Dagskráin: Íslandsmeistarar KR, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Tom Brady, Kjartan Atli og svo miklu miklu meira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2020 06:00 Þessir miklu mátar eru í beinni á Stöð 2 Sport í dag. FIFA/Getty Sunnudagur til sælu, um að gera að eyða honum upp í sófa og horfa á Stöð 2 Sport enda af nægu að taka á rásum okkar í dag. Við sýnum beint frá Pepsi Max deildum karla og kvenna, förum yfir það helsta í Pepsi Max Tilþrifunum, sýnum frá ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, NFL-deildin er á dagskrá sem og spænsku körfuboltinn. Og síðast en ekki síst erum við þrjár beinar útsendingar frá golfmótum sem og Vodafonedeildin í League of Legends er á dagskrá. Íslandsmeistarar KR heimsækja Kórinn í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu klukkan 17:00 í dag en útsending heft tíu mínútum fyrr. Í fyrra töpuðu KR-ingar þessum leik 4-1, þá töpuðu þeir 3-0 fyrir HK fyrr í sumar. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í dag en KR-ingar þurfa nauðsynlega sigur í baráttunni um Evrópusæti. Þaðan förum við neðar í Kópavog þar sem Fylkir er í heimsókn á Kópavogsvelli. Breiðablik vann fyrri viðureign liðanna í sumar 1-0 og því má búast við hörkuleik. Bæði lið í bullandi baráttu um Evrópusæti. Klukkan 21.15 er svo komið að Pepsi Max Tilþrifunum í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Stöð 2 Sport 2 Það er veisla í dag. Ekki flóknara en það. Við sýnum leik Atalanta og Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni klukkan 10.30. Atalanta er eitt skemmtilegasta lið Evrópu þessa dagana og því má búast við mikilli skemmtun. Spánarmeistarar Real Madrid mæta til leiks klukkan 13.50 en þeir heimsækja Levante í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Þaðan förum við aftur til Ítalíu og sjáum leik AC Milan og Spezia. Stórleikur Juventus og Napoli er svo á dagskrá klukkan 18.35 og er það síðasti leikurinn sem við sýnum í beinni. Fyrrum samherjarnir Andrea Pirlo og Gennaro Gattuso mætast þarna á hliðarlínunni í fyrsta skipti. Fríða og Dýrið myndu sumir segja. Verður áhugavert í alla staði. Stöð 2 Sport 3 Þór/KA og Selfoss eigast við í Pepsi Max deild kvenna. Heimastúlkur þurfa sigur til að falla ekki niður um deild meðan Selfoss er að reyna tryggja sér 3. sætið í deildinni. Hefst útsendingin klukkan 13:20. Barcelona tekur á móti Sevilla í stórleik á Spáni klukkan 18.50. Ansu Fati hefur stolið fyrirsögnunum í upphafi tímabils en hvað gerist nú? Stöð 2 Sport 4 Klukkan 09:50 hefst útsending fyrir leik Osasuna og Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni. Klukkan 12.50 er stórleikur Lazio og Inter Milan svo á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Klukkan 16.55 færum við okkur til Bandaríkjanna í NFL-deildina. Lið Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United, og er með Tom Brady í leikstjórnandastöðunni fær Los Angeles Chargers í heimsókn. Las Vegas Raiders fær svo Buffalo Bills í heimsókn í síðari leik dagsins en hann hefst klukkan 20.20. Stöð 2 ESport Spænski körfuboltinn er á dagskrá á ESport stöð okkar því að er ekki pláss annarsstaðar. Martin Hermansson og félagar í Valencia heimsækja Coosur Real Betis klukkan 17.50. Svo förum við beint í Vodafonedeildina í League of Legends. Golfstöðin Klukkan 10.30 hefst bein útsending frá Opna skoska á Evrópumótaröðinni. Klukkan 17.00 er það Shoprite Classic-mótið á LPGA-mótaröðinni og klukkan 20.00 er svo Sanderson Farms-meistaramótið á PGA-mótaröðinni. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Spænski körfuboltinn NFL Golf Rafíþróttir Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Sunnudagur til sælu, um að gera að eyða honum upp í sófa og horfa á Stöð 2 Sport enda af nægu að taka á rásum okkar í dag. Við sýnum beint frá Pepsi Max deildum karla og kvenna, förum yfir það helsta í Pepsi Max Tilþrifunum, sýnum frá ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, NFL-deildin er á dagskrá sem og spænsku körfuboltinn. Og síðast en ekki síst erum við þrjár beinar útsendingar frá golfmótum sem og Vodafonedeildin í League of Legends er á dagskrá. Íslandsmeistarar KR heimsækja Kórinn í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu klukkan 17:00 í dag en útsending heft tíu mínútum fyrr. Í fyrra töpuðu KR-ingar þessum leik 4-1, þá töpuðu þeir 3-0 fyrir HK fyrr í sumar. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í dag en KR-ingar þurfa nauðsynlega sigur í baráttunni um Evrópusæti. Þaðan förum við neðar í Kópavog þar sem Fylkir er í heimsókn á Kópavogsvelli. Breiðablik vann fyrri viðureign liðanna í sumar 1-0 og því má búast við hörkuleik. Bæði lið í bullandi baráttu um Evrópusæti. Klukkan 21.15 er svo komið að Pepsi Max Tilþrifunum í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Stöð 2 Sport 2 Það er veisla í dag. Ekki flóknara en það. Við sýnum leik Atalanta og Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni klukkan 10.30. Atalanta er eitt skemmtilegasta lið Evrópu þessa dagana og því má búast við mikilli skemmtun. Spánarmeistarar Real Madrid mæta til leiks klukkan 13.50 en þeir heimsækja Levante í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Þaðan förum við aftur til Ítalíu og sjáum leik AC Milan og Spezia. Stórleikur Juventus og Napoli er svo á dagskrá klukkan 18.35 og er það síðasti leikurinn sem við sýnum í beinni. Fyrrum samherjarnir Andrea Pirlo og Gennaro Gattuso mætast þarna á hliðarlínunni í fyrsta skipti. Fríða og Dýrið myndu sumir segja. Verður áhugavert í alla staði. Stöð 2 Sport 3 Þór/KA og Selfoss eigast við í Pepsi Max deild kvenna. Heimastúlkur þurfa sigur til að falla ekki niður um deild meðan Selfoss er að reyna tryggja sér 3. sætið í deildinni. Hefst útsendingin klukkan 13:20. Barcelona tekur á móti Sevilla í stórleik á Spáni klukkan 18.50. Ansu Fati hefur stolið fyrirsögnunum í upphafi tímabils en hvað gerist nú? Stöð 2 Sport 4 Klukkan 09:50 hefst útsending fyrir leik Osasuna og Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni. Klukkan 12.50 er stórleikur Lazio og Inter Milan svo á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Klukkan 16.55 færum við okkur til Bandaríkjanna í NFL-deildina. Lið Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United, og er með Tom Brady í leikstjórnandastöðunni fær Los Angeles Chargers í heimsókn. Las Vegas Raiders fær svo Buffalo Bills í heimsókn í síðari leik dagsins en hann hefst klukkan 20.20. Stöð 2 ESport Spænski körfuboltinn er á dagskrá á ESport stöð okkar því að er ekki pláss annarsstaðar. Martin Hermansson og félagar í Valencia heimsækja Coosur Real Betis klukkan 17.50. Svo förum við beint í Vodafonedeildina í League of Legends. Golfstöðin Klukkan 10.30 hefst bein útsending frá Opna skoska á Evrópumótaröðinni. Klukkan 17.00 er það Shoprite Classic-mótið á LPGA-mótaröðinni og klukkan 20.00 er svo Sanderson Farms-meistaramótið á PGA-mótaröðinni.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Spænski körfuboltinn NFL Golf Rafíþróttir Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira