Finnur Freyr: Ennþá að þróa okkar stíl Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 3. október 2020 09:00 Finnur Freyr spakur á hliðarlínunni í leik gærkvöldsins. Vísir/Vilhelm Finnur Freyr Stefánsson var hundfúll eftir að Valsliðið hans tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Stjörnunni eftir að hafa leitt bróðurpart leiksins. Leikurinn hefði að hans mati getað farið á báða vegi undir lokin en leikform hans manna þyrfti að batna. Valur tapaði 86-91 fyrir Stjörnunni á heimavelli í fyrsta leik Domino´s deildar karla í gærkvöld. „Kannski komnir stutt á veg. Mér fannst við fá fullt af fínum skotum og skotum sem við munum setja þegar líður á tímabilið,“ sagði Finnur strax byrjaður að líta til næstu leikja. „Ég er eiginlega fúlastur með hluti sem að við ræddum um að við vildum gera varnarlega en klikkuðum á í seinni hálfleik,“ hélt Finnur áfram, en liðið hans missti leikinn aðeins frá sér í seinni hálfleik þegar fór að draga aðeins af aðalmönnum hans. Hann hrósaði hins vegar andstæðingunum sínum. „Stjörnuliðið frábært og Mirza flottur í seinni hálfleik,“ sagði Finnur, en Mirza Sarajlija, evrópskur leikmaður Stjörnunnar lék Valsmenn grátt á köflum í leiknum. Mistök Valsliðsins í leiknum voru fjölmörg að mati Finns og hann var ekki lengi að benda á hvað fór illa. „Tapaðir boltar, þriggja stiga körfur eftir sóknarfráköst og óþarfa hraðaupphlaup og sniðskot,“ útskýrði hann sem ástæður þess að þeir hefðu misst frá sér þennan fyrsta deildarleik tímabilsins. Framlag bekkjarins hjá Val var lítið í leiknum en Finnur Freyr hafði engar sérstakar áhyggjur af því. „Nei, ekki á þessum tímapunkti.“ Finnur Freyr sagði að lið hans væri enn að hrista sig saman á meðan að Stjarnan væri að þeir væru í bili lengra komnir í undirbúningi sínum. „Munurinn á okkur og Stjörnunni er að þeir eru búnir að finna sinn stíl á meðan að við erum ennþá að þróa okkar,“ sagði hann, enda hefði hans lið ekki náð að æfa mjög lengi saman. Þá vantar líka ennþá bandarískan leikmann, enn sem komið er. Gleðin með að tímabilið væri loksins hafið á ný leyndi sér ekki þó að lið Finns hafi tapað í kvöld. „Gaman að vera kominn heim og gaman að vera aftur farinn að tuða í íslenskum dómurum,“ sagði Finnur með bros á vör og bætti við hve gaman væri að vera að spila aftur gegn leikmönnum og þjálfurum sem að hann þekkti vel. Finnur bjóst fyllilega við að áhorfendur myndu halda áfram að skila sér jafn vel ef ekki betur og í kvöld. „Ég hef fulla trú á því að við getum komið fleirum í stúkuna og orðið betri og betri eftir því sem á líður,“ sagði hann að lokum um mætingu áhangenda Vals og frammistöðu liðsins. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 23:45 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson var hundfúll eftir að Valsliðið hans tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Stjörnunni eftir að hafa leitt bróðurpart leiksins. Leikurinn hefði að hans mati getað farið á báða vegi undir lokin en leikform hans manna þyrfti að batna. Valur tapaði 86-91 fyrir Stjörnunni á heimavelli í fyrsta leik Domino´s deildar karla í gærkvöld. „Kannski komnir stutt á veg. Mér fannst við fá fullt af fínum skotum og skotum sem við munum setja þegar líður á tímabilið,“ sagði Finnur strax byrjaður að líta til næstu leikja. „Ég er eiginlega fúlastur með hluti sem að við ræddum um að við vildum gera varnarlega en klikkuðum á í seinni hálfleik,“ hélt Finnur áfram, en liðið hans missti leikinn aðeins frá sér í seinni hálfleik þegar fór að draga aðeins af aðalmönnum hans. Hann hrósaði hins vegar andstæðingunum sínum. „Stjörnuliðið frábært og Mirza flottur í seinni hálfleik,“ sagði Finnur, en Mirza Sarajlija, evrópskur leikmaður Stjörnunnar lék Valsmenn grátt á köflum í leiknum. Mistök Valsliðsins í leiknum voru fjölmörg að mati Finns og hann var ekki lengi að benda á hvað fór illa. „Tapaðir boltar, þriggja stiga körfur eftir sóknarfráköst og óþarfa hraðaupphlaup og sniðskot,“ útskýrði hann sem ástæður þess að þeir hefðu misst frá sér þennan fyrsta deildarleik tímabilsins. Framlag bekkjarins hjá Val var lítið í leiknum en Finnur Freyr hafði engar sérstakar áhyggjur af því. „Nei, ekki á þessum tímapunkti.“ Finnur Freyr sagði að lið hans væri enn að hrista sig saman á meðan að Stjarnan væri að þeir væru í bili lengra komnir í undirbúningi sínum. „Munurinn á okkur og Stjörnunni er að þeir eru búnir að finna sinn stíl á meðan að við erum ennþá að þróa okkar,“ sagði hann, enda hefði hans lið ekki náð að æfa mjög lengi saman. Þá vantar líka ennþá bandarískan leikmann, enn sem komið er. Gleðin með að tímabilið væri loksins hafið á ný leyndi sér ekki þó að lið Finns hafi tapað í kvöld. „Gaman að vera kominn heim og gaman að vera aftur farinn að tuða í íslenskum dómurum,“ sagði Finnur með bros á vör og bætti við hve gaman væri að vera að spila aftur gegn leikmönnum og þjálfurum sem að hann þekkti vel. Finnur bjóst fyllilega við að áhorfendur myndu halda áfram að skila sér jafn vel ef ekki betur og í kvöld. „Ég hef fulla trú á því að við getum komið fleirum í stúkuna og orðið betri og betri eftir því sem á líður,“ sagði hann að lokum um mætingu áhangenda Vals og frammistöðu liðsins.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 23:45 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 23:45