„Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2020 17:00 Aron Einar Gunnarsson klappar saman lófum á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. vísir/vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er ánægður að það sé loksins komið að leiknum gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. „Þetta er búin að vera löng bið en við hlökkum til. Það er mikil spenna og menn eru klárir í leikinn. Mér líður eins og við séum búnir að undirbúa okkur það lengi að það ætti ekkert að koma okkur á óvart. Við erum vanir þessum pressuleikjum. Það er undir okkur komið hvernig við náum að stjórna þessum leik á morgun. Hann verður erfiður, við vitum það,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Þurfum að nýta spennustigið rétt Reynslan í íslenska hópnum er mikil og margir leikmenn þekkja það að spila stóra leiki. Kynslóðin sem Aron Einar tilheyrir spilaði t.a.m. sína fyrstu umspilsleiki gegn Skotum fyrir EM U-21 ára fyrir áratug. „Það mun skipta máli. Við ætlum að nýta okkur það rétt. Við þurfum að nýta spennustigið á réttan hátt og vonast til að þeir geri þessi stóru mistök sem skipta máli. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þetta og vitum hvað þeir koma til með að vera góðir í en þurfum að nýta okkur þeirra slæmu punkta,“ sagði Aron Einar. Aron Einar leikur sinn 88. landsleik á morgun.vísir/vilhelm Það verður tómlegt um að litast í stúkunni á Laugardalsvelli á morgun. Hún verður þó ekki tóm því 60 meðlimir Tólfunnar verða á leiknum og munu væntanlega láta vel í sér heyra. Vildum auðvitað hafa fullan völl „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu. Það er klárt mál. Við erum allavega með þá og þakklátir fyrir það. En þetta er úr okkar höndum. Auðvitað vildum við hafa fullan völl en það er ekki þannig,“ sagði Aron Einar. „Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum og hvernig við spilum þennan leik. Þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Aron Einar vildi ekki mikið ræða rúmenska liðið en sagði þó að það væri verðugur andstæðingur. „Þeir eru flinkir, góðir einn á einn. Þeir vilja teygja völlinn og við þurfum að vera traustir og þéttir og nýta okkar styrkleika,“ sagði Aron Einar að endingu. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Klippa: Viðtal við Aron Einar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er ánægður að það sé loksins komið að leiknum gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. „Þetta er búin að vera löng bið en við hlökkum til. Það er mikil spenna og menn eru klárir í leikinn. Mér líður eins og við séum búnir að undirbúa okkur það lengi að það ætti ekkert að koma okkur á óvart. Við erum vanir þessum pressuleikjum. Það er undir okkur komið hvernig við náum að stjórna þessum leik á morgun. Hann verður erfiður, við vitum það,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Þurfum að nýta spennustigið rétt Reynslan í íslenska hópnum er mikil og margir leikmenn þekkja það að spila stóra leiki. Kynslóðin sem Aron Einar tilheyrir spilaði t.a.m. sína fyrstu umspilsleiki gegn Skotum fyrir EM U-21 ára fyrir áratug. „Það mun skipta máli. Við ætlum að nýta okkur það rétt. Við þurfum að nýta spennustigið á réttan hátt og vonast til að þeir geri þessi stóru mistök sem skipta máli. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þetta og vitum hvað þeir koma til með að vera góðir í en þurfum að nýta okkur þeirra slæmu punkta,“ sagði Aron Einar. Aron Einar leikur sinn 88. landsleik á morgun.vísir/vilhelm Það verður tómlegt um að litast í stúkunni á Laugardalsvelli á morgun. Hún verður þó ekki tóm því 60 meðlimir Tólfunnar verða á leiknum og munu væntanlega láta vel í sér heyra. Vildum auðvitað hafa fullan völl „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu. Það er klárt mál. Við erum allavega með þá og þakklátir fyrir það. En þetta er úr okkar höndum. Auðvitað vildum við hafa fullan völl en það er ekki þannig,“ sagði Aron Einar. „Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum og hvernig við spilum þennan leik. Þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Aron Einar vildi ekki mikið ræða rúmenska liðið en sagði þó að það væri verðugur andstæðingur. „Þeir eru flinkir, góðir einn á einn. Þeir vilja teygja völlinn og við þurfum að vera traustir og þéttir og nýta okkar styrkleika,“ sagði Aron Einar að endingu. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Klippa: Viðtal við Aron Einar
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Sjá meira
Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00
Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49
Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15
Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54
Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00