Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 13:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Átta eru inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Svo virðist sem sýkingin sé nú að berast í viðkvæmari hópa en áður, að mati sóttvarnalæknis. Þá gæti þurft að hafa stöðuna á Landspítalanum til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um framhald veiruaðgerða. Þrjátíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru nítján í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að tölur dagsins séu í samræmi við það sem búist var við. Faraldurinn er nú talinn ganga hægt niður, líkt og lýst er í nýju spálíkani sem birtist í gær. „Við erum aðallega að horfa á fjöldann sem er utan sóttkvíar, sem er merki um samfélagslegt smit. Við vitum að þessi mikli fjöldi sem er í sóttkví, um það bil fimm prósent af honum hafa verið að veikjast þannig að við eigum eftir að sjá fleiri í þeim hópi veikjast.“ Þá segir Þórólfur það áhyggjuefni hversu margir liggi nú inni á sjúkrahúsi vegna Covid. Aldursbil sjúklinganna er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. „Þessi veikindi sem fylgja þessari sýkingu er það sem við höfum mestar áhyggjur af. Fram að þessu höfum við ekki verið að sjá mikið af alvarlegum veikindum og teljum að það hafi stafað af því að frekar ungt fólk væri að sýkjast og alvarlegri veikindi sæjust hjá eldri einstaklingum. Það gæti þannig tekið smá tíma fyrir sýkinguna að berast yfir í viðkvæmari hópa. Mér sýnist það vera að gerast að hluta til núna. Þá kemur þetta í ljós, þessi alvarlegu veikindi með innlögnum.“ Þórólfur segir hlutfall alvarlegra veikinda og spítalainnlagna af fjölda þeirra sem greinast með veiruna vissulega lægra nú en það var í vetur – en þó ekki svo mjög. „Ég held að þegar fram líða stundir sjáum við það að alvarleiki sýkingarinnar er ekkert minni núna en var þá.“ Staðan á spítalanum hafi mikið að segja Þórólfur telur líklegt að fleiri leggist inn á sjúkrahús vegna Covid-19 næstu daga miðað við fjölda þeirra sem smitaðir eru á landinu. „Það er áhyggjuefni. Þá þurfum við að fá góða mynd af því hvernig staðan á spítalanum er og spyrja okkur að því hvort spítalinn geti tekið við þessu öllu.“ Þrjátíu og sjö starfsmenn Landspítala voru í einangrun vegna veirunnar í gær og 121 í sóttkví. Þórólfur segir þessa stöðu á spítalanum vissulega áhyggjuefni. Hana gæti þurft að hafa til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um aðgerðir vegna veirunnar. „Það eru mjög mörg atriði sem koma inn í það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að taka á fjölda sjúklinga sem þurfa innlagnar við. Hvort það er verra eða betra núna en var í vetur þori ég ekki að segja en við höfum verið að biðja spítalann um upplýsingar, hvernig staðan er þar. Og það gæti líka ráðið því hvort þurfi að fara í harðari aðgerðir ef okkur sýnist að svigrúm spítalans sé mjög mikið minna núna en það var í vetur. Þá þurfum við að hugsa það mjög alvarlega hvort þurfi að grípa til harðari aðgerða til að kveða þetta hraðar niður,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 33 greindust innanlands og átta nú á sjúkrahúsi 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nítján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 30. september 2020 11:10 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 70 börn og 26 starfsmenn í sóttkví vegna smits á leikskóla Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19 29. september 2020 18:08 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Átta eru inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Svo virðist sem sýkingin sé nú að berast í viðkvæmari hópa en áður, að mati sóttvarnalæknis. Þá gæti þurft að hafa stöðuna á Landspítalanum til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um framhald veiruaðgerða. Þrjátíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru nítján í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að tölur dagsins séu í samræmi við það sem búist var við. Faraldurinn er nú talinn ganga hægt niður, líkt og lýst er í nýju spálíkani sem birtist í gær. „Við erum aðallega að horfa á fjöldann sem er utan sóttkvíar, sem er merki um samfélagslegt smit. Við vitum að þessi mikli fjöldi sem er í sóttkví, um það bil fimm prósent af honum hafa verið að veikjast þannig að við eigum eftir að sjá fleiri í þeim hópi veikjast.“ Þá segir Þórólfur það áhyggjuefni hversu margir liggi nú inni á sjúkrahúsi vegna Covid. Aldursbil sjúklinganna er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. „Þessi veikindi sem fylgja þessari sýkingu er það sem við höfum mestar áhyggjur af. Fram að þessu höfum við ekki verið að sjá mikið af alvarlegum veikindum og teljum að það hafi stafað af því að frekar ungt fólk væri að sýkjast og alvarlegri veikindi sæjust hjá eldri einstaklingum. Það gæti þannig tekið smá tíma fyrir sýkinguna að berast yfir í viðkvæmari hópa. Mér sýnist það vera að gerast að hluta til núna. Þá kemur þetta í ljós, þessi alvarlegu veikindi með innlögnum.“ Þórólfur segir hlutfall alvarlegra veikinda og spítalainnlagna af fjölda þeirra sem greinast með veiruna vissulega lægra nú en það var í vetur – en þó ekki svo mjög. „Ég held að þegar fram líða stundir sjáum við það að alvarleiki sýkingarinnar er ekkert minni núna en var þá.“ Staðan á spítalanum hafi mikið að segja Þórólfur telur líklegt að fleiri leggist inn á sjúkrahús vegna Covid-19 næstu daga miðað við fjölda þeirra sem smitaðir eru á landinu. „Það er áhyggjuefni. Þá þurfum við að fá góða mynd af því hvernig staðan á spítalanum er og spyrja okkur að því hvort spítalinn geti tekið við þessu öllu.“ Þrjátíu og sjö starfsmenn Landspítala voru í einangrun vegna veirunnar í gær og 121 í sóttkví. Þórólfur segir þessa stöðu á spítalanum vissulega áhyggjuefni. Hana gæti þurft að hafa til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um aðgerðir vegna veirunnar. „Það eru mjög mörg atriði sem koma inn í það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að taka á fjölda sjúklinga sem þurfa innlagnar við. Hvort það er verra eða betra núna en var í vetur þori ég ekki að segja en við höfum verið að biðja spítalann um upplýsingar, hvernig staðan er þar. Og það gæti líka ráðið því hvort þurfi að fara í harðari aðgerðir ef okkur sýnist að svigrúm spítalans sé mjög mikið minna núna en það var í vetur. Þá þurfum við að hugsa það mjög alvarlega hvort þurfi að grípa til harðari aðgerða til að kveða þetta hraðar niður,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 33 greindust innanlands og átta nú á sjúkrahúsi 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nítján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 30. september 2020 11:10 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 70 börn og 26 starfsmenn í sóttkví vegna smits á leikskóla Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19 29. september 2020 18:08 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
33 greindust innanlands og átta nú á sjúkrahúsi 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nítján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 30. september 2020 11:10
Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03
70 börn og 26 starfsmenn í sóttkví vegna smits á leikskóla Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19 29. september 2020 18:08