Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2020 22:28 Vegagerðin stefnir að því að bjóða út þverun Þorskafjarðar síðar í haust eða í vetrarbyrjun. Teikning/Vegagerðin. Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Margir spyrja sig nú hvort kærumálum um Teigsskóg sé lokið eftir að öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis var hafnað fyrir helgi. Í lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir: „Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi." „Fyrir okkur sem umhverfissamtök, þá lítur út fyrir að möguleikarnir séu uppurnir," svarar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, spurningunni, og bætir við að þau séu bæði sorgmædd og svartsýn um framhaldið, en segir það þó verða skoðað áfram. Horft út Djúpafjörð af Hjallahálsi. Þvera á fjörðinn milli Hallsteinsness og Gróness.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni telja menn að þótt úrskurðurinn sé afdráttarlaus geti Teigsskógur enn ratað fyrir dómstóla. Vegagerðin hyggst bjóða út þverun Þorskafjarðar síðar í haust eða í vetrarbyrjun, að sögn Magnúsar Vals Jóhannssonar, framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs. Bent er á að andstæðingar gætu þá reynt að stöðva framkvæmdina með því að krefjast lögbanns og höfða í framhaldinu dómsmál. Þá er ólokið samningum Vegagerðar við landeigendur sem andsnúnir eru veginum. Kærendur vísuðu til þess að við lagningu Hófaskarðsleiðar fyrir rúmum áratug hafi landeigendum við Kópasker tekist með hæstaréttardómi að hrinda eignarnámi á þeirri forsendu að ríkið hafi átt það val að leggja veginn um eigið land. Vegagerðinni var með hæstaréttardómi árið 2008 synjað um eignarnám vegna lokaáfanga Hófaskarðsleiðar næst Kópaskeri.Mynd/Stöð 2. Í áliti Úrskurðarnefndarinnar fyrir helgi er það fordæmi hins vegar ekki talið eiga við um Teigsskóg þar sem aðrir valmöguleikar á veglínu liggi um annað land í einkaeigu en ekki um ríkisjarðir. „Yrði ekki farið um land það sem kærendur eiga yrði eftir atvikum farið með umræddan veg um land annarra landeigenda, en um er að ræða á þriðja tug landareigna. Mismunandi leiðarval myndi því ávallt leiða til íþyngjandi ákvörðunar gagnvart einhverjum landeigendum. Verður því ekki séð að sjónarmið um meðalhóf gagnvart kærendum sérstaklega, umfram aðra landeigendur, hafi átt að standa hinni kærðu ákvörðun í vegi,“ segir Úrskurðarnefndin um þetta álitaefni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 frá árinu 2009 um Hófaskarðsleið má sjá hér: Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Margir spyrja sig nú hvort kærumálum um Teigsskóg sé lokið eftir að öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis var hafnað fyrir helgi. Í lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir: „Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi." „Fyrir okkur sem umhverfissamtök, þá lítur út fyrir að möguleikarnir séu uppurnir," svarar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, spurningunni, og bætir við að þau séu bæði sorgmædd og svartsýn um framhaldið, en segir það þó verða skoðað áfram. Horft út Djúpafjörð af Hjallahálsi. Þvera á fjörðinn milli Hallsteinsness og Gróness.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni telja menn að þótt úrskurðurinn sé afdráttarlaus geti Teigsskógur enn ratað fyrir dómstóla. Vegagerðin hyggst bjóða út þverun Þorskafjarðar síðar í haust eða í vetrarbyrjun, að sögn Magnúsar Vals Jóhannssonar, framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs. Bent er á að andstæðingar gætu þá reynt að stöðva framkvæmdina með því að krefjast lögbanns og höfða í framhaldinu dómsmál. Þá er ólokið samningum Vegagerðar við landeigendur sem andsnúnir eru veginum. Kærendur vísuðu til þess að við lagningu Hófaskarðsleiðar fyrir rúmum áratug hafi landeigendum við Kópasker tekist með hæstaréttardómi að hrinda eignarnámi á þeirri forsendu að ríkið hafi átt það val að leggja veginn um eigið land. Vegagerðinni var með hæstaréttardómi árið 2008 synjað um eignarnám vegna lokaáfanga Hófaskarðsleiðar næst Kópaskeri.Mynd/Stöð 2. Í áliti Úrskurðarnefndarinnar fyrir helgi er það fordæmi hins vegar ekki talið eiga við um Teigsskóg þar sem aðrir valmöguleikar á veglínu liggi um annað land í einkaeigu en ekki um ríkisjarðir. „Yrði ekki farið um land það sem kærendur eiga yrði eftir atvikum farið með umræddan veg um land annarra landeigenda, en um er að ræða á þriðja tug landareigna. Mismunandi leiðarval myndi því ávallt leiða til íþyngjandi ákvörðunar gagnvart einhverjum landeigendum. Verður því ekki séð að sjónarmið um meðalhóf gagnvart kærendum sérstaklega, umfram aðra landeigendur, hafi átt að standa hinni kærðu ákvörðun í vegi,“ segir Úrskurðarnefndin um þetta álitaefni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 frá árinu 2009 um Hófaskarðsleið má sjá hér:
Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28
Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent