Breiðablik segir ummæli Þorsteins tekin úr samhengi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 07:01 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. vísir/bára Knattspyrnudeild Breiðabliks segir að ummæli Þorsteins Halldórssonar – þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu - varðandi Sveindísi Jane Jónsdóttur og uppeldisfélag hennar, Keflavík, verið slitin úr samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik gaf frá sér í gærkvöldi. Í gær greindi Vísir frá því að Þorsteinn Halldórsson hefði sagt í samtali við vef DV.is að landsliðskonan Sveindís Jane hefði átt að skipta fyrr um lið. Sveindís gekk í raðir Breiðabliks frá Keflavík fyrir komandi tímabil og hefur slegið í gegn, bæði með Blikum sem og íslenska landsliðinu. Hún er sem stendur markahæst í Pepsi Max deildinni með 14 mörk. Þá skoraði hún í sínum fyrsta A-landsleik á dögunum og gæti endað sem bæði Íslands- og bikarmeistari með Breiðablik ef allt gengur upp. „Það eina sem ég sé núna er að hún átti að vera löngu búin að fara í sterkara lið. Það er leiðinlegt að segja það við Keflavík en hún hefði höndlað þetta skref miklu fyrr, hún hefði mátt koma til okkar fyrir einu eða tveimur árum. Hún hefði þurft sterkara æfingaumhverfi fyrr, það er ekki hægt að gagnrýna neitt. Keflavík á allt í henni, við vorum ekki að finna hana upp. Ég spyr mig að því hvar hún væri stödd ef hún hefði komið fyrr til okkar eða eitthvert annað í sterkara umhverfi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef erlend félög reyna að fá hana núna, það er spurning hvaða skref hún vill taka. Hversu hratt hún vill taka skrefið, hvort hún fái lið sem hún vill fara til. Hún þarf að gefa sér tíma í að taka ákvörðun, það er ljóst að lið munu bera víurnar í hana,“ segir í samtali Þorsteins við DV. „Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins Halldórssonar þjálfara kvennaliðs Breiðabliks í viðtali við annan fjölmiðil eru slitin úr samhengi, vilja Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteinn Halldórsson taka fram að á engan hátt er verið að gera lítið úr öflugu fótboltastarfi í Keflavík í viðtalinu,“ segir í tilkynningu Knattspyrnudeildar Breiðabliks. Í frétt Vísis hér að ofan er vitnað orðrétt í það sem Þorsteinn ku hafa sagt í samtali við DV þó svo að síðustu tvær setningarnar vanti. Breiðablik mætir Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda á laugardaginn kemur þann 3. október í leik sem svo gott sem sker úr um hvar Íslandsmeistaratitilinn endar í ár. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Blika þar sem Sveindís Jane fór á kostum. Leikurinn á laugardag hefst klukkan 17:00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst 20 mínútum fyrir leik. Frá Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteini Halldórssyni Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Miðvikudagur, 30. september 2020 Uppfært kl. 10.55: Að gefnu tilefni tekur ritstjórn Vísis fram að hún stendur við fréttaflutning sinn af málinu. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Keflavík ÍF Tengdar fréttir Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 8-0 | Stærsti sigur sumarsins Breiðablik rúllaði yfir vængbrotið lið ÍBV, 8-0, á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild kvenna í dag. 27. september 2020 16:39 Segir að aldamótabörnin veiti okkur mikla von fyrir framtíðina Ungu leikmennirnir í íslenska kvennalandsliðinu fengu hrós eftir leikinn gegn Svíþjóð frá einum besta leikmanni Íslands fyrr og síðar. 23. september 2020 13:30 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Sænska pressan um Sveindísi og Karólínu: „Leggið þessi tvö nöfn á minnið“ Það voru ekki bara íslenskt knattspyrnuáhugafólk sem var hrifið af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í gær því það gerðu einnig sænskir miðlar. 23. september 2020 07:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Knattspyrnudeild Breiðabliks segir að ummæli Þorsteins Halldórssonar – þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu - varðandi Sveindísi Jane Jónsdóttur og uppeldisfélag hennar, Keflavík, verið slitin úr samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik gaf frá sér í gærkvöldi. Í gær greindi Vísir frá því að Þorsteinn Halldórsson hefði sagt í samtali við vef DV.is að landsliðskonan Sveindís Jane hefði átt að skipta fyrr um lið. Sveindís gekk í raðir Breiðabliks frá Keflavík fyrir komandi tímabil og hefur slegið í gegn, bæði með Blikum sem og íslenska landsliðinu. Hún er sem stendur markahæst í Pepsi Max deildinni með 14 mörk. Þá skoraði hún í sínum fyrsta A-landsleik á dögunum og gæti endað sem bæði Íslands- og bikarmeistari með Breiðablik ef allt gengur upp. „Það eina sem ég sé núna er að hún átti að vera löngu búin að fara í sterkara lið. Það er leiðinlegt að segja það við Keflavík en hún hefði höndlað þetta skref miklu fyrr, hún hefði mátt koma til okkar fyrir einu eða tveimur árum. Hún hefði þurft sterkara æfingaumhverfi fyrr, það er ekki hægt að gagnrýna neitt. Keflavík á allt í henni, við vorum ekki að finna hana upp. Ég spyr mig að því hvar hún væri stödd ef hún hefði komið fyrr til okkar eða eitthvert annað í sterkara umhverfi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef erlend félög reyna að fá hana núna, það er spurning hvaða skref hún vill taka. Hversu hratt hún vill taka skrefið, hvort hún fái lið sem hún vill fara til. Hún þarf að gefa sér tíma í að taka ákvörðun, það er ljóst að lið munu bera víurnar í hana,“ segir í samtali Þorsteins við DV. „Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins Halldórssonar þjálfara kvennaliðs Breiðabliks í viðtali við annan fjölmiðil eru slitin úr samhengi, vilja Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteinn Halldórsson taka fram að á engan hátt er verið að gera lítið úr öflugu fótboltastarfi í Keflavík í viðtalinu,“ segir í tilkynningu Knattspyrnudeildar Breiðabliks. Í frétt Vísis hér að ofan er vitnað orðrétt í það sem Þorsteinn ku hafa sagt í samtali við DV þó svo að síðustu tvær setningarnar vanti. Breiðablik mætir Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda á laugardaginn kemur þann 3. október í leik sem svo gott sem sker úr um hvar Íslandsmeistaratitilinn endar í ár. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Blika þar sem Sveindís Jane fór á kostum. Leikurinn á laugardag hefst klukkan 17:00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst 20 mínútum fyrir leik. Frá Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteini Halldórssyni Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Miðvikudagur, 30. september 2020 Uppfært kl. 10.55: Að gefnu tilefni tekur ritstjórn Vísis fram að hún stendur við fréttaflutning sinn af málinu.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Keflavík ÍF Tengdar fréttir Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 8-0 | Stærsti sigur sumarsins Breiðablik rúllaði yfir vængbrotið lið ÍBV, 8-0, á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild kvenna í dag. 27. september 2020 16:39 Segir að aldamótabörnin veiti okkur mikla von fyrir framtíðina Ungu leikmennirnir í íslenska kvennalandsliðinu fengu hrós eftir leikinn gegn Svíþjóð frá einum besta leikmanni Íslands fyrr og síðar. 23. september 2020 13:30 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Sænska pressan um Sveindísi og Karólínu: „Leggið þessi tvö nöfn á minnið“ Það voru ekki bara íslenskt knattspyrnuáhugafólk sem var hrifið af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í gær því það gerðu einnig sænskir miðlar. 23. september 2020 07:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 8-0 | Stærsti sigur sumarsins Breiðablik rúllaði yfir vængbrotið lið ÍBV, 8-0, á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild kvenna í dag. 27. september 2020 16:39
Segir að aldamótabörnin veiti okkur mikla von fyrir framtíðina Ungu leikmennirnir í íslenska kvennalandsliðinu fengu hrós eftir leikinn gegn Svíþjóð frá einum besta leikmanni Íslands fyrr og síðar. 23. september 2020 13:30
Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10
Sænska pressan um Sveindísi og Karólínu: „Leggið þessi tvö nöfn á minnið“ Það voru ekki bara íslenskt knattspyrnuáhugafólk sem var hrifið af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í gær því það gerðu einnig sænskir miðlar. 23. september 2020 07:00