Trump stöðvar viðræður um neyðarpakka en skiptir fljótt um skoðun Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 16:21 Donald Trump, hefur hleypt mikilli óreiðu í viðræður um neyðarpakka til aðstoðar hagkerfis Bandaríkjanna. AP/Tony Dejak Hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa tekið kipp upp á við í dag í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist snúast hugur varðandi viðræður um opinbera innspýtingu í hagkerfi Bandaríkjanna, svokallaðan neyðarpakka. Jerome H. Powell, yfirmaður Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði við því að í gær að án slíkra aðgerða myndi hagkerfi Bandaríkjanna hljóta skaða. Í gær tísti forsetinn og lýsti því yfir að hann hefði skipað sínu fólki að hætta öllum viðræðum við Demókrata, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar með opinberum fjárútlátum, um neyðarpakka. Engar viðræður ættu að eiga sér stað fyrr en eftir kosningar. Við það varð mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum en fyrri aðgerðir ríkisins um atvinnuleysisbætur og annað sem samþykktar voru fyrr á árinu, runnu út í síðustu viku. Þá tísti Trump aftur og kallaði eftir því að þingið gripi til aðgerða. Sagði hann sömuleiðis að meðlimir ríkisstjórnar hans ættu að ræða við forsvarsmenn Demókrataflokksins um málið. Er það alger viðsnúningur á því sem Trump hafði tíst um sjö klukkustundum áður. Forsetinn sagði að þingið ætti að samþykkja að verja 25 milljörðum dala í að aðstoða flugfélög Bandaríkjanna, sem hafa sagt upp þúsundum á undanförnum dögum. Skömmu seinna bætti hann við að þingið ætti að samþykkja að senda 1.200 dali til hverrar fjölskyldu. Hann myndi skrifa undir slíkt frumvarp samstundis. „Ertu að hlusta Nancy?“ skrifaði Trump og var hann þar að vísa til Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann endurtísti því tísti svo aftur í dag og ítrekaði að hann væri tilbúinn til að skrifa undir. Move Fast, I Am Waiting To Sign! @SpeakerPelosi https://t.co/RYBeWWuPC2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2020 Í frétt Washington Post segir að Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafi spurt Pelosi að því í morgun hvort til greina kæmi að samþykkja frumvarp sem þetta. Hún minnti hann á að Repúblikanar hefðu staðið í vegi frumvarps sem hefði hjálpað flugfélögunum í síðustu viku. Hún sagði það þó koma til greina og ku það vera til skoðunar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Pelosi að það væri erfitt að sjá heila brú í ummælum forsetans eða hvað hann hefði séð sem neikvætt í að ríkið kæmi hagkerfinu til aðstoðar. Hún sagði Trump hafa áttað sig á því að hann hafi gert mistök og hann hafi reynt að bæta fyrir það. Langar viðræður Viðræður um neyðarpakka hafa staðið yfir um mánaðabil. Demókratar hafa hafnað öllum tillögum Repúblikanaflokksins um sérstök frumvörp um hvern málaflokk og hafa viljað gera eitt stórt frumvarp til að aðstoða hagkerfið og Bandaríkjamenn. Demókratar vildu að í þeim pakka væru fjárútlát til framkvæmd forsetakosninganna í næsta mánuði og að Pósturinn fengi auknar fjárveitingar vegna álags sem tengjast kosningunum. Repúblikanar hafa verið mótfallnir því. Tvö slík frumvörp hafa verið samþykkt í fulltrúadeildinni en ekki komist í gegnum öldungadeildina, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ákvað að slíta viðræðunum í gær en samkvæmt heimildum Washington Post ræddi hann við Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, í síma í gær. McConnell á að hafa sagt að Pelosi hafi spilað með Trump og að ekkert samkomulag má milli hennar og Mnuchin myndi komast í gegnum öldungadeildina. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa tekið kipp upp á við í dag í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist snúast hugur varðandi viðræður um opinbera innspýtingu í hagkerfi Bandaríkjanna, svokallaðan neyðarpakka. Jerome H. Powell, yfirmaður Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði við því að í gær að án slíkra aðgerða myndi hagkerfi Bandaríkjanna hljóta skaða. Í gær tísti forsetinn og lýsti því yfir að hann hefði skipað sínu fólki að hætta öllum viðræðum við Demókrata, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar með opinberum fjárútlátum, um neyðarpakka. Engar viðræður ættu að eiga sér stað fyrr en eftir kosningar. Við það varð mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum en fyrri aðgerðir ríkisins um atvinnuleysisbætur og annað sem samþykktar voru fyrr á árinu, runnu út í síðustu viku. Þá tísti Trump aftur og kallaði eftir því að þingið gripi til aðgerða. Sagði hann sömuleiðis að meðlimir ríkisstjórnar hans ættu að ræða við forsvarsmenn Demókrataflokksins um málið. Er það alger viðsnúningur á því sem Trump hafði tíst um sjö klukkustundum áður. Forsetinn sagði að þingið ætti að samþykkja að verja 25 milljörðum dala í að aðstoða flugfélög Bandaríkjanna, sem hafa sagt upp þúsundum á undanförnum dögum. Skömmu seinna bætti hann við að þingið ætti að samþykkja að senda 1.200 dali til hverrar fjölskyldu. Hann myndi skrifa undir slíkt frumvarp samstundis. „Ertu að hlusta Nancy?“ skrifaði Trump og var hann þar að vísa til Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann endurtísti því tísti svo aftur í dag og ítrekaði að hann væri tilbúinn til að skrifa undir. Move Fast, I Am Waiting To Sign! @SpeakerPelosi https://t.co/RYBeWWuPC2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2020 Í frétt Washington Post segir að Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafi spurt Pelosi að því í morgun hvort til greina kæmi að samþykkja frumvarp sem þetta. Hún minnti hann á að Repúblikanar hefðu staðið í vegi frumvarps sem hefði hjálpað flugfélögunum í síðustu viku. Hún sagði það þó koma til greina og ku það vera til skoðunar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Pelosi að það væri erfitt að sjá heila brú í ummælum forsetans eða hvað hann hefði séð sem neikvætt í að ríkið kæmi hagkerfinu til aðstoðar. Hún sagði Trump hafa áttað sig á því að hann hafi gert mistök og hann hafi reynt að bæta fyrir það. Langar viðræður Viðræður um neyðarpakka hafa staðið yfir um mánaðabil. Demókratar hafa hafnað öllum tillögum Repúblikanaflokksins um sérstök frumvörp um hvern málaflokk og hafa viljað gera eitt stórt frumvarp til að aðstoða hagkerfið og Bandaríkjamenn. Demókratar vildu að í þeim pakka væru fjárútlát til framkvæmd forsetakosninganna í næsta mánuði og að Pósturinn fengi auknar fjárveitingar vegna álags sem tengjast kosningunum. Repúblikanar hafa verið mótfallnir því. Tvö slík frumvörp hafa verið samþykkt í fulltrúadeildinni en ekki komist í gegnum öldungadeildina, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ákvað að slíta viðræðunum í gær en samkvæmt heimildum Washington Post ræddi hann við Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, í síma í gær. McConnell á að hafa sagt að Pelosi hafi spilað með Trump og að ekkert samkomulag má milli hennar og Mnuchin myndi komast í gegnum öldungadeildina.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira