Tölvuþrjótar nýti sér heimsfaraldurinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. október 2020 22:37 Netglæpir hafa aukist í kórónuveirufaraldrinum, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra Europol. Einstaklingur hér á landi mun hafa tapað hundrað milljónum króna eftir að hafa lent í klóm netþrjóta. Kórónuveiran virðist hafa reynst olía á eld tölvuþrjóta sem herja nú á fólk sem aldrei fyrr, sér í lagi þegar fleiri þurfa að reiða sig á hina stafrænu tækni. Lögregla og fyrirtæki hafa þannig ítrekað þurft að vara við svindlpóstum, smáskilaboðum og svokölluðum vefveiðum. Netöryggi var til umræðu á málþingi sem samgönguráðuneytið stóð fyrir í Hörpu. „Við sáum glæpamenn reyna að nýta sér ástandið þegar í stað með nýjum tilraunum til að svíkja fé af fólki. Það var mikið um falskar vefsíður sem buðu falskar prufur, til dæmis falskt bóluefni, og það var reynt að stela auðkennum fólks víða um heim,“ segir Sir Rob Wainwright, meðeigandi Deloitte í Evrópu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Europol. Hann segir glæpina hafa breyst mikið í gegnum árin og að netþrjótar finni stöðugt nýjar leiðir við að hafa fé af fólki. „Það hafa komið fram ný form glæpa og þetta hefur sprungið út í netöryggisumhverfinu sem við höfum,“ bætir Wainwright við. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir þetta mikið og vaxandi vandamál en að þau séu flest unnin í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld. Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir tugi mála vera á borði lögreglunnar. „Glæpirnir sem við höfum verið að sjá hafa verið svikapóstar, tölvupóstar þar sem reynt er að fá starfsmenn fyrirtækja til að millifæra peninga," segir Daði. Hann segir um tvo milljarða hafa tapast á árinu vegna netglæpa og að dæmi sé um að einstaklingur hafi tapað hundrað milljónum króna í fjárfestingasvindli. Hann segir þó að líklega séu málin miklu fleiri því fólk og fyrirtæki veigri sér við því að tilkynna um slík brot af ótta við að bíða álitshnekki. „Þetta er mjög stórt vandamál og við fórum yfir upphæðir og þá vorum við kannski að tala um tvo milljarða en við reiknum alveg með töluvert hærri fjárhæðum.“ Netglæpir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netöryggi Tengdar fréttir Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Ekki er talin þörf á að bregðast við því myndefni sem birt er á vefsíðunni Only Fans. Það sé kynferðislegt en ekki klám. 11. september 2020 20:30 Netsvindl undanfarinna vikna vandað, sannfærandi og sérsniðið að Íslendingum Rannsóknarlögreglumaður ræður fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum netþrjótanna. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. 31. ágúst 2020 11:13 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
Netglæpir hafa aukist í kórónuveirufaraldrinum, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra Europol. Einstaklingur hér á landi mun hafa tapað hundrað milljónum króna eftir að hafa lent í klóm netþrjóta. Kórónuveiran virðist hafa reynst olía á eld tölvuþrjóta sem herja nú á fólk sem aldrei fyrr, sér í lagi þegar fleiri þurfa að reiða sig á hina stafrænu tækni. Lögregla og fyrirtæki hafa þannig ítrekað þurft að vara við svindlpóstum, smáskilaboðum og svokölluðum vefveiðum. Netöryggi var til umræðu á málþingi sem samgönguráðuneytið stóð fyrir í Hörpu. „Við sáum glæpamenn reyna að nýta sér ástandið þegar í stað með nýjum tilraunum til að svíkja fé af fólki. Það var mikið um falskar vefsíður sem buðu falskar prufur, til dæmis falskt bóluefni, og það var reynt að stela auðkennum fólks víða um heim,“ segir Sir Rob Wainwright, meðeigandi Deloitte í Evrópu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Europol. Hann segir glæpina hafa breyst mikið í gegnum árin og að netþrjótar finni stöðugt nýjar leiðir við að hafa fé af fólki. „Það hafa komið fram ný form glæpa og þetta hefur sprungið út í netöryggisumhverfinu sem við höfum,“ bætir Wainwright við. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir þetta mikið og vaxandi vandamál en að þau séu flest unnin í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld. Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir tugi mála vera á borði lögreglunnar. „Glæpirnir sem við höfum verið að sjá hafa verið svikapóstar, tölvupóstar þar sem reynt er að fá starfsmenn fyrirtækja til að millifæra peninga," segir Daði. Hann segir um tvo milljarða hafa tapast á árinu vegna netglæpa og að dæmi sé um að einstaklingur hafi tapað hundrað milljónum króna í fjárfestingasvindli. Hann segir þó að líklega séu málin miklu fleiri því fólk og fyrirtæki veigri sér við því að tilkynna um slík brot af ótta við að bíða álitshnekki. „Þetta er mjög stórt vandamál og við fórum yfir upphæðir og þá vorum við kannski að tala um tvo milljarða en við reiknum alveg með töluvert hærri fjárhæðum.“
Netglæpir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netöryggi Tengdar fréttir Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Ekki er talin þörf á að bregðast við því myndefni sem birt er á vefsíðunni Only Fans. Það sé kynferðislegt en ekki klám. 11. september 2020 20:30 Netsvindl undanfarinna vikna vandað, sannfærandi og sérsniðið að Íslendingum Rannsóknarlögreglumaður ræður fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum netþrjótanna. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. 31. ágúst 2020 11:13 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Ekki er talin þörf á að bregðast við því myndefni sem birt er á vefsíðunni Only Fans. Það sé kynferðislegt en ekki klám. 11. september 2020 20:30
Netsvindl undanfarinna vikna vandað, sannfærandi og sérsniðið að Íslendingum Rannsóknarlögreglumaður ræður fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum netþrjótanna. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. 31. ágúst 2020 11:13
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent