flutt.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Þannig að metra hátt birkitré… Hvað erum við að tala um stungu langt frá stofninum? „Metra hátt birkitré... Þá erum við kannski að tala um að hnausinn í þvermál, hann getur verið 40 til 50 sentimetrar. Þannig að þú þarft að fara 20 til 25 sentimetra frá stofninum.“ Gurrý segir að svo sé það bara skófludýptin niður. „Það eru svo alltaf einhverjar rætur sem fara beint ofan í jarðveginn og eru í rauninni að festa tréð. Svo reynir maður að passa að allur hnausinn fylgi með, þegar maður flytur plöntuna og gjarnan er ágætt, þegar maður er kominn með þetta, það er að setja striga og smokra undir köggulinn og binda ofan á til að tryggja að minnst af jarðveginum detti í burtu. Reyna að hlífa rótarkerfinu ef maður þarf að flytja einhverja vegalengd.“ Furur erfiðastar Gurrý segir að í raun sé hægt að flytja hvaða tré sem er. „Þó eru furur erfiðastar. Eins og stafafura. Ástæðan er sú að þær hafa tilhneigingu að hafa rætur sem fara djúpt ofan í jarðveginn og beint niður. Virðast eiga erfitt með mynda fínrótarkerfi nálægt yfirborðinu heldur en margar aðrar tegundir. Þannig að það er oft svolítið snúið að flytja þær. Flest önnur tré er hægt að flytja bara ef maður undirbýr það nógu vel. Þau mega samt ekki vera orðin einhverjir tuttugu metrar. Það er of mikið.“ Bítið Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. 24. júní 2020 08:54 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, segir árstímann nú vera frábæran til að flytja tré. Hún segir að í raun sé hægt að færa alveg ótrúlega stór tré, að því gefnu að það sé undirbúið vel. Gurrý ræddi þetta og fleira til í samtali við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Með litlar plöntur, eins og litlar sáðplöntur, birki einhver staðar í vegkanti, hvar sem er, þá þarf maður bara að hafa góða skóflu og taka eins mikið af jarðvegi með plöntunni og hægt er. Þetta er bara frábær tími í það núna,“ segir Gurrý. Mjög algengt sé að fólk færi tré og segir Gurrý að sumir séu sem eru ferðafélög fyrir trén sín. „Þeir eru alltaf að flytja þetta fram og til baka.“ Stinga og leyfa svo trénu að jafna sig Gurrý segir réttu aðferðina við flutning trjáa vera að stinga niður með skóflu hringinn í kringum stofninn, eins langt frá honum og maður treystir sér til. „Að því loknu skuli leyfa trénu aðeins að jafna sig áður maður flytur það. Þá sé hægt flytja tré sem getur verið einhverjir metrar á hæð,“ segir Gurrý. Réttast sé að leyfa trénu að jafna sig í þrjár til fjórar vikur. Hún segir að þegar stungið sé á ræturnar sem vaxi út frá stofninum og þá séu viðbrögðin þau að plantan fari að mynda nýjar rætur fyrir innan stungusárið. „Þá er hún í rauninni komin með allar þær rætur sem eru að ná í vatn og næringu úr jarðvegi – svona fínrótarkerfi sem við köllum. Þá er það komið fyrir innan stungusárið og þá er plantan betur undir það búin að vera flutt.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Þannig að metra hátt birkitré… Hvað erum við að tala um stungu langt frá stofninum? „Metra hátt birkitré... Þá erum við kannski að tala um að hnausinn í þvermál, hann getur verið 40 til 50 sentimetrar. Þannig að þú þarft að fara 20 til 25 sentimetra frá stofninum.“ Gurrý segir að svo sé það bara skófludýptin niður. „Það eru svo alltaf einhverjar rætur sem fara beint ofan í jarðveginn og eru í rauninni að festa tréð. Svo reynir maður að passa að allur hnausinn fylgi með, þegar maður flytur plöntuna og gjarnan er ágætt, þegar maður er kominn með þetta, það er að setja striga og smokra undir köggulinn og binda ofan á til að tryggja að minnst af jarðveginum detti í burtu. Reyna að hlífa rótarkerfinu ef maður þarf að flytja einhverja vegalengd.“ Furur erfiðastar Gurrý segir að í raun sé hægt að flytja hvaða tré sem er. „Þó eru furur erfiðastar. Eins og stafafura. Ástæðan er sú að þær hafa tilhneigingu að hafa rætur sem fara djúpt ofan í jarðveginn og beint niður. Virðast eiga erfitt með mynda fínrótarkerfi nálægt yfirborðinu heldur en margar aðrar tegundir. Þannig að það er oft svolítið snúið að flytja þær. Flest önnur tré er hægt að flytja bara ef maður undirbýr það nógu vel. Þau mega samt ekki vera orðin einhverjir tuttugu metrar. Það er of mikið.“
Bítið Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. 24. júní 2020 08:54 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. 24. júní 2020 08:54