Blikar kæra ákvörðun KKÍ: „Trúi ekki öðru en að við vinnum það mál“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 16:00 Fanney Lind Thomas er hér til varnar í leik með Blikum á síðustu leiktíð. VÍSIR/DANÍEL „Við teljum að þessi niðurstaða standist ekki reglur,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Blikar ætla að kæra til aga- og úrskurðanefndar þá niðurstöðu KKÍ að leikur liðsins við Val í Dominos-deild kvenna teljist tapaður, 20-0, þar sem Breiðablik hafi notað ólöglegan leikmann. Breiðablik hafði betur inni á vellinum, 71-67, gegn Val sem spáð er sigri í deildinni. Forsaga málsins er sú að Fanney Lind Thomas var 11. mars úrskurðuð í eins leiks bann, sem tók gildi í hádeginu daginn eftir. Keppnistímabilinu í íslenskum körfubolta var frestað tveimur dögum síðar, og því svo aflýst af KKÍ, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti leikur Fanneyjar í Dominos-deildinni eftir að hún var úrskurðuð í bann var því leikurinn við Val í síðustu viku, á nýrri leiktíð, þar sem hún stóð sig vel í óvæntum sigri. KKÍ tilkynnti í dag að því yrði leikurinn skráður sem 20-0 sigur Vals og að körfuknattleiksdeild Breiðabliks hlyti 250 þúsund króna sekt. Lögfræðingar Blika segja þetta ekki standast „Við ætlum að kæra og ég trúi ekki öðru en að við vinnum það mál. Við erum með nokkur rök fyrir því að þetta sé ekki rétt aðferð og þau eiga öll að telja,“ segir Ívar sem vildi þó ekki fara ítarlega yfir þau rök að sinni. „Við látum dómstólinn um þetta og þá lögfræðinga sem eru að vinna þetta fyrir okkur. Þeir segja að þetta standist ekki. Tímabilinu var „cancelað“ og að okkar mati hefði þá um leið átt að fella niður þetta bann. En þó svo að það verði ekki samþykkt þá eru fleiri rök fyrir því að hún [Fanney] hefði ekki átt að taka út bannið núna heldur í öðrum leik,“ segir Ívar. Frestist leikur skal afplánun frestast Í reglum KKÍ segir: „Ef leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur, skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns.“ Ívar Ásgrímsson stýrði Breiðabliki til frækins sigurs gegn Val en eins og staðan er núna fær Valur 20-0 sigur.VÍSIR/DANÍEL Þar segir þó einnig: „Frestist leikur, sem aflána skal refsingu í, skal afplánun frestast uns leikurinn fer fram,“ sem þýðir til dæmis að ef að veður hamlar því að leikur fari fram má leikmaður spila þar til að því kemur að umræddur leikur fer fram. „Það voru allir búnir að gleyma þessu“ „Þetta er prófraun á reglurnar því þetta hefur aldrei gerst áður, að tímabilinu sé bara slitið og leikmaður geti því ekki tekið út bannið gegn því liði sem til stóð,“ segir Ívar. Hann furðar sig einnig á því að KKÍ hafi ekki upplýst Breiðablik um að bannið gilti enn, eftir þá fordæmalausu ákvörðun að slíta síðasta tímabili vegna farsóttar: „Við höfðum ekki hugmynd um þetta. Það voru allir búnir að gleyma þessu. Þetta var ekki viljandi gert, og við töldum náttúrulega bara að þetta væri fyrnt. Við fengum enga tilkynningu frá KKÍ um að hún ætti að vera í banni og teljum það mjög furðulegt. Það var KKÍ sem sleit síðasta tímabili og því hefðum við talið KKÍ hafa ákveðna tilkynningaskyldu í þessu máli, en það kom ekki stakt orð þaðan. Ég held að þeir hjá KKÍ hafi ekki vitað þetta sjálfir.“ Dominos-deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
„Við teljum að þessi niðurstaða standist ekki reglur,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Blikar ætla að kæra til aga- og úrskurðanefndar þá niðurstöðu KKÍ að leikur liðsins við Val í Dominos-deild kvenna teljist tapaður, 20-0, þar sem Breiðablik hafi notað ólöglegan leikmann. Breiðablik hafði betur inni á vellinum, 71-67, gegn Val sem spáð er sigri í deildinni. Forsaga málsins er sú að Fanney Lind Thomas var 11. mars úrskurðuð í eins leiks bann, sem tók gildi í hádeginu daginn eftir. Keppnistímabilinu í íslenskum körfubolta var frestað tveimur dögum síðar, og því svo aflýst af KKÍ, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti leikur Fanneyjar í Dominos-deildinni eftir að hún var úrskurðuð í bann var því leikurinn við Val í síðustu viku, á nýrri leiktíð, þar sem hún stóð sig vel í óvæntum sigri. KKÍ tilkynnti í dag að því yrði leikurinn skráður sem 20-0 sigur Vals og að körfuknattleiksdeild Breiðabliks hlyti 250 þúsund króna sekt. Lögfræðingar Blika segja þetta ekki standast „Við ætlum að kæra og ég trúi ekki öðru en að við vinnum það mál. Við erum með nokkur rök fyrir því að þetta sé ekki rétt aðferð og þau eiga öll að telja,“ segir Ívar sem vildi þó ekki fara ítarlega yfir þau rök að sinni. „Við látum dómstólinn um þetta og þá lögfræðinga sem eru að vinna þetta fyrir okkur. Þeir segja að þetta standist ekki. Tímabilinu var „cancelað“ og að okkar mati hefði þá um leið átt að fella niður þetta bann. En þó svo að það verði ekki samþykkt þá eru fleiri rök fyrir því að hún [Fanney] hefði ekki átt að taka út bannið núna heldur í öðrum leik,“ segir Ívar. Frestist leikur skal afplánun frestast Í reglum KKÍ segir: „Ef leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur, skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns.“ Ívar Ásgrímsson stýrði Breiðabliki til frækins sigurs gegn Val en eins og staðan er núna fær Valur 20-0 sigur.VÍSIR/DANÍEL Þar segir þó einnig: „Frestist leikur, sem aflána skal refsingu í, skal afplánun frestast uns leikurinn fer fram,“ sem þýðir til dæmis að ef að veður hamlar því að leikur fari fram má leikmaður spila þar til að því kemur að umræddur leikur fer fram. „Það voru allir búnir að gleyma þessu“ „Þetta er prófraun á reglurnar því þetta hefur aldrei gerst áður, að tímabilinu sé bara slitið og leikmaður geti því ekki tekið út bannið gegn því liði sem til stóð,“ segir Ívar. Hann furðar sig einnig á því að KKÍ hafi ekki upplýst Breiðablik um að bannið gilti enn, eftir þá fordæmalausu ákvörðun að slíta síðasta tímabili vegna farsóttar: „Við höfðum ekki hugmynd um þetta. Það voru allir búnir að gleyma þessu. Þetta var ekki viljandi gert, og við töldum náttúrulega bara að þetta væri fyrnt. Við fengum enga tilkynningu frá KKÍ um að hún ætti að vera í banni og teljum það mjög furðulegt. Það var KKÍ sem sleit síðasta tímabili og því hefðum við talið KKÍ hafa ákveðna tilkynningaskyldu í þessu máli, en það kom ekki stakt orð þaðan. Ég held að þeir hjá KKÍ hafi ekki vitað þetta sjálfir.“
Dominos-deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira