Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 9. október 2020 07:30 Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. Þegar maður velur sér atvinnu, þá höfuð við ákveðið frelsi til að fara eftir áhugasviði, möguleikum og færni. Væntingar okkar til starfsins eru fyrst og fremst að geta framfært sér og sínum auk þess að starfið færi manni þá lífshamingju sem allir sækjast eftir. Sauðfjárbúskapur sem og annar búskapur er fjölbreytt starf og felur í sér ólík viðfangsefni eftir árstíðum, Þetta er ekki einungis bundið við að rækta sauðfé og framleiða matvæli, heldur er bóndinn líka landvörslumaður sem bæði græðir landið og nýtir. Þetta kallar á fjölbreytta hæfileika og útsjónarsemi. En afkoman skiptir máli og þegar afurðaverð hefur lækkað um tugi prósenta síðustu fimm ár fer gamanið að grána. Tollaglæpir og lögbrot Íslenskir bændur keppa á sama samkeppnismarkaði og iðnaðarbúskapur í Evrópu, með því verða starfsskilyrði þeim erfið. Ákall um virka samkeppni er krafa okkar neytenda til að njóta gæða og betra verðs, leikreglur eru settar en hver er niðurstaðan? Samkeppnisstaða innlendrar matvælaframleiðslu má sín lítils á móti erlendri iðnaðarframleiðslu sem nýtur mikilla niðurgreiðsla í sínu heimalandi sem og verndartolla. Sá tollasamningur sem var gerður árið 2016 fól í sér minni tollaálagningu á landbúnaðarvörum til landsins á ákveðnum matvælum, á móti því að við gætum flutt út kjöt- og mjólkurafurðir til Evrópusambandsins á lægri tollum. Tollverndin er fyrir hendi og samningurinn er skýr en hver er raunveruleikinn? Staðreyndin er sú að verið er að brjóta lög, innflutningsaðilar komast upp með að skipta um tollflokka út á miðju Atlandshafi til þess eins að greiða lægri tolla eða sleppa alveg við þá. Njóta neytendur þess? Ég efa það stórlega. Tapið er allra, bænda og neytanda! Hvað er gert, við skipum nefnd til að fara yfir málið! Hér er um að ræða gífurlegar fjárhæðir fyrir ríkissjóð. Ef hinn sami innflytjenda myndi svíkja undan skatti þá yrði hann umsvifalaust kærður. Vonlaus samkeppnisskilyrði – grípum inn í Samkeppnislögin sem gilda hér á landi eiga við um milljóna þjóðir og innan þeirra eiga íslenskir bændur að starfa. Framsóknarmenn hafa lagt fram frumvarp sem veitir afurðastöðvum í kjötiðnaði undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga. Með frumvarpinu er tilgangurinn að veita innlendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða í þágu neytanda og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðarstöðvar í kjötiðnaði geta nú mjög takmarkað sameinast eða unnið saman þar sem það er í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skilar sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lægri afurðaverði til bænda. Hvað er í pakkanum? Nú þegar hefur verið opnað á aukinn innflutning á ferskum matvælum hingað. Það er eðlileg krafa ekki bara bænda heldur neytenda, að farið sé eftir ströngum reglum heilbrigðis og gæðakröfum. Til að mæta þeim áskorunum á innflutning á ferskum matvælum lagði atvinnuveganefnd Alþingis fram aðgerðaráætlun sem var samþykkt á vordögum 2019. Aðgerðaráætlunin miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Innflutningur hrárra matvæla þarf að vera undir ströngu eftirliti og þar má ekki gefa neinn afslátt. Sagt er frá því í síðasta Bændablaði að í fyrra mánuði hafi fyrsta tilfelli afrískar svínapestar greinst í Þýskalandi. Íslenskir bændur og neytendur verða að geta treyst því að eftirlitið sé virkt hér þar sem innlend framleiðsla er viðkvæm og opin fyrir útbreiðslu alls kyns dýrasjúkdóma og fæðuöryggi okkar ógnað. Treystum starfskilyrði bænda Sauðfjárbændur og aðrir bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur sem vilja athafna sig í eðlilegu umhverfi. Það er skylda stjórnvalda að byggja undir innlenda matvælaframleiðslu og auka þar með fæðuöryggi landsins þannig náum við meira jafnvægi og komum í veg fyrir að þessi framleiðsla leggist af. Við eigum ekki að hræðast að móta starfsskilyrði bænda með eðlilegum hætti, það verða allir að sníða sér stakk eftir vexti. Þannig er hag íslenskra bænda og neytenda best borgið. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Alþingi Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. Þegar maður velur sér atvinnu, þá höfuð við ákveðið frelsi til að fara eftir áhugasviði, möguleikum og færni. Væntingar okkar til starfsins eru fyrst og fremst að geta framfært sér og sínum auk þess að starfið færi manni þá lífshamingju sem allir sækjast eftir. Sauðfjárbúskapur sem og annar búskapur er fjölbreytt starf og felur í sér ólík viðfangsefni eftir árstíðum, Þetta er ekki einungis bundið við að rækta sauðfé og framleiða matvæli, heldur er bóndinn líka landvörslumaður sem bæði græðir landið og nýtir. Þetta kallar á fjölbreytta hæfileika og útsjónarsemi. En afkoman skiptir máli og þegar afurðaverð hefur lækkað um tugi prósenta síðustu fimm ár fer gamanið að grána. Tollaglæpir og lögbrot Íslenskir bændur keppa á sama samkeppnismarkaði og iðnaðarbúskapur í Evrópu, með því verða starfsskilyrði þeim erfið. Ákall um virka samkeppni er krafa okkar neytenda til að njóta gæða og betra verðs, leikreglur eru settar en hver er niðurstaðan? Samkeppnisstaða innlendrar matvælaframleiðslu má sín lítils á móti erlendri iðnaðarframleiðslu sem nýtur mikilla niðurgreiðsla í sínu heimalandi sem og verndartolla. Sá tollasamningur sem var gerður árið 2016 fól í sér minni tollaálagningu á landbúnaðarvörum til landsins á ákveðnum matvælum, á móti því að við gætum flutt út kjöt- og mjólkurafurðir til Evrópusambandsins á lægri tollum. Tollverndin er fyrir hendi og samningurinn er skýr en hver er raunveruleikinn? Staðreyndin er sú að verið er að brjóta lög, innflutningsaðilar komast upp með að skipta um tollflokka út á miðju Atlandshafi til þess eins að greiða lægri tolla eða sleppa alveg við þá. Njóta neytendur þess? Ég efa það stórlega. Tapið er allra, bænda og neytanda! Hvað er gert, við skipum nefnd til að fara yfir málið! Hér er um að ræða gífurlegar fjárhæðir fyrir ríkissjóð. Ef hinn sami innflytjenda myndi svíkja undan skatti þá yrði hann umsvifalaust kærður. Vonlaus samkeppnisskilyrði – grípum inn í Samkeppnislögin sem gilda hér á landi eiga við um milljóna þjóðir og innan þeirra eiga íslenskir bændur að starfa. Framsóknarmenn hafa lagt fram frumvarp sem veitir afurðastöðvum í kjötiðnaði undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga. Með frumvarpinu er tilgangurinn að veita innlendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða í þágu neytanda og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðarstöðvar í kjötiðnaði geta nú mjög takmarkað sameinast eða unnið saman þar sem það er í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skilar sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lægri afurðaverði til bænda. Hvað er í pakkanum? Nú þegar hefur verið opnað á aukinn innflutning á ferskum matvælum hingað. Það er eðlileg krafa ekki bara bænda heldur neytenda, að farið sé eftir ströngum reglum heilbrigðis og gæðakröfum. Til að mæta þeim áskorunum á innflutning á ferskum matvælum lagði atvinnuveganefnd Alþingis fram aðgerðaráætlun sem var samþykkt á vordögum 2019. Aðgerðaráætlunin miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Innflutningur hrárra matvæla þarf að vera undir ströngu eftirliti og þar má ekki gefa neinn afslátt. Sagt er frá því í síðasta Bændablaði að í fyrra mánuði hafi fyrsta tilfelli afrískar svínapestar greinst í Þýskalandi. Íslenskir bændur og neytendur verða að geta treyst því að eftirlitið sé virkt hér þar sem innlend framleiðsla er viðkvæm og opin fyrir útbreiðslu alls kyns dýrasjúkdóma og fæðuöryggi okkar ógnað. Treystum starfskilyrði bænda Sauðfjárbændur og aðrir bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur sem vilja athafna sig í eðlilegu umhverfi. Það er skylda stjórnvalda að byggja undir innlenda matvælaframleiðslu og auka þar með fæðuöryggi landsins þannig náum við meira jafnvægi og komum í veg fyrir að þessi framleiðsla leggist af. Við eigum ekki að hræðast að móta starfsskilyrði bænda með eðlilegum hætti, það verða allir að sníða sér stakk eftir vexti. Þannig er hag íslenskra bænda og neytenda best borgið. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun