Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 12:20 Drífa Snædal, forseti ASÍ. vísir/egill Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. Framlenging átaksins Allir vinna sé gott en ASÍ muni til að mynda aldrei leggja blessun sína yfir það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofi verði frestað vegna lækkunar tryggingagjalds. Félagsmálaráðherra segir þó að aðgerðirnar muni ekki hafa nein áhrif á lengingu fæðingarorlofs. Drífa sagði í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að ASÍ fagni því að stjórnvöld ætli að axla ábyrgð og reyna að tryggja frið á vinnumarkaði. Sambandið hyggist halda áfram þeirri vegferð sem það hóf með lífskjarasamningnum í vor. Þá kvað Drífa framlengingu á átakinu Allir vinna vera gott en ýmislegt ætti eftir að útfæra betur og ASÍ gerði kröfu um að koma að slíkri útfærslu. Drífa sagði lækkun tryggingagjalds almenna aðgerð. ASÍ telji frekar þörf á sértækum aðgerðum. „Við skulum hafa í huga að tryggingagjaldið fjármagnar fæðingarorlofið og atvinnuleysistryggingar. Það er mjög mikilvægt að halda því áfram. Við munum aldrei samþykkja það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofinu verði frestað vegna þessa og ég vona að það sé ekki ætlunin,“ sagði Drífa. Innt eftir því hvort hún teldi að aðgerðapakkinn hefði áhrif á fyrirhugaða atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um uppsögn lífskjarasamningsins kvaðst Drífa ekki vita það. Spyrja þyrfti SA að því. Framkvæmdastjórn SA fundar nú og fer yfir aðgerðapakkann. Viðbragða er að vænta frá samtökunum nú eftir hádegi. Lengja á fæðingarorlof í tólf mánuði um næstu áramót en orlofið er tíu mánuðir í dag. Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Uppfært klukkan 12:39: Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að lengingu fæðingarorlofs verði ekki frestað. Aðgerðirnar hafi engin áhrif á þær fyrirætlanir. Kjaramál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Blaðamannafundur um aðgerðir „til stuðnings lífskjarasamningunum“ Forsætisráðherra hefur boðað til óformlegs blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 11. 29. september 2020 09:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. Framlenging átaksins Allir vinna sé gott en ASÍ muni til að mynda aldrei leggja blessun sína yfir það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofi verði frestað vegna lækkunar tryggingagjalds. Félagsmálaráðherra segir þó að aðgerðirnar muni ekki hafa nein áhrif á lengingu fæðingarorlofs. Drífa sagði í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að ASÍ fagni því að stjórnvöld ætli að axla ábyrgð og reyna að tryggja frið á vinnumarkaði. Sambandið hyggist halda áfram þeirri vegferð sem það hóf með lífskjarasamningnum í vor. Þá kvað Drífa framlengingu á átakinu Allir vinna vera gott en ýmislegt ætti eftir að útfæra betur og ASÍ gerði kröfu um að koma að slíkri útfærslu. Drífa sagði lækkun tryggingagjalds almenna aðgerð. ASÍ telji frekar þörf á sértækum aðgerðum. „Við skulum hafa í huga að tryggingagjaldið fjármagnar fæðingarorlofið og atvinnuleysistryggingar. Það er mjög mikilvægt að halda því áfram. Við munum aldrei samþykkja það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofinu verði frestað vegna þessa og ég vona að það sé ekki ætlunin,“ sagði Drífa. Innt eftir því hvort hún teldi að aðgerðapakkinn hefði áhrif á fyrirhugaða atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um uppsögn lífskjarasamningsins kvaðst Drífa ekki vita það. Spyrja þyrfti SA að því. Framkvæmdastjórn SA fundar nú og fer yfir aðgerðapakkann. Viðbragða er að vænta frá samtökunum nú eftir hádegi. Lengja á fæðingarorlof í tólf mánuði um næstu áramót en orlofið er tíu mánuðir í dag. Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Uppfært klukkan 12:39: Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að lengingu fæðingarorlofs verði ekki frestað. Aðgerðirnar hafi engin áhrif á þær fyrirætlanir.
Kjaramál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Blaðamannafundur um aðgerðir „til stuðnings lífskjarasamningunum“ Forsætisráðherra hefur boðað til óformlegs blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 11. 29. september 2020 09:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49
Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22
Blaðamannafundur um aðgerðir „til stuðnings lífskjarasamningunum“ Forsætisráðherra hefur boðað til óformlegs blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 11. 29. september 2020 09:54