Þakklát fyrir að tennurnar séu heilar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. september 2020 15:30 Danshöfundurinn Chantelle Carey slasaðist í rafskútuslysi í miðbænum í vikunni. Aðsend mynd „Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur ef ég hefði verið með hjálm,“ segir Chantelle Carey danshöfundur í samtali við Vísi. Chantelle birti færslu á Facebooksíðu sinni í gær þar sem hún segir frá rafskútuslysi sem hún varð fyrir í fyrradag. So.... yesterday was fun... After a great opening weekend of the show... off I go to collect my car from the theatre. I...Posted by Chantelle Carey on Þriðjudagur, 29. september 2020 „Ég ætlaði að sækja bílinn minn í Þjóðleikhúsið og var á leiðinni frá Hlemmi á rafskútu þegar slysið gerist. Ég hef oft tekið rafskútu þessa leið svo að þetta var bara einhver óheppni í mér í þetta skiptið.“ Slysið segir Chantelle hafi atvikast þannig að þegar hún fór á rafskútunni yfir götu á Rauðarárstíg og upp á gangstétt þá hafi hjólið staðið á sér. „Gangstéttin þarna er svolítið ójöfn svo að þegar ég ætlaði upp á hana af götunni þá stóð hjólið á sér með þeim afleiðingum að ég skall beint með andlitið á stéttina.“ Chantelle segist í kjölfarið strax hafa farið upp á sjúkrahús þar sem hugað var að henni eftir slysið. Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur fyrir mig ef ég hefði verið með hjálm. Chantelle segist prísa sig sæla að hafa ekki hlotið neinn skaða á tönnum sínum við höggið en hún marðist töluvert í andliti og fékk einnig vott af heilahristingi. „Þetta var mjög þungt högg og ég er bara þakklát fyrir að tennurnar séu heilar. Það verður eitthvað í það að ég fari aftur á rafskútu, svo mikið er víst,“ segir Chantelle. Hún bætir því við að gangstéttir á þessu svæði séu margar hverjar ójafnar og að fólk þurfi að gæta fyllstu varúðar ef ferðast á þar um á rafskútum. „Auðvitað var þetta óheppni hjá mér en ég held samt að gangstéttir á þessu svæði séu ekkert sérstaklega góðar fyrir svona faratæki. Ég mæli allavega með því að fólk fari varlega og noti hjálm. Hann hefði bjargað miklu í mínu tilviki.“ Rafhlaupahjól Reykjavík Leikhús Samgönguslys Tengdar fréttir Datt af rafskutlu og fluttur á sjúkrahús Ökumaður rafskutlu féll af farartæki sínu skömmu eftir miðnætti í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 25. september 2020 07:28 Rihanna rispuð eftir rafskútuslys Stórsöngkonan Rihanna er blá og marin eftir að hafa lent í slysi á svokallaðri rafskútu. 7. september 2020 22:25 Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20 Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
„Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur ef ég hefði verið með hjálm,“ segir Chantelle Carey danshöfundur í samtali við Vísi. Chantelle birti færslu á Facebooksíðu sinni í gær þar sem hún segir frá rafskútuslysi sem hún varð fyrir í fyrradag. So.... yesterday was fun... After a great opening weekend of the show... off I go to collect my car from the theatre. I...Posted by Chantelle Carey on Þriðjudagur, 29. september 2020 „Ég ætlaði að sækja bílinn minn í Þjóðleikhúsið og var á leiðinni frá Hlemmi á rafskútu þegar slysið gerist. Ég hef oft tekið rafskútu þessa leið svo að þetta var bara einhver óheppni í mér í þetta skiptið.“ Slysið segir Chantelle hafi atvikast þannig að þegar hún fór á rafskútunni yfir götu á Rauðarárstíg og upp á gangstétt þá hafi hjólið staðið á sér. „Gangstéttin þarna er svolítið ójöfn svo að þegar ég ætlaði upp á hana af götunni þá stóð hjólið á sér með þeim afleiðingum að ég skall beint með andlitið á stéttina.“ Chantelle segist í kjölfarið strax hafa farið upp á sjúkrahús þar sem hugað var að henni eftir slysið. Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur fyrir mig ef ég hefði verið með hjálm. Chantelle segist prísa sig sæla að hafa ekki hlotið neinn skaða á tönnum sínum við höggið en hún marðist töluvert í andliti og fékk einnig vott af heilahristingi. „Þetta var mjög þungt högg og ég er bara þakklát fyrir að tennurnar séu heilar. Það verður eitthvað í það að ég fari aftur á rafskútu, svo mikið er víst,“ segir Chantelle. Hún bætir því við að gangstéttir á þessu svæði séu margar hverjar ójafnar og að fólk þurfi að gæta fyllstu varúðar ef ferðast á þar um á rafskútum. „Auðvitað var þetta óheppni hjá mér en ég held samt að gangstéttir á þessu svæði séu ekkert sérstaklega góðar fyrir svona faratæki. Ég mæli allavega með því að fólk fari varlega og noti hjálm. Hann hefði bjargað miklu í mínu tilviki.“
Rafhlaupahjól Reykjavík Leikhús Samgönguslys Tengdar fréttir Datt af rafskutlu og fluttur á sjúkrahús Ökumaður rafskutlu féll af farartæki sínu skömmu eftir miðnætti í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 25. september 2020 07:28 Rihanna rispuð eftir rafskútuslys Stórsöngkonan Rihanna er blá og marin eftir að hafa lent í slysi á svokallaðri rafskútu. 7. september 2020 22:25 Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20 Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Datt af rafskutlu og fluttur á sjúkrahús Ökumaður rafskutlu féll af farartæki sínu skömmu eftir miðnætti í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 25. september 2020 07:28
Rihanna rispuð eftir rafskútuslys Stórsöngkonan Rihanna er blá og marin eftir að hafa lent í slysi á svokallaðri rafskútu. 7. september 2020 22:25
Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20