Zúistum fækkaði um fimmtung Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 16:55 Samkvæmt tölum Þjóðskrár eru nú rétt rúmlega þúsund manns skráðir í Zuism. Þegar mest lét var á fjórða þúsund manns í félaginu sem hafði þó að því er virðist enga starfsemi. Vísir/Hanna Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma. Samkvæmt tölum Þjóðskrár sem voru birtar í dag voru 249 færri félagar í Zuism 1. október en voru 1. desember og er það fækkun um rétt tæplega 20%. Frá 1. desember 2018 hefur félögum í Zuism fækkað um 375, rúmlega 38% fækkun. Zuism var um skeið á meðal fjölmennustu trúfélaga landsins eftir að þáverandi stjórnendur þess lofuðu félagsmönnum að endurgreiða þeim sóknargjöld sem það fékk frá ríkinu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, lét stöðva greiðslu sóknargjalda til Zuism í byrjun síðasta árs vegna efasemda um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Í dómsmáli sem Zuism höfðaði vegna þess í fyrra lagði félagið fram skjal sem benti til þess að það hefði aðeins endurgreitt félagsmönnum um 5% sóknargjalda sem það hafði fengið frá ríkinu og að það hefði lánað tengdum aðilum milljónir króna án frekari skýringa. Héraðssaksóknari hefur haft fjármál félagsins, sem hefur þegið tugi milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, til rannsóknar undanfarna mánuði. Þrátt fyrir að þetta hafi verið hlutfallslega mesta fækkun nokkurs trúfélags undanfarna tíu mánuði eru enn 1.006 manns skráðir í Zuism. Félagið er nú tíunda fjölmennasta trúfélag landsins. Mest fjölgun hjá Siðmennt og Ásatrúarfélaginu Í Þjóðkirkjunni fækkaði um 1.008 manns frá 1. desember. Það var mesta heildarfækkun félaga í trúfélagi en hlutfallslega var það þó innan við 0,5% fækkun. Henni tilheyra nú 230.146 manns. Mest fjölgaði félögum í Siðmennt þar sem 446 meðlimir bættust við. Þá fjölgaði félögum í Ásatrúarfélaginu um 308. Á eftir þjóðkirkjunni er kaþólska kirkjan með næstflesta félaga, 14.680, og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.031 félaga. Nú eru 28.404 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða um 7,4% landsmanna. Þá eru 55.194 með ótilgreinda skráningu, 15% landsmanna. Sóknargjöld ríkisins miðast við félagafjölda 1. desember árið fyrir greiðslur. Trúmál Þjóðkirkjan Zuism Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. 8. júní 2020 18:20 Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26. maí 2020 13:00 Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma. Samkvæmt tölum Þjóðskrár sem voru birtar í dag voru 249 færri félagar í Zuism 1. október en voru 1. desember og er það fækkun um rétt tæplega 20%. Frá 1. desember 2018 hefur félögum í Zuism fækkað um 375, rúmlega 38% fækkun. Zuism var um skeið á meðal fjölmennustu trúfélaga landsins eftir að þáverandi stjórnendur þess lofuðu félagsmönnum að endurgreiða þeim sóknargjöld sem það fékk frá ríkinu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, lét stöðva greiðslu sóknargjalda til Zuism í byrjun síðasta árs vegna efasemda um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Í dómsmáli sem Zuism höfðaði vegna þess í fyrra lagði félagið fram skjal sem benti til þess að það hefði aðeins endurgreitt félagsmönnum um 5% sóknargjalda sem það hafði fengið frá ríkinu og að það hefði lánað tengdum aðilum milljónir króna án frekari skýringa. Héraðssaksóknari hefur haft fjármál félagsins, sem hefur þegið tugi milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, til rannsóknar undanfarna mánuði. Þrátt fyrir að þetta hafi verið hlutfallslega mesta fækkun nokkurs trúfélags undanfarna tíu mánuði eru enn 1.006 manns skráðir í Zuism. Félagið er nú tíunda fjölmennasta trúfélag landsins. Mest fjölgun hjá Siðmennt og Ásatrúarfélaginu Í Þjóðkirkjunni fækkaði um 1.008 manns frá 1. desember. Það var mesta heildarfækkun félaga í trúfélagi en hlutfallslega var það þó innan við 0,5% fækkun. Henni tilheyra nú 230.146 manns. Mest fjölgaði félögum í Siðmennt þar sem 446 meðlimir bættust við. Þá fjölgaði félögum í Ásatrúarfélaginu um 308. Á eftir þjóðkirkjunni er kaþólska kirkjan með næstflesta félaga, 14.680, og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.031 félaga. Nú eru 28.404 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða um 7,4% landsmanna. Þá eru 55.194 með ótilgreinda skráningu, 15% landsmanna. Sóknargjöld ríkisins miðast við félagafjölda 1. desember árið fyrir greiðslur.
Trúmál Þjóðkirkjan Zuism Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. 8. júní 2020 18:20 Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26. maí 2020 13:00 Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. 8. júní 2020 18:20
Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26. maí 2020 13:00
Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00
Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent