Segir rétt að refsa Foden og Greenwood áfram fyrir hegðun þeirra á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 09:30 Phil Foden og Mason Greenwood á æfingu með enska landsliðinu. Getty/Mike Egerton Ensku vandræðagemlingarnir frá því í Bændahöllinni voru ekki valdir í nýjasta enska landsliðshópinn í gær og sérfræðingur á breska ríkisútvarpinu segir það vera rétta ákvörðun hjá enska landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate valdi í gær sinn fyrsta landsliðshóp eftir ferðalagið til Íslands þar sem tveir af efnilegustu leikmönnum enska landsliðsins gerðust sekir um að brjóta sóttkví með því að hitta íslenskar stelpur á hóteli enska landsliðsins. Southgate sendi þá Phil Foden og Mason Greenwood heim frá Íslandi með skömm þegar upp komst um hegðun þeirra og þeir misstu því af seinni leiknum í landsliðsglugganum sem var á móti Danmörku. Phil Foden og Mason Greenwood missa líka af næstu þremur leikjum liðsins því Gareth Southgate valdi þá ekki í landsliðshópinn sinn fyrir komandi leiki á móti Wales, Belgíu og Danmörku. Phil McNulty, knattspyrnusérfræðingur á breska ríkisútvarpinu, er sammála ákvörðun Southgate að refsa Foden og Greenwood áfram fyrir hegðun þeirra á Íslandi. Phil Foden and Mason Greenwood's omissions from Gareth Southgate's England squad are 'perfectly justified'.@philmcnulty's analysis https://t.co/gvUjhdyFU8#bbcfootball pic.twitter.com/HvoRcXUaeG— BBC Sport (@BBCSport) October 2, 2020 „Southgate átti rétt á því að vera reiður út í þá Foden og Greenwood fyrir heimskupör þeirra og það að þeir brugðust hans trausti á Íslandi. Það var því óumflýjanlegt að þeir yrðu ekki með að þessu sinni. Þeir þurfa að fálengri tíma til að hugsa betur um hvað þeir gerðu,“ skrifaði Phil McNulty. McNulty er þó viss um að þeir Phil Foden og Mason Greenwood verði ekki lengi í skammakróknum hjá Gareth Southgate. „Foden og Greenwood verða báðir komnir aftur inn í landsliðið áður en langt um líður. Þetta eru tveir mjög hæfileikaríkir leikmenn sem hafa alla burði til að spila lykilhlutverk í enska landsliðinu á Evrópumótinu næsta sumar sem og mörg ár í viðbót,“ skrifaði McNulty. „Það er aftur á móti fullkomlega réttlætanlegt að Southgate skuli núna ítreka skilaboð sín um það sem á ekki að koma fyrir innan enska hópsins. Það er líka gott fyrir strákana að stíga aðeins út úr sviðsljósinu eftir að hafa eignað sér allar þessar fyrirsagnir sem landsliðsþjálfarinn þarf ekki á að halda,“ skrifaði McNulty. Það má sjá allan pistil hans hér. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Ensku vandræðagemlingarnir frá því í Bændahöllinni voru ekki valdir í nýjasta enska landsliðshópinn í gær og sérfræðingur á breska ríkisútvarpinu segir það vera rétta ákvörðun hjá enska landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate valdi í gær sinn fyrsta landsliðshóp eftir ferðalagið til Íslands þar sem tveir af efnilegustu leikmönnum enska landsliðsins gerðust sekir um að brjóta sóttkví með því að hitta íslenskar stelpur á hóteli enska landsliðsins. Southgate sendi þá Phil Foden og Mason Greenwood heim frá Íslandi með skömm þegar upp komst um hegðun þeirra og þeir misstu því af seinni leiknum í landsliðsglugganum sem var á móti Danmörku. Phil Foden og Mason Greenwood missa líka af næstu þremur leikjum liðsins því Gareth Southgate valdi þá ekki í landsliðshópinn sinn fyrir komandi leiki á móti Wales, Belgíu og Danmörku. Phil McNulty, knattspyrnusérfræðingur á breska ríkisútvarpinu, er sammála ákvörðun Southgate að refsa Foden og Greenwood áfram fyrir hegðun þeirra á Íslandi. Phil Foden and Mason Greenwood's omissions from Gareth Southgate's England squad are 'perfectly justified'.@philmcnulty's analysis https://t.co/gvUjhdyFU8#bbcfootball pic.twitter.com/HvoRcXUaeG— BBC Sport (@BBCSport) October 2, 2020 „Southgate átti rétt á því að vera reiður út í þá Foden og Greenwood fyrir heimskupör þeirra og það að þeir brugðust hans trausti á Íslandi. Það var því óumflýjanlegt að þeir yrðu ekki með að þessu sinni. Þeir þurfa að fálengri tíma til að hugsa betur um hvað þeir gerðu,“ skrifaði Phil McNulty. McNulty er þó viss um að þeir Phil Foden og Mason Greenwood verði ekki lengi í skammakróknum hjá Gareth Southgate. „Foden og Greenwood verða báðir komnir aftur inn í landsliðið áður en langt um líður. Þetta eru tveir mjög hæfileikaríkir leikmenn sem hafa alla burði til að spila lykilhlutverk í enska landsliðinu á Evrópumótinu næsta sumar sem og mörg ár í viðbót,“ skrifaði McNulty. „Það er aftur á móti fullkomlega réttlætanlegt að Southgate skuli núna ítreka skilaboð sín um það sem á ekki að koma fyrir innan enska hópsins. Það er líka gott fyrir strákana að stíga aðeins út úr sviðsljósinu eftir að hafa eignað sér allar þessar fyrirsagnir sem landsliðsþjálfarinn þarf ekki á að halda,“ skrifaði McNulty. Það má sjá allan pistil hans hér.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira