Innlent

Viðræðum slitið við grunnskólakennara

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kjaraviðræðurnar eru komnar á borð ríkissáttasemjara.
Kjaraviðræðurnar eru komnar á borð ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag.

Þetta kemur fram á vef KÍ þar sem egir að viðræðuáætlun Sambandsins og Félags grunnskólakennara hafi gert ráð fyrir að viðræðum yrði loki með nýjum samningi eigi síðar en 1. október, í dag.

Á vef KÍ segir að samninganefnd kennara hafi lagt fram lausn í gær sem falið hafi í sér þrjá liði.

  1. Hækkun launa samkvæmt lífskjarasamningnum og samningstíma til 30. júní 2021.
  2. Innleiðing starfsmats samkvæmt starfsmatskerfinu SAMSTARF fyrir félagsmenn FG sem tæki gildi 1. ágúst 2021.
  3. Umsamin bókun um sveigjanlegt starfsumhverfi kennara, sem samið var um í viðræðuáætlun, yrði færð inn sem kjarasamningsgrein.

„Það eru vonbrigði að greina frá því að SNS hafnaði lausninni og hefur slitið viðræðum og vísað kjaraviðræðunum til ríkissáttasemjara," segir í tölvupósti sem sendur var félagsmönnum fyrr í kvöld, að því er fram kemur á vef KÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×