Vísuðu ákvörðun um nafnið Múlaþing til næsta fundar Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2020 09:31 Frá Egilsstöðum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Nýkjörin sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fyrsta fundi sínum á Hótel Héraði á Egilsstöðum í gær að vísa ákvörðun um nýtt nafn sveitarfélagsins til næsta fundar. Þetta kemur fram í fundargerð. Fyrir lágu niðurstöður nafnakönnunar fyrir sveitarfélagið sem gerð var samhliða forsetakosningum í sumar, ásamt umsögn Örnefnanefndar og athugasemdum frá Sigurjóni Bjarnasyni, formanni Sögufélags Austurlands. Lagði Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fram eftirfarandi tillögu: „Með vísan til niðurstöðu nafnakönnunar, sem fram fór þann 27. júní, og með hliðsjón af lögbundinni umsögn örnefnanefndar, samþykkir sveitarstjórn að nýtt sameinað sveitarfélag hljóti nafnið Múlaþing.“ Að lokinni umræðu bar Gauti Jóhannesson, D-lista, nýkjörinn forseti sveitarstjórnar, upp þá tillögu að ákvörðun um nafn skyldi vísað til síðari umræðu á aukafundi sveitarstjórnar, sem halda á næstkomandi miðvikudag, 14. október. Var það gert í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga um að tvær umræður þurfi í sveitarstjórn um mikilvægustu ákvarðanir og var tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Gauti Jóhannesson var kjörinn forseti sveitarstjórnar. Hann var sveitarstjóri á Djúpavogi og leiddi lista sjálfstæðismanna í kosningunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á þessum fyrsta fundi var kosið í embætti, stjórnir og nefndir. Var Gauti samhljóða kjörinn forseti sveitarstjórnar og Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fyrsti varaforseti, en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa myndað meirihluta. Harpa Svavarsdóttir, D-lista, var kjörinn formaður byggðaráðs. Samþykkt var að ráða Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, sem sveitarstjóra með tíu atkvæðum en einn sat hjá. Þá kaus sveitarstjórn fulltrúa í heimastjórnir gömlu sveitarfélaganna. Nýja sveitarstjórnin samþykkti einnig að sameina vatnsveitur og fráveitur Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps og færa þær undir Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, ásamt hitaveitu Djúpavogshrepps. Nafnið Múlaþing er rakið til Þingmúla í Skriðdal, sem Múlasýslur draga nafn sitt af, en hér má fræðast nánar um þingstaðinn forna. Fljótsdalshérað Djúpivogur Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Nýkjörin sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fyrsta fundi sínum á Hótel Héraði á Egilsstöðum í gær að vísa ákvörðun um nýtt nafn sveitarfélagsins til næsta fundar. Þetta kemur fram í fundargerð. Fyrir lágu niðurstöður nafnakönnunar fyrir sveitarfélagið sem gerð var samhliða forsetakosningum í sumar, ásamt umsögn Örnefnanefndar og athugasemdum frá Sigurjóni Bjarnasyni, formanni Sögufélags Austurlands. Lagði Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fram eftirfarandi tillögu: „Með vísan til niðurstöðu nafnakönnunar, sem fram fór þann 27. júní, og með hliðsjón af lögbundinni umsögn örnefnanefndar, samþykkir sveitarstjórn að nýtt sameinað sveitarfélag hljóti nafnið Múlaþing.“ Að lokinni umræðu bar Gauti Jóhannesson, D-lista, nýkjörinn forseti sveitarstjórnar, upp þá tillögu að ákvörðun um nafn skyldi vísað til síðari umræðu á aukafundi sveitarstjórnar, sem halda á næstkomandi miðvikudag, 14. október. Var það gert í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga um að tvær umræður þurfi í sveitarstjórn um mikilvægustu ákvarðanir og var tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Gauti Jóhannesson var kjörinn forseti sveitarstjórnar. Hann var sveitarstjóri á Djúpavogi og leiddi lista sjálfstæðismanna í kosningunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á þessum fyrsta fundi var kosið í embætti, stjórnir og nefndir. Var Gauti samhljóða kjörinn forseti sveitarstjórnar og Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fyrsti varaforseti, en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa myndað meirihluta. Harpa Svavarsdóttir, D-lista, var kjörinn formaður byggðaráðs. Samþykkt var að ráða Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, sem sveitarstjóra með tíu atkvæðum en einn sat hjá. Þá kaus sveitarstjórn fulltrúa í heimastjórnir gömlu sveitarfélaganna. Nýja sveitarstjórnin samþykkti einnig að sameina vatnsveitur og fráveitur Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps og færa þær undir Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, ásamt hitaveitu Djúpavogshrepps. Nafnið Múlaþing er rakið til Þingmúla í Skriðdal, sem Múlasýslur draga nafn sitt af, en hér má fræðast nánar um þingstaðinn forna.
Fljótsdalshérað Djúpivogur Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira