Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 12:47 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Sigurjón Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Honum þykir það jafnframt ótrúlegt að læknar skuli halda því fram að best sé að láta veiruna yfir sig ganga. Þetta kom fram í svari Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna í dag við spurningu frá Birna Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, um hjarðónæmi. Björn Ingi sagði lækna hafa komið fram og sagt að ekki væri hægt að eiga við veiruna öðruvísi en með einhvers konar hjarðónæmisleið. Fleiri læknar á alþjóðavettvangi héldu því svo fram að samfélög væru að bregðast of harkalega við veirunni. Þórólfur sagði hjarðónæmi þýða að 60 til 70 prósent af þjóðinni þyrftu að sýkjast. Þarf ekki öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast „Svíar, sem allir eru að vitna til núna og margir eru farnir að líta hýru auga til, að sennilega hefur einungis um 10 prósent á verstu svæðunum fengið sýkinguna þannig að þeir eru líka langt frá hjarðónæmi. Enda er sýkingin í uppsiglingu líka á þessum svæðum þar. Þannig að það að láta þetta ganga yfir sig, það þarf ekkert öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast,“ sagði Þórólfur. Hann benti á að kannski eitt til tvö prósent af íslensku þjóðinni hefðu smitast af kórónuveirunni. Samt væri gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið, til dæmis þessa dagana en tæplega 300 manns hafa greinst með veiruna innanlands síðustu þrjá daga. „Það þarf ekkert mikið ímyndunarafl til að ímynda sér, hvað ef við fengjum fjórum, fimm sinnum meiri faraldur hér. Ef við værum með 300, 400, 500 tilfelli á dag. Eða eins og Thor Aspelund sýndi í þessu líkani frá Finnum ef við gerðum lítið og létum þetta yfir okkur ganga þá færum við upp í allt að 2.000 tilfelli á dag. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá hvað þá myndi gerast. Við myndum gjörsamlega yfirkeyra heilbrigðiskerfið og við myndum fá alveg hræðilega útkomu. Það er nokkuð augljóst í mínum huga, þannig að það að láta þetta ganga og að læknar skuli halda þessu fram, mér finnst það ótrúlegt,“ sagði Þórólfur. Enginn góður kostur í stöðunni Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tók í svipaðan streng og sagði að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að það væri enginn góður kostur í stöðunni. Góði kosturinn væri sá að það væri engin veira og allir héldu áfram sínu lífi. Því værum við nú, eins og svo oft áður í viðbrögðum við veikindum, í erfiðri stöðu. „Og það verður að velja skásta kostinn. Og sá langskásti er að reyna að takmarka sem mest sýkingar og veikindi,“ sagði Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Honum þykir það jafnframt ótrúlegt að læknar skuli halda því fram að best sé að láta veiruna yfir sig ganga. Þetta kom fram í svari Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna í dag við spurningu frá Birna Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, um hjarðónæmi. Björn Ingi sagði lækna hafa komið fram og sagt að ekki væri hægt að eiga við veiruna öðruvísi en með einhvers konar hjarðónæmisleið. Fleiri læknar á alþjóðavettvangi héldu því svo fram að samfélög væru að bregðast of harkalega við veirunni. Þórólfur sagði hjarðónæmi þýða að 60 til 70 prósent af þjóðinni þyrftu að sýkjast. Þarf ekki öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast „Svíar, sem allir eru að vitna til núna og margir eru farnir að líta hýru auga til, að sennilega hefur einungis um 10 prósent á verstu svæðunum fengið sýkinguna þannig að þeir eru líka langt frá hjarðónæmi. Enda er sýkingin í uppsiglingu líka á þessum svæðum þar. Þannig að það að láta þetta ganga yfir sig, það þarf ekkert öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast,“ sagði Þórólfur. Hann benti á að kannski eitt til tvö prósent af íslensku þjóðinni hefðu smitast af kórónuveirunni. Samt væri gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið, til dæmis þessa dagana en tæplega 300 manns hafa greinst með veiruna innanlands síðustu þrjá daga. „Það þarf ekkert mikið ímyndunarafl til að ímynda sér, hvað ef við fengjum fjórum, fimm sinnum meiri faraldur hér. Ef við værum með 300, 400, 500 tilfelli á dag. Eða eins og Thor Aspelund sýndi í þessu líkani frá Finnum ef við gerðum lítið og létum þetta yfir okkur ganga þá færum við upp í allt að 2.000 tilfelli á dag. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá hvað þá myndi gerast. Við myndum gjörsamlega yfirkeyra heilbrigðiskerfið og við myndum fá alveg hræðilega útkomu. Það er nokkuð augljóst í mínum huga, þannig að það að láta þetta ganga og að læknar skuli halda þessu fram, mér finnst það ótrúlegt,“ sagði Þórólfur. Enginn góður kostur í stöðunni Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tók í svipaðan streng og sagði að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að það væri enginn góður kostur í stöðunni. Góði kosturinn væri sá að það væri engin veira og allir héldu áfram sínu lífi. Því værum við nú, eins og svo oft áður í viðbrögðum við veikindum, í erfiðri stöðu. „Og það verður að velja skásta kostinn. Og sá langskásti er að reyna að takmarka sem mest sýkingar og veikindi,“ sagði Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira