Bjartsýnir á bata Trump Sylvía Hall skrifar 4. október 2020 22:30 Læknateymi Trump talar við fjölmiðla fyrir framan Walter Reed hersjúkrahúsið. AP/Jacquelyn Martin Ástand Donald Trump Bandaríkjaforseta batnar með degi hverjum að sögn lækna hans. Hann hefur fengið stera í meðferðinni eftir að súrefnismettun í blóði hans lækkaði en vonir eru bundnar við að hann geti útskrifast á morgun. Sean Conley, læknir forsetans, segir forsetann hafa fengið súrefni í að minnsta kosti eitt skipti áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið á föstudag. Þá hafi súrefnismettun mælst 94 prósent að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, en í heilbrigðri manneskju sé hún 95 prósent eða hærri. Veikindi forsetans hafa vakið mikla athygli líkt og gefur að skilja. Vangaveltur hafa verið uppi varðandi tímalínu smitsins, en forsetinn er sagður hafa greinst fyrr en hann tilkynnti. Í millitíðinni hafi hann sótt hina ýmsu viðburði þar sem ekki var notast við andlitsgrímur. Þá gætu veikindin orðið hitamál í kosningabaráttunni, en kosningar fara fram eftir um það bil mánuð. Trump fékk steralyfið dexamethasone sem hefur verið talið öflugt í baráttunni við alvarleg veikindi af völdum kórónuveirunnar. Dexamethasone eru bólgueyðandi sterar en þeir hafa ekki verið taldir hjálpa mikið á fyrstu stigum sýkingarinnar. Miðað við tímalengd sýkingar forsetans segja læknar hans ætla að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að lækna hann. „Miðað við tímalínu sjúkdómsins erum við að hámarka allt sem við getum gert fyrir hann. Við ákváðum að í þessu tilfelli væri ávinningurinn meiri en áhættan,“ sagði Conley. Donald Trump lendir við Walter Reed hersjúkrahúsið.AP/Jacquelyn Martin Conley gekkst við því að hafa gefið heldur jákvæða lýsingu á veikindum forsetans í gær. Læknateymið hafi ekki viljað veita upplýsingar sem gætu „fært þróun sjúkdómsins í ranga átt“ en það hafi komið út eins og þau væru að reyna að fela eitthvað. Brian Garibaldi, annar læknir í læknateyminu, segir forsetann nokkuð brattan. Hann sé á fótum og tilmælin séu að hann eigi að borða og drekka nóg. Enginn hiti hafi mælst frá því á föstudag en Garibaldi vildi þó ekki tjá sig um hvort skemmdir hefðu sést á lungnamyndum forsetans. Trump er þó talinn vera í áhættuhópi vegna aldurs og líkamsþyngdar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Ástand Donald Trump Bandaríkjaforseta batnar með degi hverjum að sögn lækna hans. Hann hefur fengið stera í meðferðinni eftir að súrefnismettun í blóði hans lækkaði en vonir eru bundnar við að hann geti útskrifast á morgun. Sean Conley, læknir forsetans, segir forsetann hafa fengið súrefni í að minnsta kosti eitt skipti áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið á föstudag. Þá hafi súrefnismettun mælst 94 prósent að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, en í heilbrigðri manneskju sé hún 95 prósent eða hærri. Veikindi forsetans hafa vakið mikla athygli líkt og gefur að skilja. Vangaveltur hafa verið uppi varðandi tímalínu smitsins, en forsetinn er sagður hafa greinst fyrr en hann tilkynnti. Í millitíðinni hafi hann sótt hina ýmsu viðburði þar sem ekki var notast við andlitsgrímur. Þá gætu veikindin orðið hitamál í kosningabaráttunni, en kosningar fara fram eftir um það bil mánuð. Trump fékk steralyfið dexamethasone sem hefur verið talið öflugt í baráttunni við alvarleg veikindi af völdum kórónuveirunnar. Dexamethasone eru bólgueyðandi sterar en þeir hafa ekki verið taldir hjálpa mikið á fyrstu stigum sýkingarinnar. Miðað við tímalengd sýkingar forsetans segja læknar hans ætla að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að lækna hann. „Miðað við tímalínu sjúkdómsins erum við að hámarka allt sem við getum gert fyrir hann. Við ákváðum að í þessu tilfelli væri ávinningurinn meiri en áhættan,“ sagði Conley. Donald Trump lendir við Walter Reed hersjúkrahúsið.AP/Jacquelyn Martin Conley gekkst við því að hafa gefið heldur jákvæða lýsingu á veikindum forsetans í gær. Læknateymið hafi ekki viljað veita upplýsingar sem gætu „fært þróun sjúkdómsins í ranga átt“ en það hafi komið út eins og þau væru að reyna að fela eitthvað. Brian Garibaldi, annar læknir í læknateyminu, segir forsetann nokkuð brattan. Hann sé á fótum og tilmælin séu að hann eigi að borða og drekka nóg. Enginn hiti hafi mælst frá því á föstudag en Garibaldi vildi þó ekki tjá sig um hvort skemmdir hefðu sést á lungnamyndum forsetans. Trump er þó talinn vera í áhættuhópi vegna aldurs og líkamsþyngdar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59
Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09
Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46