Frakkland vann öruggan sigur á Úkraínu er liðin mættust í vináttulandsleik í kvöld en lokatölurnar urðu 7-1 eftir að Frakkarnir höfðu verið 4-0 yfir í hálfleik.
Eduardo Camavinga kom Frökkum yfir áður en Oliver Giroud bætti við tveimur mörkum. Hann er þar af leiðandi orðinn næst markahæsti leikmaður í sögu franska landsliðsins.
Vitalii Mykolenko skoraði sjálfsmark og kom Frökkum í 4-0 áður en Viktor Tsigankov minnkaði muninn. Corentin Tolisso skoraði svo fimmta markið er rúmlega klukkutími var liðinn og skömmu fyrir leikslok skoraði Kylian Mbappe sjötta markið.
Ekki var öll nótt úti enn því Antoine Griezmann bætti við sjöunda markinu og lokatölur 7-1.
Olivier Giroud is now France's second top scorer in their history.
— B/R Football (@brfootball) October 7, 2020
Just nine behind Thierry Henry pic.twitter.com/L8MjsC1VL6
Það var mikil dramatík í Þýskalandi þar sem Þjóðverjar og Tyrkir gerðu 3-3 jafntefli. Julian Draxler kom heimamönnum yfir en Ozan Tufan jafnaði. Florian Neuhaus kom Þjóðverjum á ný yfir í fyrsta leik sínum en aftur jöfnuðu Tyrkir.
Allt leit út fyrir að Gian-Luca Waldschmidt væri að tryggja Þýskalandi sigurinn níu mínútum fyrir leikslok en í uppbótartímanum jafnaði Kenan Karamann metin og lokatölur 3-3.
- Florian Neuhaus nets on his senior debut for @DFB_Team . The last player to achieve this was Nico Schulz in a 2-1 friendly triumph over Peru on 9 September 2018. #GERTUR
— Gracenote Live (@GracenoteLive) October 7, 2020
Portúgal og Spánn gerðu svo markalaust jafntefli og Ítalía vann 6-0 sigur á Moldóvíu. Króatía vann 2-1 sigur á Sviss, Pólland vann 5-1 sigur á Finnum og Mexíkó vann 1-0 sigur á Hollendingum. Þetta eru helstu úrslit kvöldsins.
- Italy (@azzurri) under Roberto Mancini
— Gracenote Live (@GracenoteLive) October 7, 2020
- 15 wins
- 5 draws
- 2 defeats
- 53 goals scored
- 13 goals against
- 11 clean sheets#ITAMOL