Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2020 08:00 JOe Biden í Michigan í gærkvöldi. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. Veiran myndi ekki hverfa sjálfkrafa og umfangsmikil skimun um gervöll Bandaríkin, ekki bara í Hvíta húsinu, væri nauðsynleg. Þetta sagði Biden í ræðu í Michigan og sagði hann einnig að nú þyrftu Bandaríkjamenn að koma saman. Hann tilkynnti þar að auki að framboð hans myndi taka neikvæðar auglýsingar um Trump úr birtingu og óskaði hann forsetanum velfarnaðar. Samkvæmt heimildum Politico var starfsmönnum framboðs Biden skipað að stíga varlega til jarðar, fljótt eftir að fregnir bárust af smiti forsetans. Þau ættu ekki að gera grín að Trump á nokkurn hátt og ekki tala við fjölmiðla í bili. Almenningur myndi sjálfur komast að þeirri niðurstöðu að mistök forsetans í því að vernda þjóðina og að taka faraldurinn alvarlega hefði komið niður á honum sjálfum. Það að gera grín að Biden fyrir að vera með grímu og stunda félagsforðun myndi nú mögulega kosta hann annað kjörtímabil. Donald Trump var fluttur á sjúkrahús í gær og verður hann líklega þar í nokkra daga. Í myndbandi sem birt var í gærkvöldi sagðist forsetinn við góða heilsu. Einn viðmælandi miðilsins sagði að framboðið hefði farið í dvala í gær. Greinandi Demókrataflokksins, sem AP fréttaveitan ræddi við, sló á svipaða strengi. „Hann [Biden] þarf ekki að segja: Ég varaði þig við. Sagan er að segja: Ég varaði þið við,“ sagði Maria Cardona. Annar viðmælandi sagði að ekki þyrfti að minna Bandaríkjamenn á að þeir ættu í vandræðum. Þeir væru meðvitaðir um það. Það þyrfti hins vegar að minna þá á að það væri hægt að takast á við vandann. Það sé betri leið í boði. Trump-liðar í áfalli Starfsmenn framboðs Trump eru sagðir í áfalli eftir gærdaginn og leita forsvarsmenn framboðsins nú að leiðum fram á við, því allar þær áætlanir sem búið var að gera eru fyrir bí. Gera þarf nýjar áætlanir varðandi kosningafundi Trump, fjáröflun og margt annað. Eftir að hafa varið mikilli orku til þess að beina sjónum kjósenda í Bandaríkjunum frá nýju kórónuveirunni og hvernig haldið hefur verið að á vörnum gegn henni, þurfa forsvarsmenn framboðs Trump nú að takast á við að líklegast verði fátt annað til umræðu. Einungis mánuður er í kosningar og kannanir sýna að Biden er í sterkri stöðu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Biden ekki með Covid-19 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. 2. október 2020 16:41 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. Veiran myndi ekki hverfa sjálfkrafa og umfangsmikil skimun um gervöll Bandaríkin, ekki bara í Hvíta húsinu, væri nauðsynleg. Þetta sagði Biden í ræðu í Michigan og sagði hann einnig að nú þyrftu Bandaríkjamenn að koma saman. Hann tilkynnti þar að auki að framboð hans myndi taka neikvæðar auglýsingar um Trump úr birtingu og óskaði hann forsetanum velfarnaðar. Samkvæmt heimildum Politico var starfsmönnum framboðs Biden skipað að stíga varlega til jarðar, fljótt eftir að fregnir bárust af smiti forsetans. Þau ættu ekki að gera grín að Trump á nokkurn hátt og ekki tala við fjölmiðla í bili. Almenningur myndi sjálfur komast að þeirri niðurstöðu að mistök forsetans í því að vernda þjóðina og að taka faraldurinn alvarlega hefði komið niður á honum sjálfum. Það að gera grín að Biden fyrir að vera með grímu og stunda félagsforðun myndi nú mögulega kosta hann annað kjörtímabil. Donald Trump var fluttur á sjúkrahús í gær og verður hann líklega þar í nokkra daga. Í myndbandi sem birt var í gærkvöldi sagðist forsetinn við góða heilsu. Einn viðmælandi miðilsins sagði að framboðið hefði farið í dvala í gær. Greinandi Demókrataflokksins, sem AP fréttaveitan ræddi við, sló á svipaða strengi. „Hann [Biden] þarf ekki að segja: Ég varaði þig við. Sagan er að segja: Ég varaði þið við,“ sagði Maria Cardona. Annar viðmælandi sagði að ekki þyrfti að minna Bandaríkjamenn á að þeir ættu í vandræðum. Þeir væru meðvitaðir um það. Það þyrfti hins vegar að minna þá á að það væri hægt að takast á við vandann. Það sé betri leið í boði. Trump-liðar í áfalli Starfsmenn framboðs Trump eru sagðir í áfalli eftir gærdaginn og leita forsvarsmenn framboðsins nú að leiðum fram á við, því allar þær áætlanir sem búið var að gera eru fyrir bí. Gera þarf nýjar áætlanir varðandi kosningafundi Trump, fjáröflun og margt annað. Eftir að hafa varið mikilli orku til þess að beina sjónum kjósenda í Bandaríkjunum frá nýju kórónuveirunni og hvernig haldið hefur verið að á vörnum gegn henni, þurfa forsvarsmenn framboðs Trump nú að takast á við að líklegast verði fátt annað til umræðu. Einungis mánuður er í kosningar og kannanir sýna að Biden er í sterkri stöðu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Biden ekki með Covid-19 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. 2. október 2020 16:41 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Biden ekki með Covid-19 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. 2. október 2020 16:41
Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21
Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09