Hvíti bíllinn Frú Ragnheiður Marín Þórsdóttir skrifar 1. október 2020 08:30 Klukkan er 18:00 og þriggja manna hópur sjálfboðaliða safnast saman á lítilli skrifstofu við Efstaleiti 9. Fjórði sjálfboðboðaliðinn er á bakvakt tilbúinn til að aðstoða vaktina ef þörf er á. Hópurinn sem mættur er til starfa er hluti af 100 manna vettvangshóp sem ferðast um á Sprinter-bifreið, með aðgengilega heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettasta hópinn í okkar samfélagi; heimilislausa og fólk sem notar vímuefni í æð. Sjálfboðaliðar verkefnisins sinna starfi sínu sex daga vikunnar, allan ársins hring. Þá skiptir ekki máli hvort veðrið sé slæmt eða hvort flestir séu að halda jólin hátíðleg. Farið skal af stað því stað því þörfin fyrir þjónustuna er mikil. Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður þjónustar í dag yfir 500 einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Keyrt er um öll hverfi borgarinnar og sveitafélögin þar í kring, Seltjarnarnes, Garðabæ, Kópavog, Hafnafjörð sem og Mosfellsbæ. Á öllum þessum stöðum eru einstaklingar sem þurfa aðstoð frá Frú Ragnheiði. Hópurinn sem notar vímuefni í æð er mjög fjölbreyttur og hefur aðsetur víða. Með færanlegri heilbrigðisþjónustu sem starfrækt er í bílnum getum við þjónustað breiðan, en jaðarsettan hóp. Bíllinn sem nýttur er í verkefnið er undirstaða þess og án hans gætum við ekki haldið úti þessu mikilvæga starfi. Auk þess að vera faratæki sem flytur starfsemina milli hverfa og þar sem hennar er þörf hverju sinni, veitir bifreiðin athvarf fyrir þá skjólstæðinga sem nýta þjónustuna. Bíllinn er sérútbúinn með þeim hætti að þar inni er hægt að setjast niður, skipta um umbúðir á sárum, hlúa að minniháttar áverkum, veita sálrænan stuðning og skaðaminnkandi samtal í skjóli nafnleyndar. Á síðustu árum hefur bíllinn verið keyrður 380.000 km og nú er svo komið að hann er farinn að bila töluvert, og þrátt fyrir þá miklu alúð sem sjálfboðaliðahópurinn sýnir honum er þörf á að skipta honum út fyrir nýjan. Í dag hrindum við af stað söfnun fyrir nýjum bíl fyrir Frú Ragnheiði. Með kærri þökk fyrir stuðninginn, Höfundur er forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Félagasamtök Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Sjá meira
Klukkan er 18:00 og þriggja manna hópur sjálfboðaliða safnast saman á lítilli skrifstofu við Efstaleiti 9. Fjórði sjálfboðboðaliðinn er á bakvakt tilbúinn til að aðstoða vaktina ef þörf er á. Hópurinn sem mættur er til starfa er hluti af 100 manna vettvangshóp sem ferðast um á Sprinter-bifreið, með aðgengilega heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettasta hópinn í okkar samfélagi; heimilislausa og fólk sem notar vímuefni í æð. Sjálfboðaliðar verkefnisins sinna starfi sínu sex daga vikunnar, allan ársins hring. Þá skiptir ekki máli hvort veðrið sé slæmt eða hvort flestir séu að halda jólin hátíðleg. Farið skal af stað því stað því þörfin fyrir þjónustuna er mikil. Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður þjónustar í dag yfir 500 einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Keyrt er um öll hverfi borgarinnar og sveitafélögin þar í kring, Seltjarnarnes, Garðabæ, Kópavog, Hafnafjörð sem og Mosfellsbæ. Á öllum þessum stöðum eru einstaklingar sem þurfa aðstoð frá Frú Ragnheiði. Hópurinn sem notar vímuefni í æð er mjög fjölbreyttur og hefur aðsetur víða. Með færanlegri heilbrigðisþjónustu sem starfrækt er í bílnum getum við þjónustað breiðan, en jaðarsettan hóp. Bíllinn sem nýttur er í verkefnið er undirstaða þess og án hans gætum við ekki haldið úti þessu mikilvæga starfi. Auk þess að vera faratæki sem flytur starfsemina milli hverfa og þar sem hennar er þörf hverju sinni, veitir bifreiðin athvarf fyrir þá skjólstæðinga sem nýta þjónustuna. Bíllinn er sérútbúinn með þeim hætti að þar inni er hægt að setjast niður, skipta um umbúðir á sárum, hlúa að minniháttar áverkum, veita sálrænan stuðning og skaðaminnkandi samtal í skjóli nafnleyndar. Á síðustu árum hefur bíllinn verið keyrður 380.000 km og nú er svo komið að hann er farinn að bila töluvert, og þrátt fyrir þá miklu alúð sem sjálfboðaliðahópurinn sýnir honum er þörf á að skipta honum út fyrir nýjan. Í dag hrindum við af stað söfnun fyrir nýjum bíl fyrir Frú Ragnheiði. Með kærri þökk fyrir stuðninginn, Höfundur er forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun