Segir laun Ragnars hafa lækkað umtalsvert og komu hans enga katastrófu Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2020 13:00 Ragnar Sigurðsson á ferðinni í 2-2 jafnteflinu við Velje um helgina. vísir/getty FC Köbenhavn hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Blaðamenn BT rýndu af því tilefni í leikmannakaup félagsins. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en komst líka í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. BT skoðaði hvaða leikmenn FCK hefði fengið í þremur síðustu félagaskiptagluggum og komst að þeirri niðurstöðu að félagið tapaði milljónum danskra króna á nokkrum stjörnuleikmönnum. Ragnar Sigurðssonar hefur aftur á móti ekki valdið félaginu fjárhagslegum skaða, að mati blaðsins. Hann kom enda frítt frá Krasnodar í Rússlandi. Ragnar hefur þó aðeins náð að spila átta leiki fyrir liðið, í deild og Evrópudeild, en misst af 19 leikjum þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn. Ragnar er þó ekki meiddur þessa dagana, hefur byrjað þrjá síðustu leiki FCK og er klár í slaginn með Íslandi gegn Rúmeníu eftir viku. Mikið meiddur en viðskiptin engin katastrófa Ragnar kom til FCK, í annað sinn á ferlinum, í janúar og gerði samning sem gilti til loka júní. Hann framlengdi samninginn til skamms tíma, þar sem keppnishald frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins, og skrifaði svo undir nýjan samning við FCK í lok júlí. Sá samningur gildir fram á næsta sumar. Í umsögn BT um Ragnar segir: „Íslendingurinn sneri aftur ókeypis en er að sjálfsögðu á góðum launum – sérstaklega á fyrsta skammtímasamningnum. Með nýjasta samningum hefur hann lækkað umtalsvert í launum til að sýna sinn velvilja, og þó að hann hafi verið mikið meiddur og ekki í formi þá geta þessi viðskipti ekki talist katastrófa.“ Miðillinn segir FCK hins vegar hafa tapað miklu fé á nokkrum öðrum leikmönnum, sérstaklega Pep Biel sem kom frá Zaragoza fyrir jafnvirði um 550-650 milljóna íslenskra króna en hefur engan veginn staðið undir væntingum. Danski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. 31. júlí 2020 09:00 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
FC Köbenhavn hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Blaðamenn BT rýndu af því tilefni í leikmannakaup félagsins. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en komst líka í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. BT skoðaði hvaða leikmenn FCK hefði fengið í þremur síðustu félagaskiptagluggum og komst að þeirri niðurstöðu að félagið tapaði milljónum danskra króna á nokkrum stjörnuleikmönnum. Ragnar Sigurðssonar hefur aftur á móti ekki valdið félaginu fjárhagslegum skaða, að mati blaðsins. Hann kom enda frítt frá Krasnodar í Rússlandi. Ragnar hefur þó aðeins náð að spila átta leiki fyrir liðið, í deild og Evrópudeild, en misst af 19 leikjum þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn. Ragnar er þó ekki meiddur þessa dagana, hefur byrjað þrjá síðustu leiki FCK og er klár í slaginn með Íslandi gegn Rúmeníu eftir viku. Mikið meiddur en viðskiptin engin katastrófa Ragnar kom til FCK, í annað sinn á ferlinum, í janúar og gerði samning sem gilti til loka júní. Hann framlengdi samninginn til skamms tíma, þar sem keppnishald frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins, og skrifaði svo undir nýjan samning við FCK í lok júlí. Sá samningur gildir fram á næsta sumar. Í umsögn BT um Ragnar segir: „Íslendingurinn sneri aftur ókeypis en er að sjálfsögðu á góðum launum – sérstaklega á fyrsta skammtímasamningnum. Með nýjasta samningum hefur hann lækkað umtalsvert í launum til að sýna sinn velvilja, og þó að hann hafi verið mikið meiddur og ekki í formi þá geta þessi viðskipti ekki talist katastrófa.“ Miðillinn segir FCK hins vegar hafa tapað miklu fé á nokkrum öðrum leikmönnum, sérstaklega Pep Biel sem kom frá Zaragoza fyrir jafnvirði um 550-650 milljóna íslenskra króna en hefur engan veginn staðið undir væntingum.
Danski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. 31. júlí 2020 09:00 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. 31. júlí 2020 09:00