„Fólki er misboðið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. október 2020 20:17 Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna hjá Álverinu í Straumsvík Vísir/Sigurjón Ríflega átta af hverjum tíu starfsmönnum álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum. Trúnaðarmaður segir að starfsfólki sé misboðið. Félagsmenn í fimm stéttarfélögum hjá álverinu í Straumsvík samþykktu verkfallsboðun en félagsmenn VR felldu það naumlega. „Fólk er orðið svo langþreytt og þetta er í raun merkilegt í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu að svona margir skuli greiða þessu atkvæði með þessum hætti. Það hefur líka verið alveg gegndarlaus áróður hjá fyrirtækinu og rangar upplýsingar inná Workplace um gang samninga og annað. Starfsfólki er misboðið með hvernig er búið að koma fram við það og hvernig því er beitt í refsskák um raforkuverð við ríkið og Landsvirkjun,“ segir Reinhold. Í tilkynningu frá Isal í dag vegna málsins kemur fram að fyrirtækið hafi þegar boðið stéttarfélögum hækkun upp á 24.000 krónur á regluleg laun í samræmi við Lífskjarasamninginn sem þau hafi hafnað. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun séu mikil vonbrigði. Reinhold segir að áður en til verkfalls komi verði reynt að semja. „Næstu skerf hljóta að vera að setjast að samningaborðinu og semja. Það er okkar markmið,“ segir Reinhold. Hann segir að kjaradeilan snúist um að starfsfólk fái sömu greiðslur og komi fram í lífskjarasamningnum eða 73 þúsund krónur. Ef ekki takist að semja fari fyrstu verkfallsaðgerðir í gang þann 16. október þegar einstaka starfstéttir leggja niður störf og svo daglega út nóvember. Ef ekki takist að semja fyrir þann tíma verði boðað til allsherjarverkfalls í álverinu í Straumsvík þann 1. desember. Stóriðja Kjaramál Vinnumarkaður Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Ríflega átta af hverjum tíu starfsmönnum álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum. Trúnaðarmaður segir að starfsfólki sé misboðið. Félagsmenn í fimm stéttarfélögum hjá álverinu í Straumsvík samþykktu verkfallsboðun en félagsmenn VR felldu það naumlega. „Fólk er orðið svo langþreytt og þetta er í raun merkilegt í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu að svona margir skuli greiða þessu atkvæði með þessum hætti. Það hefur líka verið alveg gegndarlaus áróður hjá fyrirtækinu og rangar upplýsingar inná Workplace um gang samninga og annað. Starfsfólki er misboðið með hvernig er búið að koma fram við það og hvernig því er beitt í refsskák um raforkuverð við ríkið og Landsvirkjun,“ segir Reinhold. Í tilkynningu frá Isal í dag vegna málsins kemur fram að fyrirtækið hafi þegar boðið stéttarfélögum hækkun upp á 24.000 krónur á regluleg laun í samræmi við Lífskjarasamninginn sem þau hafi hafnað. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun séu mikil vonbrigði. Reinhold segir að áður en til verkfalls komi verði reynt að semja. „Næstu skerf hljóta að vera að setjast að samningaborðinu og semja. Það er okkar markmið,“ segir Reinhold. Hann segir að kjaradeilan snúist um að starfsfólk fái sömu greiðslur og komi fram í lífskjarasamningnum eða 73 þúsund krónur. Ef ekki takist að semja fari fyrstu verkfallsaðgerðir í gang þann 16. október þegar einstaka starfstéttir leggja niður störf og svo daglega út nóvember. Ef ekki takist að semja fyrir þann tíma verði boðað til allsherjarverkfalls í álverinu í Straumsvík þann 1. desember.
Stóriðja Kjaramál Vinnumarkaður Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58
Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42