Skemmdarverk unnin á Trans-Jesú í skjóli nætur Sylvía Hall skrifar 4. október 2020 17:53 Jesú var skrapaður af í skjóli nætur. Þegar vagnstjóri hjá Strætó ætlaði að fara með vagn á leið í morgun blasti við honum töluvert magn filmu á jörðinni við hliðina á vagninum. Filman reyndist vera af vagninum sjálfum sem auglýsing Sunnudagaskólans prýddi. „Hann ætlaði með vagninn á leið og þá sá hann fullt af filmu á jörðinni og skildi ekkert í því. Svo kíkti hann upp og sér bara þetta – það var búið að skrapa Jesú í burtu af auglýsingunni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við fréttastofu. Jesú-skreytingin hefur vakið mikið umtal frá því að hún birtist upphaflega sem kynningarefni fyrir Sunnudagaskólann. Þar má sjá stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Auglýsingin vakti mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum; sumir töldu hana skref í rétta átt á meðan sumir meðlimir Þjóðkirkjunnar gagnrýndu hana harðlega. Guðmundur segir ljóst að skemmdarverkin beinist einungis að Jesú-myndinni sjálfri. Þar hafi filman verið skröpuð af en aðrir hlutar verksins látnir í friði. „Okkur grunar að einhver hafi komið í nótt og skemmt teikninguna inni á vagnasvæði hjá okkur.“ Öryggismyndavélar eru á svæðinu þar sem vagninn stóð og verður farið yfir efni úr þeim við fyrsta tækifæri. Að sögn Guðmundar er ólíklegt að börn hafi verið að verki þar sem skemmdirnar eru nokkuð hátt uppi. Líkt og sjá má hefur andlit Jesú verið skrapað af sem og brjóst hans. Hann segir stefnt að því að lagfæra vagninn á morgun, enda hafi staðið til að hann myndi aka um götur höfuðborgarsvæðisins í átta vikur. Engar athugasemdir hafi borist Strætó vegna auglýsingarinnar og því hafi þetta komið á óvart þrátt fyrir skiptar skoðanir á samfélagsmiðlum. „Maður veit alveg að þetta var umdeilt, en þetta er sorglegt skemmdarverk.“ Hinsegin Trúmál Þjóðkirkjan Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. 18. september 2020 21:37 Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Þegar vagnstjóri hjá Strætó ætlaði að fara með vagn á leið í morgun blasti við honum töluvert magn filmu á jörðinni við hliðina á vagninum. Filman reyndist vera af vagninum sjálfum sem auglýsing Sunnudagaskólans prýddi. „Hann ætlaði með vagninn á leið og þá sá hann fullt af filmu á jörðinni og skildi ekkert í því. Svo kíkti hann upp og sér bara þetta – það var búið að skrapa Jesú í burtu af auglýsingunni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við fréttastofu. Jesú-skreytingin hefur vakið mikið umtal frá því að hún birtist upphaflega sem kynningarefni fyrir Sunnudagaskólann. Þar má sjá stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Auglýsingin vakti mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum; sumir töldu hana skref í rétta átt á meðan sumir meðlimir Þjóðkirkjunnar gagnrýndu hana harðlega. Guðmundur segir ljóst að skemmdarverkin beinist einungis að Jesú-myndinni sjálfri. Þar hafi filman verið skröpuð af en aðrir hlutar verksins látnir í friði. „Okkur grunar að einhver hafi komið í nótt og skemmt teikninguna inni á vagnasvæði hjá okkur.“ Öryggismyndavélar eru á svæðinu þar sem vagninn stóð og verður farið yfir efni úr þeim við fyrsta tækifæri. Að sögn Guðmundar er ólíklegt að börn hafi verið að verki þar sem skemmdirnar eru nokkuð hátt uppi. Líkt og sjá má hefur andlit Jesú verið skrapað af sem og brjóst hans. Hann segir stefnt að því að lagfæra vagninn á morgun, enda hafi staðið til að hann myndi aka um götur höfuðborgarsvæðisins í átta vikur. Engar athugasemdir hafi borist Strætó vegna auglýsingarinnar og því hafi þetta komið á óvart þrátt fyrir skiptar skoðanir á samfélagsmiðlum. „Maður veit alveg að þetta var umdeilt, en þetta er sorglegt skemmdarverk.“
Hinsegin Trúmál Þjóðkirkjan Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. 18. september 2020 21:37 Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. 18. september 2020 21:37
Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22
Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58
„Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15