Sara Björk fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 16:00 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar sigri í Meistaradeildinni með liðsfélögum sínum í Lyon og Evrópumeistarabikarnum. VÍSIR/GETTY Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildar kvenna í fótbolta en þessi verðlaun voru afhent í fyrsta sinn í dag. Leikmenn Olympique Lyon voru sigursælir á verðlaunahátíð Meistaradeildar kvenna en verðlaunin fóru þó ekki til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem var tilnefnd sem besti miðjumaður tímabilsins. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA verðlaunar fyrir leikstöður hjá konunum og þetta er því söguleg verðlaun. Karlarnir hafa fengið slík verðlaun undanfarin ár. Þjálfarar liðanna sem komust í átta liða úrslitin og tuttugu blaðamenn sem sérhæfa sig í umfjöllun um kvennafótboltann völdu bestu leikmennina hjá konunum. UEFA var síðan áður búið að gefa það út hverjar urðu þrjár efstar í kosningunni í hverri stöðu. Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað tímabil í Meistaradeildinni þar sem hún vann bæði gull og silfur. Bæði lið henna fóru nefnilega í úrslitaleikinn þar sem Sara Björk skoraði eitt marka Olympique Lyon í 3-1 sigri á hennar gömlu félögum í Wolfsburg. Verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar fóru til Dzsenifer Marozsán en auk hennar og Söru þá var Alex Popp, fyrirliði Wolfsburg, tilnefnd. Kevin De Bruyne hjá Manchester City fékk sömu verðlaun hjá körlunum. Verðlaunin streymdu til leikmanna Lyon. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyon, var valin besti markvörður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Manuel Neuer, markvarðar Bayern München. Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon, var valin besti varnarmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Joshua Kimmich, bakvarðar Bayern München. Verðlaun UEFA: Pernille Harder, fyrrum liðsfélagi Söru Bjarkar hjá þýska félaginu Wolfsburg var kosin besti sóknarmaður Meistaradeildarinnar en þar fóru verðlaunin ekki til Lyon. Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona). Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Wendie Renard, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg). Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg). Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Pernille Harder, Wolfsburg Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal) Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildar kvenna í fótbolta en þessi verðlaun voru afhent í fyrsta sinn í dag. Leikmenn Olympique Lyon voru sigursælir á verðlaunahátíð Meistaradeildar kvenna en verðlaunin fóru þó ekki til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem var tilnefnd sem besti miðjumaður tímabilsins. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA verðlaunar fyrir leikstöður hjá konunum og þetta er því söguleg verðlaun. Karlarnir hafa fengið slík verðlaun undanfarin ár. Þjálfarar liðanna sem komust í átta liða úrslitin og tuttugu blaðamenn sem sérhæfa sig í umfjöllun um kvennafótboltann völdu bestu leikmennina hjá konunum. UEFA var síðan áður búið að gefa það út hverjar urðu þrjár efstar í kosningunni í hverri stöðu. Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað tímabil í Meistaradeildinni þar sem hún vann bæði gull og silfur. Bæði lið henna fóru nefnilega í úrslitaleikinn þar sem Sara Björk skoraði eitt marka Olympique Lyon í 3-1 sigri á hennar gömlu félögum í Wolfsburg. Verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar fóru til Dzsenifer Marozsán en auk hennar og Söru þá var Alex Popp, fyrirliði Wolfsburg, tilnefnd. Kevin De Bruyne hjá Manchester City fékk sömu verðlaun hjá körlunum. Verðlaunin streymdu til leikmanna Lyon. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyon, var valin besti markvörður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Manuel Neuer, markvarðar Bayern München. Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon, var valin besti varnarmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Joshua Kimmich, bakvarðar Bayern München. Verðlaun UEFA: Pernille Harder, fyrrum liðsfélagi Söru Bjarkar hjá þýska félaginu Wolfsburg var kosin besti sóknarmaður Meistaradeildarinnar en þar fóru verðlaunin ekki til Lyon. Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona). Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Wendie Renard, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg). Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg). Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Pernille Harder, Wolfsburg Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal)
Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona). Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Wendie Renard, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg). Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg). Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Pernille Harder, Wolfsburg Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal)
Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Sjá meira