Vann stórsigur í kosningum tveimur vikum eftir andlát sitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. september 2020 21:11 Íbúar í Deveselu hafa víða hengt myndir af bæjarstjóranum til að minnast hans. Mynd/AP Ion Aliman, bæjarstjóri í Deveselu, rúmlega 3.000 manna þorpi í suðurhluta Rúmeníu, hlaut 64 prósent atkvæða í bæjarstjórnarkosningum í þorpinu á dögunum og taldist því hafa tryggt sér endurkjör til embættis bæjarstjóra öðru sinni. Hann lést þó úr Covid-19 tveimur vikum fyrir kosningarnar. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og hefur eftir embættismönnum í bænum að búið hafi verið að prenta kjörseðla fyrir kosningarnar áður en Aliman lést þann 15. september í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. Ekki hafi unnist tími til að prenta nýja og því fór svo að hann hlaut 64 prósent atkvæða. Fyrirhugaðar eru aðrar kosningar þar sem þorpsbúar munu þurfa að velja sér nýjan bæjarstjóra. Svo virðist sem Aliman hafi verið afar vinsæll meðal íbúa Deveselu, en myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvar íbúar þorpsins safnast að gröf hans og heiðra hann með fallegum orðum. Meðal annars má heyra íbúa lýsa því yfir að Aliman hafi átt kosningasigurinn skilinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem borgarstjóri í Rúmeníu nær endurkjöri eftir andlát sitt. Árið 2008 var Neculai Ivascu endurkjörinn bæjarstjóri í Voinesti, eftir að hann lést úr lifrarsjúkdómi. Þá voru þó ekki haldnar aðrar kosningar, heldur var frambjóðandanum sem var næst atkvæðamestur dæmdur sigur. Sú ákvörðun var afar umdeild, að því er fram kemur á vef BBC. Rúmenía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Ion Aliman, bæjarstjóri í Deveselu, rúmlega 3.000 manna þorpi í suðurhluta Rúmeníu, hlaut 64 prósent atkvæða í bæjarstjórnarkosningum í þorpinu á dögunum og taldist því hafa tryggt sér endurkjör til embættis bæjarstjóra öðru sinni. Hann lést þó úr Covid-19 tveimur vikum fyrir kosningarnar. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og hefur eftir embættismönnum í bænum að búið hafi verið að prenta kjörseðla fyrir kosningarnar áður en Aliman lést þann 15. september í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. Ekki hafi unnist tími til að prenta nýja og því fór svo að hann hlaut 64 prósent atkvæða. Fyrirhugaðar eru aðrar kosningar þar sem þorpsbúar munu þurfa að velja sér nýjan bæjarstjóra. Svo virðist sem Aliman hafi verið afar vinsæll meðal íbúa Deveselu, en myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvar íbúar þorpsins safnast að gröf hans og heiðra hann með fallegum orðum. Meðal annars má heyra íbúa lýsa því yfir að Aliman hafi átt kosningasigurinn skilinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem borgarstjóri í Rúmeníu nær endurkjöri eftir andlát sitt. Árið 2008 var Neculai Ivascu endurkjörinn bæjarstjóri í Voinesti, eftir að hann lést úr lifrarsjúkdómi. Þá voru þó ekki haldnar aðrar kosningar, heldur var frambjóðandanum sem var næst atkvæðamestur dæmdur sigur. Sú ákvörðun var afar umdeild, að því er fram kemur á vef BBC.
Rúmenía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira