Veitingahús sem róa lífróður þurfi síst á skattahækkun á halda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. október 2020 14:33 Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hækka álögur á veitinga- og öldurhús sem standa illa vegna faraldursins. Vísir/Vilhelm „Ljósin á veitingastöðunum eru slökkt, stólar standa uppi á borðum og rými til að skapa tekjur er að hverfa,” sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í morgun þar sem hún gagnrýndi fyrirhugaða hækkun á áfengisggjaldi. „Að ganga um miðborg Reykjavíkur, að kvöldi til, er annað en það var.” Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem er nú til umfjöllunar á þingi verða krónutölugjöld hækkuð um 2,5% um áramótin. Undir þau falla áfengis- og tóbaksgjöld, bensíngjald og bifreiða- og kílómetragjald. Þorbjörg sagði samhengi þurfa að vera á milli veruleikans og aðgerða stjórnvalda. „Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið fyrir þungu höggi boðar ríkisstjórnin skattahækkun í formi hækkunar áfengisgjalds. Hún er til höfuðs þeim sem minnst þurfa á því að halda. Veitingahús og barir sem róa nú lífróður fá þessa hækkun á sig af hálfu stjórnvalda.” Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.fréttablaðið/ernir Rekstrarvandinn sé augljós og sífellt lengist í erfiðu ástandi. Stjórnvöld eigi því að forðast að bæta við útgjaldahlið fyrirtækja. „Við sjáum að atvinnuleysi á Íslandi hefur vaxið meira en á hinum Norðurlöndunum. Áfallið í ferðaþjónustunni og veitingahúsunum er langtum þyngra hér en þar. Og það er eins og það vanti upp á skilning á því að veitingahúsin eru vitaskuld hluti af þeirri keðju og því höggi sem ferðaþjónustan er að verða fyrir.” Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Skattar og tollar Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
„Ljósin á veitingastöðunum eru slökkt, stólar standa uppi á borðum og rými til að skapa tekjur er að hverfa,” sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í morgun þar sem hún gagnrýndi fyrirhugaða hækkun á áfengisggjaldi. „Að ganga um miðborg Reykjavíkur, að kvöldi til, er annað en það var.” Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem er nú til umfjöllunar á þingi verða krónutölugjöld hækkuð um 2,5% um áramótin. Undir þau falla áfengis- og tóbaksgjöld, bensíngjald og bifreiða- og kílómetragjald. Þorbjörg sagði samhengi þurfa að vera á milli veruleikans og aðgerða stjórnvalda. „Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið fyrir þungu höggi boðar ríkisstjórnin skattahækkun í formi hækkunar áfengisgjalds. Hún er til höfuðs þeim sem minnst þurfa á því að halda. Veitingahús og barir sem róa nú lífróður fá þessa hækkun á sig af hálfu stjórnvalda.” Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.fréttablaðið/ernir Rekstrarvandinn sé augljós og sífellt lengist í erfiðu ástandi. Stjórnvöld eigi því að forðast að bæta við útgjaldahlið fyrirtækja. „Við sjáum að atvinnuleysi á Íslandi hefur vaxið meira en á hinum Norðurlöndunum. Áfallið í ferðaþjónustunni og veitingahúsunum er langtum þyngra hér en þar. Og það er eins og það vanti upp á skilning á því að veitingahúsin eru vitaskuld hluti af þeirri keðju og því höggi sem ferðaþjónustan er að verða fyrir.”
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Skattar og tollar Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira