Icelandair birtir lista yfir tuttugu stærstu hluthafana Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 30. september 2020 17:46 Hluthafalisti Icelandair hefur tekið breytingum. Vísir/Vilhelm Landsbankinn, Gildi - Lífeyrissjóður, Íslandsbanki og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru stærstu eigendurnir í Icelandair Group eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningur frá Icelandair í tilefni þess búið er að gefa út og afhenda eigendum þá 23 milljarða hluta sem gefnir voru út í útboðinu. Landsbankinn er stærsti eigandinn með 7,48 prósent hlut og Íslandsbanki er sá þriðji stærsti með 6,54 prósent hlut. Ætla má að hlutur bankanna tveggja skiptist á eignahluti bankana, veltubók og eignarhluta vegna framvirka samninga við viðskiptavini bankans. Þannig geta hlutir bankanna tveggja falið í sér hluti sem viðskiptavinir þeirra eiga í gegnum einkabankaþjónustu, svo dæmi séu tekin. Gildi - Lífeyrissjóður er næststærsti eigandi Icelandair Group með 6,54 prósenta hlut og A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins heldur á 6,24 prósenta hlut. Lífeyrissjóðirnir áttu samanlagt 55.33 prósenta hlut í Icelandair fyrir útboðið. En nú eiga ellefu lífeyrissjóðir samanlagt 29,38 prósenta hlut í félaginu. Alls eiga tuttugu stærstu hluthafarnir samtals 55,37 prósenta hlut. Fyrir útboð áttu tuttugu stærstu hluthafar sameininlega 75% í Icelandair. Dreifingin er því meiri og fleiri eiga smærri hluti. Hluthafalistinn hefur tekið töluverðum breytingum enda þynntist eignarhlutur tveggja stærstu eigenda félagsins fyrir útboðið mjög út, hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Par Investments þar sem þeir tóku ekki þátt í útboðinu. LV á nú 2,26 prósent hlut og Par heldur nú á 1,89 prósenta hlut. Flugstarfsemi Icelandair liggur enn meira og minna niðri. Þannig kom aðeins ein flugvél félagsins frá Kaupmannahöfn í dag og önnur fór til Boston síðdegis. Öllu öðru flugi félagsins var aflýst. Viðskipti eru hafin með hlutabréf félagsins og hækkaði gengi þeirra í dag um 3,16 prósent og stendur gengið nú í tæpri krónu en útboðsgengið í nýlegu hlutafjárútboði var ein króna á hlut. Lista yfir tuttugu stærstu hluthafana má sjá hér að neðan en hann er birtur með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið vegna hugsanlegra framkvæmdra en ófrágenginna viðskipta með bréf í félaginu. Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir 88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flugmönnum Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. 29. september 2020 20:44 Komið í ljós hversu mikið eignarhlutur LV í Icelandair þynntist út Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Icelandair Group hefur farið úr 11,84 prósentum niður í 2,26 prósent eftir að þau hlutabréf sem gefin voru út í hlutafjárútboði félagsins á dögunum voru skráð hjá Fyrirtækjaskrá. 28. september 2020 20:21 Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Landsbankinn, Gildi - Lífeyrissjóður, Íslandsbanki og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru stærstu eigendurnir í Icelandair Group eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningur frá Icelandair í tilefni þess búið er að gefa út og afhenda eigendum þá 23 milljarða hluta sem gefnir voru út í útboðinu. Landsbankinn er stærsti eigandinn með 7,48 prósent hlut og Íslandsbanki er sá þriðji stærsti með 6,54 prósent hlut. Ætla má að hlutur bankanna tveggja skiptist á eignahluti bankana, veltubók og eignarhluta vegna framvirka samninga við viðskiptavini bankans. Þannig geta hlutir bankanna tveggja falið í sér hluti sem viðskiptavinir þeirra eiga í gegnum einkabankaþjónustu, svo dæmi séu tekin. Gildi - Lífeyrissjóður er næststærsti eigandi Icelandair Group með 6,54 prósenta hlut og A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins heldur á 6,24 prósenta hlut. Lífeyrissjóðirnir áttu samanlagt 55.33 prósenta hlut í Icelandair fyrir útboðið. En nú eiga ellefu lífeyrissjóðir samanlagt 29,38 prósenta hlut í félaginu. Alls eiga tuttugu stærstu hluthafarnir samtals 55,37 prósenta hlut. Fyrir útboð áttu tuttugu stærstu hluthafar sameininlega 75% í Icelandair. Dreifingin er því meiri og fleiri eiga smærri hluti. Hluthafalistinn hefur tekið töluverðum breytingum enda þynntist eignarhlutur tveggja stærstu eigenda félagsins fyrir útboðið mjög út, hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Par Investments þar sem þeir tóku ekki þátt í útboðinu. LV á nú 2,26 prósent hlut og Par heldur nú á 1,89 prósenta hlut. Flugstarfsemi Icelandair liggur enn meira og minna niðri. Þannig kom aðeins ein flugvél félagsins frá Kaupmannahöfn í dag og önnur fór til Boston síðdegis. Öllu öðru flugi félagsins var aflýst. Viðskipti eru hafin með hlutabréf félagsins og hækkaði gengi þeirra í dag um 3,16 prósent og stendur gengið nú í tæpri krónu en útboðsgengið í nýlegu hlutafjárútboði var ein króna á hlut. Lista yfir tuttugu stærstu hluthafana má sjá hér að neðan en hann er birtur með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið vegna hugsanlegra framkvæmdra en ófrágenginna viðskipta með bréf í félaginu.
Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir 88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flugmönnum Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. 29. september 2020 20:44 Komið í ljós hversu mikið eignarhlutur LV í Icelandair þynntist út Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Icelandair Group hefur farið úr 11,84 prósentum niður í 2,26 prósent eftir að þau hlutabréf sem gefin voru út í hlutafjárútboði félagsins á dögunum voru skráð hjá Fyrirtækjaskrá. 28. september 2020 20:21 Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flugmönnum Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. 29. september 2020 20:44
Komið í ljós hversu mikið eignarhlutur LV í Icelandair þynntist út Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Icelandair Group hefur farið úr 11,84 prósentum niður í 2,26 prósent eftir að þau hlutabréf sem gefin voru út í hlutafjárútboði félagsins á dögunum voru skráð hjá Fyrirtækjaskrá. 28. september 2020 20:21
Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35