Tryggingagjald lækkað tímabundið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2020 11:22 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á nýyfirstöðnum blaðamannafundi. vísir/vilhelm Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021 og felst lækkunin í því að tryggingagjald verður ekki tekið af kjarasamningsbundnum launahækkunum sem koma til framkvæmda um næstu áramót. Þetta er á meðal þeirra átta aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst grípa til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Fram kom í máli hennar að heildarkostnaður við aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar nú geti numið allt að 25 milljörðum króna. Kostnaður við að framlengja fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts með átakinu Allir vinna nemi átta milljörðum króna og að kostnaður við lækkun tryggingagjalds nemi fjórum milljörðum króna. Í viðtali við fréttastofu eftir blaðamannafundinn sagði Katrín aðspurð að lækkun tryggingagjaldsins í prósentum væri 0,25%. Fjárstuðningur, skattaívilnanir og aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu Aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fjárstuðningur við rekstraraðila sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, skattaívilnanir vegna grænna fjárfestinga, aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu, úrbætur í skipulags- og byggingamálum, umbætur á lífeyriskerfinu og á vinnumarkaði og að frumvörp sem styðja Lífskjarasamninginn verða lögð fram. Þessi aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar kemur í kjölfar funda sem formenn stjórnarflokkanna hafa átt undanfarna tvo daga með forystu Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. SA og ASÍ greinir á um hvort forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar. Telur SA svo vera en ASÍ er á öndverðum meiði. Vegna þessarar stöðu boðaði SA til atkvæðagreiðslu um uppsögn samningsins sem hefjast átti í gær. Henni var hins vegar frestað til hádegis í dag. Framkvæmdastjórn SA situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðbragða að vænta frá SA fljótlega upp úr hádegi. Á meðal þess sem ákveða þarf á fundi SA er hvort fresta eigi atkvæðagreiðslunni. Stjórnvöld kynntu í dag átta aðgerðir sem ætlað er auka umsvif í íslensku efnahagslífi og styðja aðila vinnumarkaðarins...Posted by Katrín Jakobsdóttir on Tuesday, September 29, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 12:21. Efnahagsmál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Skattar og tollar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021 og felst lækkunin í því að tryggingagjald verður ekki tekið af kjarasamningsbundnum launahækkunum sem koma til framkvæmda um næstu áramót. Þetta er á meðal þeirra átta aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst grípa til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Fram kom í máli hennar að heildarkostnaður við aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar nú geti numið allt að 25 milljörðum króna. Kostnaður við að framlengja fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts með átakinu Allir vinna nemi átta milljörðum króna og að kostnaður við lækkun tryggingagjalds nemi fjórum milljörðum króna. Í viðtali við fréttastofu eftir blaðamannafundinn sagði Katrín aðspurð að lækkun tryggingagjaldsins í prósentum væri 0,25%. Fjárstuðningur, skattaívilnanir og aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu Aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fjárstuðningur við rekstraraðila sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, skattaívilnanir vegna grænna fjárfestinga, aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu, úrbætur í skipulags- og byggingamálum, umbætur á lífeyriskerfinu og á vinnumarkaði og að frumvörp sem styðja Lífskjarasamninginn verða lögð fram. Þessi aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar kemur í kjölfar funda sem formenn stjórnarflokkanna hafa átt undanfarna tvo daga með forystu Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. SA og ASÍ greinir á um hvort forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar. Telur SA svo vera en ASÍ er á öndverðum meiði. Vegna þessarar stöðu boðaði SA til atkvæðagreiðslu um uppsögn samningsins sem hefjast átti í gær. Henni var hins vegar frestað til hádegis í dag. Framkvæmdastjórn SA situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðbragða að vænta frá SA fljótlega upp úr hádegi. Á meðal þess sem ákveða þarf á fundi SA er hvort fresta eigi atkvæðagreiðslunni. Stjórnvöld kynntu í dag átta aðgerðir sem ætlað er auka umsvif í íslensku efnahagslífi og styðja aðila vinnumarkaðarins...Posted by Katrín Jakobsdóttir on Tuesday, September 29, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 12:21.
Efnahagsmál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Skattar og tollar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira