Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 10:22 Frá bænum Barda í Nagorno-Karabakh. Bærinn hefur orðið fyrir stórskotaliðsárás. EPA/AZIZ KARIMOV Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. Þá hafa yfirvöld í Frakklandi sagt að deiluaðilar í Nagorno-Karabakh stefni á að koma á vopnahléi í dag og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur boðist til að halda friðarviðræður í Moskvu og hafa bæði Armenar og Aserar þáð það. Hundruð hafa fallið í átökunum og hafa báðar fylkingar sakað hina um að gera árásiri á almenna borgara. Áköll Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands eftir vopnahléi hafa hingað til verið hunsaðar. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Héraðið er landlukt svæði á milli ríkjanna sem sem tilheyrir Aserbaídsjan formlega. Því er þó stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Átökin hafa valdið áhyggjum um að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Heimastjórn Nagorno-Karabakh segir að í heildina hafi 376 hermenn heimastjórnarinnar fallið í átökunum. Tugir þúsunda hafa flúið héraðið vegna átakanna sem hafa nú staðið yfir í tæpar tvær vikur. Í frétt France24 var borgin Goris heimsótt en þangað hafa fjölmargir flóttamenn leitað og var rætt við flóttamenn og íbúa. AP fréttaveitan segir að margir íbúar Líbanon af armenskum uppruna fylgist náið með átökunum og einhverjir þeirra segjast tilbúnir til að fara og taka þátt í þeim. Þegar hafi hópur manna farið til Nagorno-Karabakh. Fjölmargir íbúar Líbanon eru af armenskum uppruna og er þar að mestu um að ræða afkomendur fólks sem lifið af þjóðarmorð Ottómana árið 1918 og flúði til Líbanon. Í frétt AP segir að víða megi sjá fána Armeníu á svölum í Beirút. Á sama tíma segja sérfræðingar að Tyrkir hafi sent rúmlega 1.200 sýrlenska málaliða til átakasvæðisins og þar taki þeir þátt í átökunum við hlið Asera. Heimildarmenn AP í Sýrlandi hafa staðfest það og segja að Tyrki ráði menn til að verja olíulindir en flestir þeirra endi þó á víglínunni. Bæði Tyrkir og Aserer neita því að sýrlenskir málaliðar taki þátt í átökunum. Armenía Aserbaídsjan Rússland Líbanon Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Enn átök á milli Armena og Asera Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. 8. október 2020 14:47 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. Þá hafa yfirvöld í Frakklandi sagt að deiluaðilar í Nagorno-Karabakh stefni á að koma á vopnahléi í dag og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur boðist til að halda friðarviðræður í Moskvu og hafa bæði Armenar og Aserar þáð það. Hundruð hafa fallið í átökunum og hafa báðar fylkingar sakað hina um að gera árásiri á almenna borgara. Áköll Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands eftir vopnahléi hafa hingað til verið hunsaðar. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Héraðið er landlukt svæði á milli ríkjanna sem sem tilheyrir Aserbaídsjan formlega. Því er þó stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Átökin hafa valdið áhyggjum um að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Heimastjórn Nagorno-Karabakh segir að í heildina hafi 376 hermenn heimastjórnarinnar fallið í átökunum. Tugir þúsunda hafa flúið héraðið vegna átakanna sem hafa nú staðið yfir í tæpar tvær vikur. Í frétt France24 var borgin Goris heimsótt en þangað hafa fjölmargir flóttamenn leitað og var rætt við flóttamenn og íbúa. AP fréttaveitan segir að margir íbúar Líbanon af armenskum uppruna fylgist náið með átökunum og einhverjir þeirra segjast tilbúnir til að fara og taka þátt í þeim. Þegar hafi hópur manna farið til Nagorno-Karabakh. Fjölmargir íbúar Líbanon eru af armenskum uppruna og er þar að mestu um að ræða afkomendur fólks sem lifið af þjóðarmorð Ottómana árið 1918 og flúði til Líbanon. Í frétt AP segir að víða megi sjá fána Armeníu á svölum í Beirút. Á sama tíma segja sérfræðingar að Tyrkir hafi sent rúmlega 1.200 sýrlenska málaliða til átakasvæðisins og þar taki þeir þátt í átökunum við hlið Asera. Heimildarmenn AP í Sýrlandi hafa staðfest það og segja að Tyrki ráði menn til að verja olíulindir en flestir þeirra endi þó á víglínunni. Bæði Tyrkir og Aserer neita því að sýrlenskir málaliðar taki þátt í átökunum.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Líbanon Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Enn átök á milli Armena og Asera Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. 8. október 2020 14:47 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira
Enn átök á milli Armena og Asera Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. 8. október 2020 14:47
Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59
Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59