Af óháðum þingmönnum utan þingflokka Tryggvi Másson skrifar 7. október 2020 16:32 Senn líður að kosningum til löggjafaþings Íslendinga, Alþingis. Nú þegar hafa þingmennt tilkynnt að þeir hyggist ekki bjóða sig fram á ný, vangaveltur átt sér stað um stofnun nýrra flokka og barátta um efstu sæti á listum ratað á síður blaðanna. Aðrir sitjandi þingmenn ætla að bjóða sig fram aftur og sækjast eftir að halda sæti sínu á lista, eða jafnvel komast ofar á listann. Örlög þeirra þingmanna verður tíminn að leiða í ljós. Einn hópur þingmanna er þó í talsvert annarri stöðu. Það eru þingmenn sem sagt hafa skilið við þingflokkinn sem þeir náðu kjöri fyrir. Þeim hópi má skipta í tvennt, annars vegar þá sem hafa leitað á önnur mið og gengið til liðs við annan þingflokk og hins vegar þá sem starfa sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Á sitjandi Alþingi eru fjórir þingmenn sem falla þar undir; Andrés Ingi Jónsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eftirminnilega sögðu Karl Gauti og Ólafur skilið við Flokk fólksins í lok árs 2018 en voru ekki lengi óháðir þingmenn utan flokka heldur gengu til liðs við þingflokk Miðflokksins í febrúar 2019. Þegar ríkisstjórnin var mynduð töldu Andrés Ingi og Rósa Björk sig ekki geta stutt hana en störfuðu engu að síður áfram fyrir þingflokk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Fyrr á þessu ári sagði Andrés Ingi þó skilið við þingflokkinn og í september fylgdi Rósa Björk hans fordæmi. Þau starfa bæði sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Þessir þingmenn standa frammi fyrir þeirri stöðu að geta ekki sóst eftir að halda sínu sæti á lista fyrir komandi þingkosningar, enda hafa þeir sagt skilið við þann flokk sem þeir buðu sig fram fyrir. Ef þessir þingmenn hyggja á að sitja áfram á Alþingi þurfa þeir því að finna aðrar leiðir til að ná kjöri. Ef Karl Gauti og Ólafur munu sækjast eftir sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn á næsta ári munu þeir þurfa að berjast við aðra þingmenn Miðflokksins og frambjóðendur þeirra. Karl Gauti er þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fyrir er Miðflokksmaðurinn Birgir Þórarinsson. Ólafur Ísleifsson er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður en þar náði Miðflokkurinn ekki kjörnum þingmanni. Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi viðbót við þingflokk Miðflokksins mun passa inn í uppstillingu flokksins fyrir næstu þingkosningar. Nýverið birtist viðtal við Andrés Inga þar sem hann sagðist skoða grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki með hópi núverandi og fyrrverandi félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ásamt ungu áhugasömu fólki sem hefur ekki fundið sig í starfandi stjórmálaflokkum. Þá hefur Rósa Björk einnig verið orðuð við þennan nýja flokk en einnig að hún kunni bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna fyrir næstu þingkosningar. Rósa Björk er þingmaður Suðvesturkjördæmis en í því kjördæmi situr Guðmundur Andri Thorsson á þingi fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þeir stjórnmálaflokkar sem stofnaðir hafa verið af óháðum þingmönnum utan þingflokka hafa ekki verið langlífir í gegnum tíðina. Jóhanna Sigurðardóttir sagði sig úr þingflokki Alþýðuflokksins árið 1994, stofnaði Þjóðvaka árið og náði kjöri á þing. Þjóðvaki var einn þeirra flokka sem myndaði Þingflokk jafnaðarmanna sem bauð sig svo fram undir nafni Samfylkingarinnar. Grunnurinn að Vinstri hreyfingunni grænu framboði var lagður í þingflokki óháðra en meirihluti þeirra þingmanna sem skipuðu þann þingflokk sátu aldrei sem óháðir þingmenn utan flokka. Lilja Mósesdóttir sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna árið 2011 og stofnaði nýjan flokk, Samstöðu. Á tímabili mældist flokkurinn með yfir 30% fylgi í skoðanakönnunum en bauð sig svo aldrei fram hvorki til Alþingis né á sveitarstjórnarstiginu. Þá stofnuðu Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar flokkinn Bjarta framtíð árið 2012. Flokkurinn náði kjöri á Alþingi árið 2013 og 2016 en féll af þingi ári síðar eftir að ríkisstjórninni var slitið og boðað til kosninga. Óljóst er hvað verður um framtíð Bjartrar framtíðar en lítið hefur spurst til hans síðustu ár. Athyglisvert verður að fylgjast með því hver verða örlög þessara fjögurra sitjandi þingmanna. Munu Karl Gauti berjast við Birgi Þórarinsson um oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi? Mun Andrés Inga takast að stofna stjórnmálaflokk sem lifir lengur en tvö kjörtíma bil? Meðfylgjandi eru skýringamyndir með þeim þingmönnum sem starfað hafa sem óháðir þingmenn utan þingflokka síðustu 40 ár. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Rómur Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum til löggjafaþings Íslendinga, Alþingis. Nú þegar hafa þingmennt tilkynnt að þeir hyggist ekki bjóða sig fram á ný, vangaveltur átt sér stað um stofnun nýrra flokka og barátta um efstu sæti á listum ratað á síður blaðanna. Aðrir sitjandi þingmenn ætla að bjóða sig fram aftur og sækjast eftir að halda sæti sínu á lista, eða jafnvel komast ofar á listann. Örlög þeirra þingmanna verður tíminn að leiða í ljós. Einn hópur þingmanna er þó í talsvert annarri stöðu. Það eru þingmenn sem sagt hafa skilið við þingflokkinn sem þeir náðu kjöri fyrir. Þeim hópi má skipta í tvennt, annars vegar þá sem hafa leitað á önnur mið og gengið til liðs við annan þingflokk og hins vegar þá sem starfa sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Á sitjandi Alþingi eru fjórir þingmenn sem falla þar undir; Andrés Ingi Jónsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eftirminnilega sögðu Karl Gauti og Ólafur skilið við Flokk fólksins í lok árs 2018 en voru ekki lengi óháðir þingmenn utan flokka heldur gengu til liðs við þingflokk Miðflokksins í febrúar 2019. Þegar ríkisstjórnin var mynduð töldu Andrés Ingi og Rósa Björk sig ekki geta stutt hana en störfuðu engu að síður áfram fyrir þingflokk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Fyrr á þessu ári sagði Andrés Ingi þó skilið við þingflokkinn og í september fylgdi Rósa Björk hans fordæmi. Þau starfa bæði sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Þessir þingmenn standa frammi fyrir þeirri stöðu að geta ekki sóst eftir að halda sínu sæti á lista fyrir komandi þingkosningar, enda hafa þeir sagt skilið við þann flokk sem þeir buðu sig fram fyrir. Ef þessir þingmenn hyggja á að sitja áfram á Alþingi þurfa þeir því að finna aðrar leiðir til að ná kjöri. Ef Karl Gauti og Ólafur munu sækjast eftir sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn á næsta ári munu þeir þurfa að berjast við aðra þingmenn Miðflokksins og frambjóðendur þeirra. Karl Gauti er þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fyrir er Miðflokksmaðurinn Birgir Þórarinsson. Ólafur Ísleifsson er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður en þar náði Miðflokkurinn ekki kjörnum þingmanni. Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi viðbót við þingflokk Miðflokksins mun passa inn í uppstillingu flokksins fyrir næstu þingkosningar. Nýverið birtist viðtal við Andrés Inga þar sem hann sagðist skoða grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki með hópi núverandi og fyrrverandi félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ásamt ungu áhugasömu fólki sem hefur ekki fundið sig í starfandi stjórmálaflokkum. Þá hefur Rósa Björk einnig verið orðuð við þennan nýja flokk en einnig að hún kunni bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna fyrir næstu þingkosningar. Rósa Björk er þingmaður Suðvesturkjördæmis en í því kjördæmi situr Guðmundur Andri Thorsson á þingi fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þeir stjórnmálaflokkar sem stofnaðir hafa verið af óháðum þingmönnum utan þingflokka hafa ekki verið langlífir í gegnum tíðina. Jóhanna Sigurðardóttir sagði sig úr þingflokki Alþýðuflokksins árið 1994, stofnaði Þjóðvaka árið og náði kjöri á þing. Þjóðvaki var einn þeirra flokka sem myndaði Þingflokk jafnaðarmanna sem bauð sig svo fram undir nafni Samfylkingarinnar. Grunnurinn að Vinstri hreyfingunni grænu framboði var lagður í þingflokki óháðra en meirihluti þeirra þingmanna sem skipuðu þann þingflokk sátu aldrei sem óháðir þingmenn utan flokka. Lilja Mósesdóttir sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna árið 2011 og stofnaði nýjan flokk, Samstöðu. Á tímabili mældist flokkurinn með yfir 30% fylgi í skoðanakönnunum en bauð sig svo aldrei fram hvorki til Alþingis né á sveitarstjórnarstiginu. Þá stofnuðu Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar flokkinn Bjarta framtíð árið 2012. Flokkurinn náði kjöri á Alþingi árið 2013 og 2016 en féll af þingi ári síðar eftir að ríkisstjórninni var slitið og boðað til kosninga. Óljóst er hvað verður um framtíð Bjartrar framtíðar en lítið hefur spurst til hans síðustu ár. Athyglisvert verður að fylgjast með því hver verða örlög þessara fjögurra sitjandi þingmanna. Munu Karl Gauti berjast við Birgi Þórarinsson um oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi? Mun Andrés Inga takast að stofna stjórnmálaflokk sem lifir lengur en tvö kjörtíma bil? Meðfylgjandi eru skýringamyndir með þeim þingmönnum sem starfað hafa sem óháðir þingmenn utan þingflokka síðustu 40 ár. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun