Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2020 08:31 Hamborgarar á grillinu hjá Búllunni. Viðbúið er að tekist verði á í dómsal á næstunni um kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar eftir að kröfu um frávísun var hafnað. Málið varðar ákæru héraðsaksóknara frá því í janúar á hendur starfsmanni Hamborgarabúllu Tómasar og TBJ ehf (Tommi's Burger Joint)., rekstrarfélagi Búllunnar, sem og á hendur fyrirtækjunum tveimur, fyrir tollalagabrot og peningaþvætti. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar á tollnúmeri nemur tæpum tuttugu milljónum króna. Málið var þingfest fyrr á árinu en fram kom frávísunarkrafa sem fjallað var um í byrjun september en þeirri kröfu var hafnað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið þannig á leið í aðalmeðferð en ráðgert er að þinghald verði í héraðsdómi í þessari viku. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot með því hafa veitt tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar um tegund kjötafurða, nánar tiltekið frosna nautaframparta, með því að koma því til leiðar að tollamiðlari, sem sinnti tollskjalagerð í umboði félaganna, tilgreindi þær í öllum tilvikum undir röngu tollskráningarnúmeri. Númerið sem notað var við skráningu gildir fyrir kjöt með beini en ekki fyrir beinlaust kjöt líkt og raunverulega var um að ræða samkvæmt ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum. Krefjast refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar Um er að ræða átta tilvik vegna innflutnings fyrirtækjanna tveggja á tímabilinu maí 2016 til apríl 2018 og varðar mismunurinn, það er ávinningurinn af rangri skráningu, um í 19,6 milljónum króna. Þess er krafist að starfsmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákæran á hendur Hamborgarabúllunni varðar peningaþvætti, í tengslum við áðurnefnd meint brot starfsmannsins, í fjórum tilvikum á árunum 2016 og 2017. Fyrirtækið hafi, með greiðslu lægri aðflutningsgjalda en viðkomandi kjötafurðir áttu réttilega að bera, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt sem nemur tæpum átta milljónum króna. Þá sætir félagið TBJ ehf. ákæru fyrir peningaþvætti í tengslum við brot starfsmannsins, með því að hafa í þremur tilvikum á árinu 2017 með sama hætti og Hamborgarabúllan, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt að fjárhæð ríflega 8,6 milljóna króna. Þess er einnig krafist að félögin tvö verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Rúv fjallaði um málið í mars en þá sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður Hamborgarabúllunnar, að mistök hafi verið gerð við útfyllingu tollskýrslu. Kjötið hafi fyrir misskilning verið fært í rangan tollflokk og að ekki hafi verið um ásetning að ræða. Dómsmál Tollgæslan Veitingastaðir Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Sjá meira
Viðbúið er að tekist verði á í dómsal á næstunni um kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar eftir að kröfu um frávísun var hafnað. Málið varðar ákæru héraðsaksóknara frá því í janúar á hendur starfsmanni Hamborgarabúllu Tómasar og TBJ ehf (Tommi's Burger Joint)., rekstrarfélagi Búllunnar, sem og á hendur fyrirtækjunum tveimur, fyrir tollalagabrot og peningaþvætti. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar á tollnúmeri nemur tæpum tuttugu milljónum króna. Málið var þingfest fyrr á árinu en fram kom frávísunarkrafa sem fjallað var um í byrjun september en þeirri kröfu var hafnað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið þannig á leið í aðalmeðferð en ráðgert er að þinghald verði í héraðsdómi í þessari viku. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot með því hafa veitt tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar um tegund kjötafurða, nánar tiltekið frosna nautaframparta, með því að koma því til leiðar að tollamiðlari, sem sinnti tollskjalagerð í umboði félaganna, tilgreindi þær í öllum tilvikum undir röngu tollskráningarnúmeri. Númerið sem notað var við skráningu gildir fyrir kjöt með beini en ekki fyrir beinlaust kjöt líkt og raunverulega var um að ræða samkvæmt ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum. Krefjast refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar Um er að ræða átta tilvik vegna innflutnings fyrirtækjanna tveggja á tímabilinu maí 2016 til apríl 2018 og varðar mismunurinn, það er ávinningurinn af rangri skráningu, um í 19,6 milljónum króna. Þess er krafist að starfsmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákæran á hendur Hamborgarabúllunni varðar peningaþvætti, í tengslum við áðurnefnd meint brot starfsmannsins, í fjórum tilvikum á árunum 2016 og 2017. Fyrirtækið hafi, með greiðslu lægri aðflutningsgjalda en viðkomandi kjötafurðir áttu réttilega að bera, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt sem nemur tæpum átta milljónum króna. Þá sætir félagið TBJ ehf. ákæru fyrir peningaþvætti í tengslum við brot starfsmannsins, með því að hafa í þremur tilvikum á árinu 2017 með sama hætti og Hamborgarabúllan, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt að fjárhæð ríflega 8,6 milljóna króna. Þess er einnig krafist að félögin tvö verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Rúv fjallaði um málið í mars en þá sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður Hamborgarabúllunnar, að mistök hafi verið gerð við útfyllingu tollskýrslu. Kjötið hafi fyrir misskilning verið fært í rangan tollflokk og að ekki hafi verið um ásetning að ræða.
Dómsmál Tollgæslan Veitingastaðir Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Sjá meira