Fljúgandi hálka á götum borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2020 06:45 Ökumenn ættu að fara varlega á höfuðborgarsvæðinu þennan morguninn og gefa sér tíma til þess að skafa af bílnum. Vísir/Vilhelm Fljúgandi hálka er á götum höfuðborgarsvæðisins, og víðar á vesturhelmingi landsins, nú í morgunsárið og því nauðsynlegt fyrir ökumenn og aðra vegfarendur að fara mjög varlega. Þá ætti fólk einnig að gefa sér tíma til þess að skafa rúður. Söltunarbílar frá borginni hafa verið á ferð og saltað göturnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur, segir að eftir rigningu í gærkvöldi hafi myndast kjöraðstæður til að mynda hálku. „Í gærkvöldi var rigning en svo stytti upp eftir kvöldmat en á sama tíma er að dimma. Mesta frost sem mældist á höfuðborgarsvæðinu í nótt var í Víðidal, tæp þrjú stig, en annars staðar mældist ekki frost, heldur hiti eitt til tvö stig. En við mælum í tveggja metra hæð þannig að það lýsir ekki alveg yfirborðinu. Þannig að þegar þú ert með blauta jörð og nær að geisla út þegar það er þokkalega léttskýjað þá frystir við yfirborð,“ segir Daníel. Hann segir að skömmu eftir að sólin komi upp núna fyrir hádegi ætti hálkan að bráðna þar sem yfirborðið hitni fljótt. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, víða 5-10 m/s en suðaustan 10-18 m/s norðaustanlands. Rigning austantil, talsverð eða mikil úrkoma á Austfjörðum. Stöku skúrir um vestanvert landið í dag, og fer að rigna á Norðvesturlandi í kvöld. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast austantil. Suðlæg átt 3-8 m/s og bjart með köflum á morgun, en suðaustan 8-13 m/s suðvestanlands og stöku skúrir. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Bjart með köflum, en dálitlar skúrir suðvestantil og líkur á rigningu við norðausturströndina um kvöldið. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á föstudag: Austlæg átt 3-8 m/s, skýjað og úrkomulítið, en norðaustan 5-13 og víða rigning um austanvert landið. Hiti 1 til 8 stig. Á laugardag: Suðlæg átt 3-8 og dálitlar skúrir, en léttir víða til norðanlands. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn, hlýjast á Norðausturlandi. Á sunnudag og mánudag: Norðlæg átt og rigning af og til, en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 3 til 8 stig. Veður Umferð Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Fljúgandi hálka er á götum höfuðborgarsvæðisins, og víðar á vesturhelmingi landsins, nú í morgunsárið og því nauðsynlegt fyrir ökumenn og aðra vegfarendur að fara mjög varlega. Þá ætti fólk einnig að gefa sér tíma til þess að skafa rúður. Söltunarbílar frá borginni hafa verið á ferð og saltað göturnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur, segir að eftir rigningu í gærkvöldi hafi myndast kjöraðstæður til að mynda hálku. „Í gærkvöldi var rigning en svo stytti upp eftir kvöldmat en á sama tíma er að dimma. Mesta frost sem mældist á höfuðborgarsvæðinu í nótt var í Víðidal, tæp þrjú stig, en annars staðar mældist ekki frost, heldur hiti eitt til tvö stig. En við mælum í tveggja metra hæð þannig að það lýsir ekki alveg yfirborðinu. Þannig að þegar þú ert með blauta jörð og nær að geisla út þegar það er þokkalega léttskýjað þá frystir við yfirborð,“ segir Daníel. Hann segir að skömmu eftir að sólin komi upp núna fyrir hádegi ætti hálkan að bráðna þar sem yfirborðið hitni fljótt. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, víða 5-10 m/s en suðaustan 10-18 m/s norðaustanlands. Rigning austantil, talsverð eða mikil úrkoma á Austfjörðum. Stöku skúrir um vestanvert landið í dag, og fer að rigna á Norðvesturlandi í kvöld. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast austantil. Suðlæg átt 3-8 m/s og bjart með köflum á morgun, en suðaustan 8-13 m/s suðvestanlands og stöku skúrir. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Bjart með köflum, en dálitlar skúrir suðvestantil og líkur á rigningu við norðausturströndina um kvöldið. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á föstudag: Austlæg átt 3-8 m/s, skýjað og úrkomulítið, en norðaustan 5-13 og víða rigning um austanvert landið. Hiti 1 til 8 stig. Á laugardag: Suðlæg átt 3-8 og dálitlar skúrir, en léttir víða til norðanlands. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn, hlýjast á Norðausturlandi. Á sunnudag og mánudag: Norðlæg átt og rigning af og til, en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 3 til 8 stig.
Veður Umferð Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira