Leikmaður Rúmena flýgur í samtals 35 klukkutíma í þessum landsliðsglugga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 11:31 Alexandru Mitrita fagnar hér marki fyrir bandaríska MLS-liðið New York City. Getty/Emilee Chinn Alexandru Mitrita leggur á sig mikil ferðalög til að hjálpa rúmenska landsliðinu að komast á Evrópumótið næsta sumar. Mitrita er ein þekktasta stjarna rúmenska liðsins en hann er þó ekki að spila í Evrópu. Hinn 25 ára gamli sóknarmiðjumaður spilar með New York City í bandarísku MLS-deildinni. Rúmenska sambandið tók saman flugferðir Alexandru Mitrita í þessum landsliðsglugga. Mitrita fór frá Miami 4. október síðastliðinn þar sem hann hafði verið að spila með New York City liðinu. Hann flaug í þrjá tíma frá Miami til New York og svo tók við sjö og hálfs tíma flug til Parísar. Frá París flaug hann síðan til Búkrares og tók það flug þrjá tíma. Eftir æfingar með rúmenska landsliðinu þá flaug Alexandru Mitrita með rúmenska landsliðinu til Íslands og tók það flug fimm tíma. Hann mun síðan spila á Laugardalsvellinum í kvöld. Frá Íslandi tekur síðan við þriggja tíma flug til Osló þar sem Rúmenar mæta Norðmönnum í Þjóðadeildinni og svo þriggja tíma flug til Búkarest þar sem lokaleikur gluggans er á móti Austurríki í Þjóðadeildinni. Mitrita flýgur síðan í þrjá tíma frá Búkarest til Amsterdam og loks bíður hans átta tíma flug til New York. Samtals gera þetta 35 klukkutíma í loftinu og þá á auðvitað eftir að taka saman tímann sem tekur að fara í gegnum flugstöðvarnar sem og til og frá flugvöllunum. Alexandru Mitrita hefur skorað 2 mörk í 11 landsleikjum og komu þau í leikjum á móti Færeyjum og Noregi á síðasta ári. Hanns spilaði ekki með rúmenska landsliðinu í septemberglugganum. Mitrita hefur skorað 4 mörk í 14 leikjum með New York City á 2020 tímabilinu og var með 12 mörk í 30 leikjum á því síðasta. Hér fyrir neðan má sjá myndband með viðtali við Alexandru Mitrita fyrir þá sem skilja rúmenskuna. View this post on Instagram Super interviu cu @mitrita28 în avion, la 11.000 metri altitudine A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 3:02am PDT Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira
Alexandru Mitrita leggur á sig mikil ferðalög til að hjálpa rúmenska landsliðinu að komast á Evrópumótið næsta sumar. Mitrita er ein þekktasta stjarna rúmenska liðsins en hann er þó ekki að spila í Evrópu. Hinn 25 ára gamli sóknarmiðjumaður spilar með New York City í bandarísku MLS-deildinni. Rúmenska sambandið tók saman flugferðir Alexandru Mitrita í þessum landsliðsglugga. Mitrita fór frá Miami 4. október síðastliðinn þar sem hann hafði verið að spila með New York City liðinu. Hann flaug í þrjá tíma frá Miami til New York og svo tók við sjö og hálfs tíma flug til Parísar. Frá París flaug hann síðan til Búkrares og tók það flug þrjá tíma. Eftir æfingar með rúmenska landsliðinu þá flaug Alexandru Mitrita með rúmenska landsliðinu til Íslands og tók það flug fimm tíma. Hann mun síðan spila á Laugardalsvellinum í kvöld. Frá Íslandi tekur síðan við þriggja tíma flug til Osló þar sem Rúmenar mæta Norðmönnum í Þjóðadeildinni og svo þriggja tíma flug til Búkarest þar sem lokaleikur gluggans er á móti Austurríki í Þjóðadeildinni. Mitrita flýgur síðan í þrjá tíma frá Búkarest til Amsterdam og loks bíður hans átta tíma flug til New York. Samtals gera þetta 35 klukkutíma í loftinu og þá á auðvitað eftir að taka saman tímann sem tekur að fara í gegnum flugstöðvarnar sem og til og frá flugvöllunum. Alexandru Mitrita hefur skorað 2 mörk í 11 landsleikjum og komu þau í leikjum á móti Færeyjum og Noregi á síðasta ári. Hanns spilaði ekki með rúmenska landsliðinu í septemberglugganum. Mitrita hefur skorað 4 mörk í 14 leikjum með New York City á 2020 tímabilinu og var með 12 mörk í 30 leikjum á því síðasta. Hér fyrir neðan má sjá myndband með viðtali við Alexandru Mitrita fyrir þá sem skilja rúmenskuna. View this post on Instagram Super interviu cu @mitrita28 în avion, la 11.000 metri altitudine A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 3:02am PDT Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira