Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2020 20:24 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Í dag tók SA ákvörðun um að láta samningana standa og hætta við atkvæðagreiðsluna. Sólveig Anna var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar sagði hún að sér hafi þótt merkilegt að „verða vitni að því sjónarspili sem gengið hefur á síðustu daga, þessum skrípaleik sem Samtök atvinnulífsins settu á svið.“ Hún hafi sagt, og segi áfram, að það sem hún kallar aðför að kjörum þeirra lægst launuðu á Íslandi hafi verið með ólíkindum. „Ég vona bara að þetta verði lengi í minnum haft, og blekkingarnar sem viðhafðar voru um að forsendur samninganna væru brostnar voru svo óheiðarlegar að það er bara varla hægt að lýsa því,“ sagði Sólveig Anna. Þá segir hún SA löngum hafa vitað að ekki hafi verið þörf á að segja upp samningnum, þrátt fyrir stöðuna sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. „Þess vegna fór af stað þessi leiksýning sem breyttist svo í einhverskonar fjárkúgun á hendur stjórnvöldum,“ segir Sólveig Anna og vísar þar til framlengingar stjórnvalda á lækkun tryggingagjalds sem kynnt var í dag, ásamt öðrum aðgerðum sem ætlað er að styðja við vinnumarkaðinn. SA hafi tekið kjarasamninga í gíslingu Aðspurð hvor hún væri ekki sammála því að íslensk fyrirtæki eigi undir högg að sækja sagði Sólveig að þó svo væri hafi ekki verið þörf á að segja Lífskjarasamningnum upp. Það myndi bitna á lægst launaða fólki landsins. Útspil SA hafi snúist um að hafa launahækkanir af þeim hópi. „Ég hef komið þessu á framfæri við stjórnvöld og ég hef reynt að segja þetta í greinaskrifum. Ef fyrirtæki vill lækka launakostnað hjá sér, þar sem fólk er verulega yfirborgað, þá er það þeim bara í sjálfsvald sett. Það að Samtök atvinnulífsins hafi tekið þessa kjarasamninga í gíslingu, kjarasamninga sem ná yfir 120 þúsund manns um það bil á vinnumarkaði, er ótrúlegt.“ Þá sagði Sólveig að eina orðið sem henni dytti í hug yfir það sem hún hefði orðið vitni að sé „spilling.“ „Það hlýtur bara að vera einhverskonar spilling að stjórnvöld hafi ekki sett Halldóri Benjamín og Samtökum atvinnulífsins stólinn fyrir dyrnar. Ég er stórkostlega undrandi á því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafi bara látið undan og hafi sjálf ekki virst upplifa að þetta væri aðför að öllu sem kalla mætti einhverskonar eðlilegt ástand í lýðræðislegu samfélagi,“ sagði Sólveig Anna en viðtalið við hana má heyra í heild sinni hér ofar í fréttinni. Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. 29. september 2020 14:50 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Í dag tók SA ákvörðun um að láta samningana standa og hætta við atkvæðagreiðsluna. Sólveig Anna var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar sagði hún að sér hafi þótt merkilegt að „verða vitni að því sjónarspili sem gengið hefur á síðustu daga, þessum skrípaleik sem Samtök atvinnulífsins settu á svið.“ Hún hafi sagt, og segi áfram, að það sem hún kallar aðför að kjörum þeirra lægst launuðu á Íslandi hafi verið með ólíkindum. „Ég vona bara að þetta verði lengi í minnum haft, og blekkingarnar sem viðhafðar voru um að forsendur samninganna væru brostnar voru svo óheiðarlegar að það er bara varla hægt að lýsa því,“ sagði Sólveig Anna. Þá segir hún SA löngum hafa vitað að ekki hafi verið þörf á að segja upp samningnum, þrátt fyrir stöðuna sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. „Þess vegna fór af stað þessi leiksýning sem breyttist svo í einhverskonar fjárkúgun á hendur stjórnvöldum,“ segir Sólveig Anna og vísar þar til framlengingar stjórnvalda á lækkun tryggingagjalds sem kynnt var í dag, ásamt öðrum aðgerðum sem ætlað er að styðja við vinnumarkaðinn. SA hafi tekið kjarasamninga í gíslingu Aðspurð hvor hún væri ekki sammála því að íslensk fyrirtæki eigi undir högg að sækja sagði Sólveig að þó svo væri hafi ekki verið þörf á að segja Lífskjarasamningnum upp. Það myndi bitna á lægst launaða fólki landsins. Útspil SA hafi snúist um að hafa launahækkanir af þeim hópi. „Ég hef komið þessu á framfæri við stjórnvöld og ég hef reynt að segja þetta í greinaskrifum. Ef fyrirtæki vill lækka launakostnað hjá sér, þar sem fólk er verulega yfirborgað, þá er það þeim bara í sjálfsvald sett. Það að Samtök atvinnulífsins hafi tekið þessa kjarasamninga í gíslingu, kjarasamninga sem ná yfir 120 þúsund manns um það bil á vinnumarkaði, er ótrúlegt.“ Þá sagði Sólveig að eina orðið sem henni dytti í hug yfir það sem hún hefði orðið vitni að sé „spilling.“ „Það hlýtur bara að vera einhverskonar spilling að stjórnvöld hafi ekki sett Halldóri Benjamín og Samtökum atvinnulífsins stólinn fyrir dyrnar. Ég er stórkostlega undrandi á því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafi bara látið undan og hafi sjálf ekki virst upplifa að þetta væri aðför að öllu sem kalla mætti einhverskonar eðlilegt ástand í lýðræðislegu samfélagi,“ sagði Sólveig Anna en viðtalið við hana má heyra í heild sinni hér ofar í fréttinni.
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. 29. september 2020 14:50 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58
Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. 29. september 2020 14:50
Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18