Ragnar Örn: Held ég sé að verða of gamall Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 21:50 Ragnar Örn Bragason var sáttur með leik kvöldsins. Eyþór „Í fyrsta lagi er alltaf gaman að vinna og hrikalega mikilvægt að byrja vel. Við erum mjög ánægðir með það. Okkur er ekkert spáð frábæru gengi en við höfum heldur betur trú á okkur,“ sagði Ragnar Örn Bragason eftir góðan sigur Þórs í Þorlákshöfn á Haukum í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Í spá sem Íþróttadeild Vísis og Stöð 2 Sport birti fyrir tímabilið var Þórsurum spáð í 10.sæti í Dominos-deildinni sem þýðir áframhaldandi veru í deildinni en enga úrslitakeppni. Eru Þórsarar eitthvað að spá í þessum spám? „Nei, alls ekki. Ég heyri þetta bara frá vinnufélögunum sem eru að ræða þetta. Vonandi get ég hlegið að þeim í lok tímabilsins.“ Kári Jónsson, hinn frábæri leikmaður Hauka, olli Þórsurum miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum. Hann skoraði þá 21 stig en heimamenn náðu að loka betur á hann í þeim síðari þar sem hann bætti aðeins við sex stigum. „Við ætluðum að reyna að stoppa vinstri höndina á honum, hann er fáránlega góður þegar hann nær að komast þangað og mér fannst hann fá að gera það of oft í fyrri hálfleiknum.“ „Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, láta hann setja boltann á hægri og það skilaði því að hann skoraði mun færri stig í seinni hálfleiknum.“ Ragnar Örn skoraði tvö síðustu stig leiksins með glæsilegri troðslu í þann mund sem tíminn var að renna út. Það hlýtur að vera gaman að geta sett punktinn yfir i-ið á þann hátt í fyrstu umferðinni? „Jú, heldur betur. Fyrir utan að ég fékk smá tak í kálfann þannig að ég held að ég sé að verða of gamall. Það var samt mjög ljúft að enda leikinn svona,“ sagði Ragnar Örn kampakátur að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Haukar 105-97 | Þórsarar byrja á góðum sigri Þór Þorlákshöfn hóf Domino´s deild karla í körfubolta á sigri er þeir fengu Hauka í heimsókn í kvöld. 1. október 2020 21:05 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira
„Í fyrsta lagi er alltaf gaman að vinna og hrikalega mikilvægt að byrja vel. Við erum mjög ánægðir með það. Okkur er ekkert spáð frábæru gengi en við höfum heldur betur trú á okkur,“ sagði Ragnar Örn Bragason eftir góðan sigur Þórs í Þorlákshöfn á Haukum í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Í spá sem Íþróttadeild Vísis og Stöð 2 Sport birti fyrir tímabilið var Þórsurum spáð í 10.sæti í Dominos-deildinni sem þýðir áframhaldandi veru í deildinni en enga úrslitakeppni. Eru Þórsarar eitthvað að spá í þessum spám? „Nei, alls ekki. Ég heyri þetta bara frá vinnufélögunum sem eru að ræða þetta. Vonandi get ég hlegið að þeim í lok tímabilsins.“ Kári Jónsson, hinn frábæri leikmaður Hauka, olli Þórsurum miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum. Hann skoraði þá 21 stig en heimamenn náðu að loka betur á hann í þeim síðari þar sem hann bætti aðeins við sex stigum. „Við ætluðum að reyna að stoppa vinstri höndina á honum, hann er fáránlega góður þegar hann nær að komast þangað og mér fannst hann fá að gera það of oft í fyrri hálfleiknum.“ „Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, láta hann setja boltann á hægri og það skilaði því að hann skoraði mun færri stig í seinni hálfleiknum.“ Ragnar Örn skoraði tvö síðustu stig leiksins með glæsilegri troðslu í þann mund sem tíminn var að renna út. Það hlýtur að vera gaman að geta sett punktinn yfir i-ið á þann hátt í fyrstu umferðinni? „Jú, heldur betur. Fyrir utan að ég fékk smá tak í kálfann þannig að ég held að ég sé að verða of gamall. Það var samt mjög ljúft að enda leikinn svona,“ sagði Ragnar Örn kampakátur að lokum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Haukar 105-97 | Þórsarar byrja á góðum sigri Þór Þorlákshöfn hóf Domino´s deild karla í körfubolta á sigri er þeir fengu Hauka í heimsókn í kvöld. 1. október 2020 21:05 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Haukar 105-97 | Þórsarar byrja á góðum sigri Þór Þorlákshöfn hóf Domino´s deild karla í körfubolta á sigri er þeir fengu Hauka í heimsókn í kvöld. 1. október 2020 21:05