Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2020 13:16 Herdís Sigurjónsdóttir og dóttir hennar, Ásdís Magnea, urðu nærri því fyrir barðinu á innbrotsþjófi sem hrellt hefur íbúa Siglufjarðar. úr einkasafni/vísir/egill Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, innbrotsþjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Mæðgur á Siglufirði urðu nærri fyrir barðinu á honum í nótt þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga er þær sátu og horfðu á sjónvarpið. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst á mánudag tilkynningar um mann sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. Hann er grunaður um að hafa tekið verðmæti úr húsum í bænum en ekkert húsanna sem um ræðir var læst. Svo virðist sem að viðkomandi hafi ætlað sér að halda áfram í nótt, en fjölskylda Herdísar Sigurjónsdóttur, sem dvelur við hinn heimsfræga Laugarveg á Siglufirði þessa dagana, varð afar hissa þegar hanskaklædd hönd birtist skyndilega inn um stofugluggann skömmu eftir miðnætti í nótt. Dóttir Herdísar, Ásdís Magnea Erlendsdóttir Fjeldsted, var næst glugganum og kom auga á höndina fyrst, en glugginn var opinn upp á hálfa gátt. „Svo virðist hann hafa opnað gluggann alveg upp á gátt og dregur frá. Þetta gerist ofboðslega hægt og hljótt. Hún sér hann bara, hanskaklædd hönd og gríma fyrir andlitinu. Hún gargar bara og þá bara forðar hann sér út og við sjáum hann ekkert meira,“ segir Herdís í samtali við Vísi. Hún telur alveg morgunljóst að viðkomandi hafi ætlað sér inn um gluggann. „Hann var búinn að opna hann alveg upp á gátt og hann hefði alveg komist inn. Það er alveg ljóst að viðkomand hafi ætlað að gera það, eins og ninja bara,“ segir Herdís. Þetta hafi verið óhugnanlega lífsreynslu, og nokkuð ljóst að sá sem ætlaði inn hafi kunnað til verka. „Þetta var það hægt að hundurinn hreyfði sig ekki einu sinni.“ Lýsing Herdísar á manninum passar við þær lýsingar sem lögregla hefur gefið, svartklæddur einstaklingur. Í samtali við fréttastofu segir Guðbrandur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá lögreglunni í Fjallabyggð að lögreglan sé að vinna í málinu á fullu, en ekki hafi borist fleiri tilkynningar um innbrot eða tilraun til innbrots fyrir utan þá tilraun sem hér er fjallað um. Athygli vekur að þessa dagana er verið að taka upp þriðju seríu af Ófærð á Siglufirði. Söguhetjurnar þar eru lögreglumenn og að sögn Guðbrandar er allt krökkt af lögreglubílum í bænum í tengslum við upptökurnar, og þónokkrir í gervi lögreglumanna. Það virðist þó ekki letja þann sem hrellt hefur íbúa Siglufjarðar undanfarnar nætur, og segir Guðbrandur að sér finnist viðkomandi nokkuð kaldur að reyna innbrot tvær nætur í röð. Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, innbrotsþjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Mæðgur á Siglufirði urðu nærri fyrir barðinu á honum í nótt þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga er þær sátu og horfðu á sjónvarpið. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst á mánudag tilkynningar um mann sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. Hann er grunaður um að hafa tekið verðmæti úr húsum í bænum en ekkert húsanna sem um ræðir var læst. Svo virðist sem að viðkomandi hafi ætlað sér að halda áfram í nótt, en fjölskylda Herdísar Sigurjónsdóttur, sem dvelur við hinn heimsfræga Laugarveg á Siglufirði þessa dagana, varð afar hissa þegar hanskaklædd hönd birtist skyndilega inn um stofugluggann skömmu eftir miðnætti í nótt. Dóttir Herdísar, Ásdís Magnea Erlendsdóttir Fjeldsted, var næst glugganum og kom auga á höndina fyrst, en glugginn var opinn upp á hálfa gátt. „Svo virðist hann hafa opnað gluggann alveg upp á gátt og dregur frá. Þetta gerist ofboðslega hægt og hljótt. Hún sér hann bara, hanskaklædd hönd og gríma fyrir andlitinu. Hún gargar bara og þá bara forðar hann sér út og við sjáum hann ekkert meira,“ segir Herdís í samtali við Vísi. Hún telur alveg morgunljóst að viðkomandi hafi ætlað sér inn um gluggann. „Hann var búinn að opna hann alveg upp á gátt og hann hefði alveg komist inn. Það er alveg ljóst að viðkomand hafi ætlað að gera það, eins og ninja bara,“ segir Herdís. Þetta hafi verið óhugnanlega lífsreynslu, og nokkuð ljóst að sá sem ætlaði inn hafi kunnað til verka. „Þetta var það hægt að hundurinn hreyfði sig ekki einu sinni.“ Lýsing Herdísar á manninum passar við þær lýsingar sem lögregla hefur gefið, svartklæddur einstaklingur. Í samtali við fréttastofu segir Guðbrandur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá lögreglunni í Fjallabyggð að lögreglan sé að vinna í málinu á fullu, en ekki hafi borist fleiri tilkynningar um innbrot eða tilraun til innbrots fyrir utan þá tilraun sem hér er fjallað um. Athygli vekur að þessa dagana er verið að taka upp þriðju seríu af Ófærð á Siglufirði. Söguhetjurnar þar eru lögreglumenn og að sögn Guðbrandar er allt krökkt af lögreglubílum í bænum í tengslum við upptökurnar, og þónokkrir í gervi lögreglumanna. Það virðist þó ekki letja þann sem hrellt hefur íbúa Siglufjarðar undanfarnar nætur, og segir Guðbrandur að sér finnist viðkomandi nokkuð kaldur að reyna innbrot tvær nætur í röð.
Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39