Segir laun Ragnars hafa lækkað umtalsvert og komu hans enga katastrófu Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2020 13:00 Ragnar Sigurðsson á ferðinni í 2-2 jafnteflinu við Velje um helgina. vísir/getty FC Köbenhavn hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Blaðamenn BT rýndu af því tilefni í leikmannakaup félagsins. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en komst líka í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. BT skoðaði hvaða leikmenn FCK hefði fengið í þremur síðustu félagaskiptagluggum og komst að þeirri niðurstöðu að félagið tapaði milljónum danskra króna á nokkrum stjörnuleikmönnum. Ragnar Sigurðssonar hefur aftur á móti ekki valdið félaginu fjárhagslegum skaða, að mati blaðsins. Hann kom enda frítt frá Krasnodar í Rússlandi. Ragnar hefur þó aðeins náð að spila átta leiki fyrir liðið, í deild og Evrópudeild, en misst af 19 leikjum þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn. Ragnar er þó ekki meiddur þessa dagana, hefur byrjað þrjá síðustu leiki FCK og er klár í slaginn með Íslandi gegn Rúmeníu eftir viku. Mikið meiddur en viðskiptin engin katastrófa Ragnar kom til FCK, í annað sinn á ferlinum, í janúar og gerði samning sem gilti til loka júní. Hann framlengdi samninginn til skamms tíma, þar sem keppnishald frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins, og skrifaði svo undir nýjan samning við FCK í lok júlí. Sá samningur gildir fram á næsta sumar. Í umsögn BT um Ragnar segir: „Íslendingurinn sneri aftur ókeypis en er að sjálfsögðu á góðum launum – sérstaklega á fyrsta skammtímasamningnum. Með nýjasta samningum hefur hann lækkað umtalsvert í launum til að sýna sinn velvilja, og þó að hann hafi verið mikið meiddur og ekki í formi þá geta þessi viðskipti ekki talist katastrófa.“ Miðillinn segir FCK hins vegar hafa tapað miklu fé á nokkrum öðrum leikmönnum, sérstaklega Pep Biel sem kom frá Zaragoza fyrir jafnvirði um 550-650 milljóna íslenskra króna en hefur engan veginn staðið undir væntingum. Danski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. 31. júlí 2020 09:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
FC Köbenhavn hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Blaðamenn BT rýndu af því tilefni í leikmannakaup félagsins. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en komst líka í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. BT skoðaði hvaða leikmenn FCK hefði fengið í þremur síðustu félagaskiptagluggum og komst að þeirri niðurstöðu að félagið tapaði milljónum danskra króna á nokkrum stjörnuleikmönnum. Ragnar Sigurðssonar hefur aftur á móti ekki valdið félaginu fjárhagslegum skaða, að mati blaðsins. Hann kom enda frítt frá Krasnodar í Rússlandi. Ragnar hefur þó aðeins náð að spila átta leiki fyrir liðið, í deild og Evrópudeild, en misst af 19 leikjum þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn. Ragnar er þó ekki meiddur þessa dagana, hefur byrjað þrjá síðustu leiki FCK og er klár í slaginn með Íslandi gegn Rúmeníu eftir viku. Mikið meiddur en viðskiptin engin katastrófa Ragnar kom til FCK, í annað sinn á ferlinum, í janúar og gerði samning sem gilti til loka júní. Hann framlengdi samninginn til skamms tíma, þar sem keppnishald frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins, og skrifaði svo undir nýjan samning við FCK í lok júlí. Sá samningur gildir fram á næsta sumar. Í umsögn BT um Ragnar segir: „Íslendingurinn sneri aftur ókeypis en er að sjálfsögðu á góðum launum – sérstaklega á fyrsta skammtímasamningnum. Með nýjasta samningum hefur hann lækkað umtalsvert í launum til að sýna sinn velvilja, og þó að hann hafi verið mikið meiddur og ekki í formi þá geta þessi viðskipti ekki talist katastrófa.“ Miðillinn segir FCK hins vegar hafa tapað miklu fé á nokkrum öðrum leikmönnum, sérstaklega Pep Biel sem kom frá Zaragoza fyrir jafnvirði um 550-650 milljóna íslenskra króna en hefur engan veginn staðið undir væntingum.
Danski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. 31. júlí 2020 09:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. 31. júlí 2020 09:00