Þakklát fyrir að tennurnar séu heilar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. september 2020 15:30 Danshöfundurinn Chantelle Carey slasaðist í rafskútuslysi í miðbænum í vikunni. Aðsend mynd „Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur ef ég hefði verið með hjálm,“ segir Chantelle Carey danshöfundur í samtali við Vísi. Chantelle birti færslu á Facebooksíðu sinni í gær þar sem hún segir frá rafskútuslysi sem hún varð fyrir í fyrradag. So.... yesterday was fun... After a great opening weekend of the show... off I go to collect my car from the theatre. I...Posted by Chantelle Carey on Þriðjudagur, 29. september 2020 „Ég ætlaði að sækja bílinn minn í Þjóðleikhúsið og var á leiðinni frá Hlemmi á rafskútu þegar slysið gerist. Ég hef oft tekið rafskútu þessa leið svo að þetta var bara einhver óheppni í mér í þetta skiptið.“ Slysið segir Chantelle hafi atvikast þannig að þegar hún fór á rafskútunni yfir götu á Rauðarárstíg og upp á gangstétt þá hafi hjólið staðið á sér. „Gangstéttin þarna er svolítið ójöfn svo að þegar ég ætlaði upp á hana af götunni þá stóð hjólið á sér með þeim afleiðingum að ég skall beint með andlitið á stéttina.“ Chantelle segist í kjölfarið strax hafa farið upp á sjúkrahús þar sem hugað var að henni eftir slysið. Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur fyrir mig ef ég hefði verið með hjálm. Chantelle segist prísa sig sæla að hafa ekki hlotið neinn skaða á tönnum sínum við höggið en hún marðist töluvert í andliti og fékk einnig vott af heilahristingi. „Þetta var mjög þungt högg og ég er bara þakklát fyrir að tennurnar séu heilar. Það verður eitthvað í það að ég fari aftur á rafskútu, svo mikið er víst,“ segir Chantelle. Hún bætir því við að gangstéttir á þessu svæði séu margar hverjar ójafnar og að fólk þurfi að gæta fyllstu varúðar ef ferðast á þar um á rafskútum. „Auðvitað var þetta óheppni hjá mér en ég held samt að gangstéttir á þessu svæði séu ekkert sérstaklega góðar fyrir svona faratæki. Ég mæli allavega með því að fólk fari varlega og noti hjálm. Hann hefði bjargað miklu í mínu tilviki.“ Rafhlaupahjól Reykjavík Leikhús Samgönguslys Tengdar fréttir Datt af rafskutlu og fluttur á sjúkrahús Ökumaður rafskutlu féll af farartæki sínu skömmu eftir miðnætti í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 25. september 2020 07:28 Rihanna rispuð eftir rafskútuslys Stórsöngkonan Rihanna er blá og marin eftir að hafa lent í slysi á svokallaðri rafskútu. 7. september 2020 22:25 Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
„Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur ef ég hefði verið með hjálm,“ segir Chantelle Carey danshöfundur í samtali við Vísi. Chantelle birti færslu á Facebooksíðu sinni í gær þar sem hún segir frá rafskútuslysi sem hún varð fyrir í fyrradag. So.... yesterday was fun... After a great opening weekend of the show... off I go to collect my car from the theatre. I...Posted by Chantelle Carey on Þriðjudagur, 29. september 2020 „Ég ætlaði að sækja bílinn minn í Þjóðleikhúsið og var á leiðinni frá Hlemmi á rafskútu þegar slysið gerist. Ég hef oft tekið rafskútu þessa leið svo að þetta var bara einhver óheppni í mér í þetta skiptið.“ Slysið segir Chantelle hafi atvikast þannig að þegar hún fór á rafskútunni yfir götu á Rauðarárstíg og upp á gangstétt þá hafi hjólið staðið á sér. „Gangstéttin þarna er svolítið ójöfn svo að þegar ég ætlaði upp á hana af götunni þá stóð hjólið á sér með þeim afleiðingum að ég skall beint með andlitið á stéttina.“ Chantelle segist í kjölfarið strax hafa farið upp á sjúkrahús þar sem hugað var að henni eftir slysið. Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur fyrir mig ef ég hefði verið með hjálm. Chantelle segist prísa sig sæla að hafa ekki hlotið neinn skaða á tönnum sínum við höggið en hún marðist töluvert í andliti og fékk einnig vott af heilahristingi. „Þetta var mjög þungt högg og ég er bara þakklát fyrir að tennurnar séu heilar. Það verður eitthvað í það að ég fari aftur á rafskútu, svo mikið er víst,“ segir Chantelle. Hún bætir því við að gangstéttir á þessu svæði séu margar hverjar ójafnar og að fólk þurfi að gæta fyllstu varúðar ef ferðast á þar um á rafskútum. „Auðvitað var þetta óheppni hjá mér en ég held samt að gangstéttir á þessu svæði séu ekkert sérstaklega góðar fyrir svona faratæki. Ég mæli allavega með því að fólk fari varlega og noti hjálm. Hann hefði bjargað miklu í mínu tilviki.“
Rafhlaupahjól Reykjavík Leikhús Samgönguslys Tengdar fréttir Datt af rafskutlu og fluttur á sjúkrahús Ökumaður rafskutlu féll af farartæki sínu skömmu eftir miðnætti í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 25. september 2020 07:28 Rihanna rispuð eftir rafskútuslys Stórsöngkonan Rihanna er blá og marin eftir að hafa lent í slysi á svokallaðri rafskútu. 7. september 2020 22:25 Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Datt af rafskutlu og fluttur á sjúkrahús Ökumaður rafskutlu féll af farartæki sínu skömmu eftir miðnætti í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 25. september 2020 07:28
Rihanna rispuð eftir rafskútuslys Stórsöngkonan Rihanna er blá og marin eftir að hafa lent í slysi á svokallaðri rafskútu. 7. september 2020 22:25
Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20