61 smit á jaðri spálíkansins Sylvía Hall skrifar 3. október 2020 23:30 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 „Þetta er sveiflukennt en þetta minnir mig á fyrstu bylgjuna; það komu dagar það sem þetta rauk upp í 86 smit einn daginn, svo datt það aftur niður í sjötíu og svo fór það upp í hundrað. Þetta voru nokkrir dagar sem komu eins og högg inn í kerfið.“ Þetta segir Thor Aspelund líftölfræðingur um þróun faraldursins síðustu daga. 61 greindist með veiruna í dag og voru 39 þeirra ekki í sóttkví. Að sögn Thors er um háa tölu að ræða en hún sé þó ekki alveg út úr korti. Fjöldinn sé á jaðri þess sem spálíkanið gerði ráð fyrir. „Þessi tala, 61, hún er alveg í jaðrinum á því sem telst líklegt ef þú berð það saman við myndina. Það er ekki alveg komið eitthvað út úr spánni eins og þegar maður tók eftir því að þriðja bylgjan var byrjuð, þá stakk talan alveg af,“ segir Thor í samtali við Vísi. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er gert ráð fyrir því að núverandi bylgja muni standa út október. Búast megi við því að yfir eitt þúsund sýkist og allt að sex gætu látist miðað við afleiðinga sjúkdómsins í vetur. Síðasta spálíkan var gefið út á þriðjudag en Thor telur líklegt að það verði uppfært í komandi viku. Það sé nóg að gefa út nýja spá á vikufresti, en nú þurfi til að mynda að taka mið af hertum aðgerðum innanlands. Aðgerðirnar taka gildi á mánudaginn næstkomandi og mega þá aðeins tuttugu koma saman. Líkamsræktarstöðvar verða lokaðar, barir verða lokaðir og einnig spilasalir. Sundlaugar verða áfram opnar en með færri gestum. Thor segir slíkar aðgerðir líklegar til þess að ná betri tökum á faraldrinum. „Tuttugu manna takmarkið í fyrstu bylgjunni hafði mikil áhrif. Maður sá það á smitstuðlinum. Ég á líka von á því núna.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41 „Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. 3. október 2020 11:25 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Þetta er sveiflukennt en þetta minnir mig á fyrstu bylgjuna; það komu dagar það sem þetta rauk upp í 86 smit einn daginn, svo datt það aftur niður í sjötíu og svo fór það upp í hundrað. Þetta voru nokkrir dagar sem komu eins og högg inn í kerfið.“ Þetta segir Thor Aspelund líftölfræðingur um þróun faraldursins síðustu daga. 61 greindist með veiruna í dag og voru 39 þeirra ekki í sóttkví. Að sögn Thors er um háa tölu að ræða en hún sé þó ekki alveg út úr korti. Fjöldinn sé á jaðri þess sem spálíkanið gerði ráð fyrir. „Þessi tala, 61, hún er alveg í jaðrinum á því sem telst líklegt ef þú berð það saman við myndina. Það er ekki alveg komið eitthvað út úr spánni eins og þegar maður tók eftir því að þriðja bylgjan var byrjuð, þá stakk talan alveg af,“ segir Thor í samtali við Vísi. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er gert ráð fyrir því að núverandi bylgja muni standa út október. Búast megi við því að yfir eitt þúsund sýkist og allt að sex gætu látist miðað við afleiðinga sjúkdómsins í vetur. Síðasta spálíkan var gefið út á þriðjudag en Thor telur líklegt að það verði uppfært í komandi viku. Það sé nóg að gefa út nýja spá á vikufresti, en nú þurfi til að mynda að taka mið af hertum aðgerðum innanlands. Aðgerðirnar taka gildi á mánudaginn næstkomandi og mega þá aðeins tuttugu koma saman. Líkamsræktarstöðvar verða lokaðar, barir verða lokaðir og einnig spilasalir. Sundlaugar verða áfram opnar en með færri gestum. Thor segir slíkar aðgerðir líklegar til þess að ná betri tökum á faraldrinum. „Tuttugu manna takmarkið í fyrstu bylgjunni hafði mikil áhrif. Maður sá það á smitstuðlinum. Ég á líka von á því núna.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41 „Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. 3. október 2020 11:25 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41
„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. 3. október 2020 11:25
Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24