Segir boðaðar lokanir fáránlegar og vonar að Bjarni bæti honum tjónið Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. október 2020 16:38 Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, er ekki sáttur með boðaðar lokanir líkamsræktarstöðva. World Class Eigandi líkamsræktarstöðva World Class er ósáttur við boðaðar lokanir heilbrigðisyfirvalda á líkamsræktarstöðvum eftir helgi. Hann segir fjárhagslegt tjón af aðgerðunum gríðarlegt. „Ég vona að Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] bæti mér upp þessar hundrað milljónir sem ég tapa á viku,“ segir Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðva World Class, í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta fáránlegt. Auðvitað á að loka bara börum, veitingastöðum og ríkinu og láta liðið vera edrú í staðinn fyrir að „mingla“. Þetta er bara heilbrigði að vera í heilsurækt.“ Fjöldamörk samkomubanns verða lækkuð niður í tuttugu manns í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem væntanlega verður birt á morgun. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun að börum yrði lokað, auk líkamsræktarstöðva. Aðgerðirnar eiga að taka gildi strax eftir helgi og gilda í að minnsta kosti tvær vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan sem uppi væri komin í faraldrinum væri alvarleg. Þá sagði hann að smit hefðu komið upp á líkamsræktarstöðvum. Þetta er í annað sinn sem líkamsræktarstöðvum er lokað frá því að faraldurinn hófst í vor. Stöðvum á landinu var lokað í níu vikur í mars og apríl en hafa þess á milli þurft að lúta fjöldamörkum í samfélaginu. Björn segir að fjárhagslegt tjón vegna þessa hafi verið, og muni verða, gríðarlegt. „Þetta voru 600 miljónir [í tap] og ég fékk 36 milljónir upp í það í hlutabótaleiðinni. Það er allt og sumt. Þannig að maður er ekki glaður með þetta,“ segir Björn. Þegar Vísir ræddi við Björn nú síðdegis var að hefjast samkvæmi vegna opnunar nýrrar World Class-stöðvar í Vatnsmýrinni, sem til stóð að opna nú á mánudag. Björn segir að ekki líti út fyrir að það gangi eftir í ljósi aðgerðanna sem boðaðar hafa verið. Þá gefur Björn lítið fyrir upplýsingaflæði frá yfirvöldum vegna takmarkana og lokana sem bitnað hafa á rekstri hans. „Þeir hafa aldrei talað við okkur. Hvorki fyrir, eftir né á meðan. Ekki spurt hvað við séum að gera eða sagt hvað við eigum að gera. Þannig að þeir hafa bara látið eins og við séum ekki til. Nema þegar þeir segja okkur að loka í gegnum fjölmiðla.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Eigandi líkamsræktarstöðva World Class er ósáttur við boðaðar lokanir heilbrigðisyfirvalda á líkamsræktarstöðvum eftir helgi. Hann segir fjárhagslegt tjón af aðgerðunum gríðarlegt. „Ég vona að Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] bæti mér upp þessar hundrað milljónir sem ég tapa á viku,“ segir Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðva World Class, í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta fáránlegt. Auðvitað á að loka bara börum, veitingastöðum og ríkinu og láta liðið vera edrú í staðinn fyrir að „mingla“. Þetta er bara heilbrigði að vera í heilsurækt.“ Fjöldamörk samkomubanns verða lækkuð niður í tuttugu manns í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem væntanlega verður birt á morgun. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun að börum yrði lokað, auk líkamsræktarstöðva. Aðgerðirnar eiga að taka gildi strax eftir helgi og gilda í að minnsta kosti tvær vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan sem uppi væri komin í faraldrinum væri alvarleg. Þá sagði hann að smit hefðu komið upp á líkamsræktarstöðvum. Þetta er í annað sinn sem líkamsræktarstöðvum er lokað frá því að faraldurinn hófst í vor. Stöðvum á landinu var lokað í níu vikur í mars og apríl en hafa þess á milli þurft að lúta fjöldamörkum í samfélaginu. Björn segir að fjárhagslegt tjón vegna þessa hafi verið, og muni verða, gríðarlegt. „Þetta voru 600 miljónir [í tap] og ég fékk 36 milljónir upp í það í hlutabótaleiðinni. Það er allt og sumt. Þannig að maður er ekki glaður með þetta,“ segir Björn. Þegar Vísir ræddi við Björn nú síðdegis var að hefjast samkvæmi vegna opnunar nýrrar World Class-stöðvar í Vatnsmýrinni, sem til stóð að opna nú á mánudag. Björn segir að ekki líti út fyrir að það gangi eftir í ljósi aðgerðanna sem boðaðar hafa verið. Þá gefur Björn lítið fyrir upplýsingaflæði frá yfirvöldum vegna takmarkana og lokana sem bitnað hafa á rekstri hans. „Þeir hafa aldrei talað við okkur. Hvorki fyrir, eftir né á meðan. Ekki spurt hvað við séum að gera eða sagt hvað við eigum að gera. Þannig að þeir hafa bara látið eins og við séum ekki til. Nema þegar þeir segja okkur að loka í gegnum fjölmiðla.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43
Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24
61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59