Berglind Rós: Erum alltaf mikið betri í seinni hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2020 16:45 Berglind Rós tryggði Fylki stig í dag. Vísir/Bára Berglind Rós Ágústsdóttir bar að venju fyrirliðaband Fylkis er liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í dag er liðin mættust í 16. umferð Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Hún var ekki sátt með að ná aðeins í eitt stig en gat þó fagnað því að hafa tryggt liði sínu eitt stig. Eitthvað sem gerist ekki oft þar sem Berglind verður seint sökuð um að reima markaskóna of oft á sig. „Okkur langaði að vinna leikinn og ætluðum okkur að gera það, orðið frekar langt síðan við unnum leik. Það er betra að fá eitt stig en ekki neitt svo þetta er allt í lagi, ekkert mikið meira en það,“ sagði Berglind Rós að leik loknum. „Það er góð spurning, við breyttum leikkerfi og það hjálpaði töluvert. Við erum alltaf mikið betri í seinni hálfleik, erum mjög lengi í gang og verðum að fara laga það því fyrstu mínúturnar í hverjum leik skipta svo miklu máli. Ég veit ekki hvað gerðist en við komumst í gang í síðari hálfleik og náum að jafna en áttum auðvitað að byrja miklu fyrr,“ sagði Berglind aðspurð hvað hefði breyst hjá Fylki í síðari hálfleik en liðið var varla með í þeim fyrri. Berglind Rós fagnaði marki sínu vel og innilega í dag. Eðlilega þar sem hún skorar ekkert á hverjum degi. Alls er hún með fjögur mörk í 122 leikjum í deild og bikar á ferlinum. „Ég er mjög glöð þegar ég skora, enda gerist það mjög sjaldan. Að jafna leikinn, hjálpa liðinu mínu og við vorum miklu betri en Stjarnan í seinni hálfleik. Þær voru betri í fyrri en við seinni og við áttum að klára þetta svo þetta er mjög súrt“ „Við ætlum að ná 3. sætinu, næsti leikur er á miðvikudaginn svo við þurfum að hugsa vel um okkur og ætlum okkur sigur þar,“ sagði Berglind Rós að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fylkir 1-1 | Baráttan um 3. sætið lifir góðu lífi Liðin í 4. og 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gerðu 1-1 jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. 3. október 2020 15:50 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Berglind Rós Ágústsdóttir bar að venju fyrirliðaband Fylkis er liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í dag er liðin mættust í 16. umferð Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Hún var ekki sátt með að ná aðeins í eitt stig en gat þó fagnað því að hafa tryggt liði sínu eitt stig. Eitthvað sem gerist ekki oft þar sem Berglind verður seint sökuð um að reima markaskóna of oft á sig. „Okkur langaði að vinna leikinn og ætluðum okkur að gera það, orðið frekar langt síðan við unnum leik. Það er betra að fá eitt stig en ekki neitt svo þetta er allt í lagi, ekkert mikið meira en það,“ sagði Berglind Rós að leik loknum. „Það er góð spurning, við breyttum leikkerfi og það hjálpaði töluvert. Við erum alltaf mikið betri í seinni hálfleik, erum mjög lengi í gang og verðum að fara laga það því fyrstu mínúturnar í hverjum leik skipta svo miklu máli. Ég veit ekki hvað gerðist en við komumst í gang í síðari hálfleik og náum að jafna en áttum auðvitað að byrja miklu fyrr,“ sagði Berglind aðspurð hvað hefði breyst hjá Fylki í síðari hálfleik en liðið var varla með í þeim fyrri. Berglind Rós fagnaði marki sínu vel og innilega í dag. Eðlilega þar sem hún skorar ekkert á hverjum degi. Alls er hún með fjögur mörk í 122 leikjum í deild og bikar á ferlinum. „Ég er mjög glöð þegar ég skora, enda gerist það mjög sjaldan. Að jafna leikinn, hjálpa liðinu mínu og við vorum miklu betri en Stjarnan í seinni hálfleik. Þær voru betri í fyrri en við seinni og við áttum að klára þetta svo þetta er mjög súrt“ „Við ætlum að ná 3. sætinu, næsti leikur er á miðvikudaginn svo við þurfum að hugsa vel um okkur og ætlum okkur sigur þar,“ sagði Berglind Rós að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fylkir 1-1 | Baráttan um 3. sætið lifir góðu lífi Liðin í 4. og 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gerðu 1-1 jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. 3. október 2020 15:50 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Fylkir 1-1 | Baráttan um 3. sætið lifir góðu lífi Liðin í 4. og 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gerðu 1-1 jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. 3. október 2020 15:50