Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, smitaðist af Covid-19 og Mike Pence, varaforseti, mætti Kamölu Harris, varaforsetaframbjóðanda, í hefðbundnum kappræðum.
Þá hefur Joe Biden, mótframbjóðanda Trump, vaxið ásmegin í könnunum að undanförnu.
Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við smit forsetans, það helsta sem gerðist í kappræðunum og hvaða breytingar hafa átt sér stað í könnunum vestanhafs. Þátturinn var tekinn upp í gær, fimmtudag.