Hefði í raun kostað Manchester United rúma fjörutíu milljarða að fá Sancho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 08:02 Manchester United hætti við að reyna að kaupa Jadon Sancho alveg eins og félagið hætti við að reyna að kaupa Erling Braut Håland í janúarglugganum. Manchester United hefði mögulega verið annars með þessa tvo í fremstu víglínu. Getty/Alex Gottschalk Manchester United var búið að reikna heildarkostnaðinn við það að kaupa Jadon Sancho og hann var miklu meiri en þær 120 milljónir evra sem Borussia Dortmund vildi fá fyrir leikmanninn. Margir hafa klórað sér í hausnum yfir því af hverju Manchester United var ekki tilbúið að borga þá upphæð fyrir Jadon Sancho sem þýska félagið Borussia Dortmund vildi fá. Jadon Sancho er ungur landsliðsmaður sem hefur mikla hæfileika og tíma til að gera mikið fyrir félagið í framtíðinni. Á endanum snerist þetta um mikinn kostnað í erfiðu efnahagsumhverfi. Manchester United reportedly backed out of signing Jadon Sancho after calculating that it would cost £227m.That's what the papers are saying.The latest gossip: https://t.co/jnqmCJbbXI#bbcfootball pic.twitter.com/HVcat5ZgK0— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Málið er nefnilega ekki alveg svo einfalt eins og kemur vel fram í grein hjá Guardian um ástæður þess að Manchester United gaf það upp á bátinn að kaupa Jadon Sancho. Guardian slær því upp að það hefði kostað Manchester United 250 milljónir evra í heildina að kaupa Sancho. Það gera rúma 40,8 milljarða í íslenskum krónum Þessi upphæð kemur til vegna kostnaðarins sem leggst við kaupverðið en þar erum við að tala um launakröfur leikmannsins sem og það sem þurfti að borga umboðsmanni hans sem heitir Emeka Obasi. „Félagið ákvað að þetta væri ekki framkvæmanlegt í núverandi efnahagsástandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir í frétt Jamie Jackson í Guardian. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Manchester United bakkar út úr kaupum á framtíðarstjörnu en í ársbyrjun hætti félagið einnig við að kaupa Norðmanninn Erling Braut Håland og ekki síst vegna þeirrar háu upphæðar sem umboðsmaðurinn Mino Raiola vildi fá. Manchester United býst ekki við að fá áhorfendur á heimleiki liðsins fyrr en í mars en það er talið að félagið tapi um fimm milljónum punda á hverjum áhorfendalausum leik. Það er búist við því að Manchester United tilkynni um mikinn taprekstur á næstu dögum vegna síðasta ársfjórðungs. Enski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Manchester United var búið að reikna heildarkostnaðinn við það að kaupa Jadon Sancho og hann var miklu meiri en þær 120 milljónir evra sem Borussia Dortmund vildi fá fyrir leikmanninn. Margir hafa klórað sér í hausnum yfir því af hverju Manchester United var ekki tilbúið að borga þá upphæð fyrir Jadon Sancho sem þýska félagið Borussia Dortmund vildi fá. Jadon Sancho er ungur landsliðsmaður sem hefur mikla hæfileika og tíma til að gera mikið fyrir félagið í framtíðinni. Á endanum snerist þetta um mikinn kostnað í erfiðu efnahagsumhverfi. Manchester United reportedly backed out of signing Jadon Sancho after calculating that it would cost £227m.That's what the papers are saying.The latest gossip: https://t.co/jnqmCJbbXI#bbcfootball pic.twitter.com/HVcat5ZgK0— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Málið er nefnilega ekki alveg svo einfalt eins og kemur vel fram í grein hjá Guardian um ástæður þess að Manchester United gaf það upp á bátinn að kaupa Jadon Sancho. Guardian slær því upp að það hefði kostað Manchester United 250 milljónir evra í heildina að kaupa Sancho. Það gera rúma 40,8 milljarða í íslenskum krónum Þessi upphæð kemur til vegna kostnaðarins sem leggst við kaupverðið en þar erum við að tala um launakröfur leikmannsins sem og það sem þurfti að borga umboðsmanni hans sem heitir Emeka Obasi. „Félagið ákvað að þetta væri ekki framkvæmanlegt í núverandi efnahagsástandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir í frétt Jamie Jackson í Guardian. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Manchester United bakkar út úr kaupum á framtíðarstjörnu en í ársbyrjun hætti félagið einnig við að kaupa Norðmanninn Erling Braut Håland og ekki síst vegna þeirrar háu upphæðar sem umboðsmaðurinn Mino Raiola vildi fá. Manchester United býst ekki við að fá áhorfendur á heimleiki liðsins fyrr en í mars en það er talið að félagið tapi um fimm milljónum punda á hverjum áhorfendalausum leik. Það er búist við því að Manchester United tilkynni um mikinn taprekstur á næstu dögum vegna síðasta ársfjórðungs.
Enski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira