Ættu að fá mikinn stuðning gegn Íslandi en mæta bullurnar með blysin? Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2020 22:00 Ungverjar köstuðu blysum inn á völlinn í 1-1 jafnteflinu við Íslendinga á EM 2016. Getty Eins og staðan er núna er útlit fyrir að 20 þúsund stuðningsmenn Ungverjalands geti stutt við bakið á sínum mönnum í úrslitaleiknum gegn Íslandi um sæti á EM í fótbolta. Eftir að Ísland sló Rúmeníu út í gær, og Ungverjaland sló Búlgaríu út, er ljóst að liðin mætast í Búdapest 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Sigurliðið í leiknum mun svo einmitt spila tvo leiki í Búdapest í riðlakeppninni á EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Núgildandi reglur UEFA kveða á um að selja megi miða í þriðjung sæta á hverjum landsleik þessa dagana. Reglur í hverju landi gilda þó auðvitað fram yfir reglur UEFA, eins og sást á Laugardalsvelli í gær þar sem aðeins 60 stuðningsmenn voru í stúkunni. Hinir svokölluðu „ultras“ stuðningsmenn voru vígalegir á leiknum í Marseille um árið og þurfti mikla öryggisgæslu í kringum þá.Getty Puskás Arena í Búdapest rúmar yfir 67.000 áhorfendur og samkvæmt ungverskum miðlum fara, miðað við núverandi forsendur, 20 þúsund miðar í almenna sölu þegar miðasala hefst eftir hálfan mánuð. Með ólæti og hentu blysum að Hannesi og félögum Síðast þegar Ísland og Ungverjaland mættust voru stuðningsmenn þjóðanna afar áberandi, í Marseille á EM í Frakklandi sumarið 2016. Svartklæddir stuðningsmenn Ungverjalands, svokallaðir „ultras“, fóru þó yfir strikið. Læti í þeim fyrir leik urðu til þess að hægt gekk að koma fólki inn á völlinn, og hópur Íslendinga missti af upphafsmínútunum. Á leiknum sjálfum þurfti svo að gera hlé um stund í seinni hálfleik vegna þess að logandi blysum var kastað í átt að Hannesi Þór Halldórssyni og varnarmönnum íslenska liðsins. Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn, hversu margir sem þeir verða, munu alla vega láta vel í sér heyra á úrslitaleiknum og freista þess að koma sínu liði á EM. Miðað við núgildandi reglur verða hins vegar engir íslenskir stuðningsmenn, þar sem stuðningsmenn gestaliðs eru ekki leyfðir. Dregið var um það í nóvember í fyrra hvaða lið yrði á heimavelli í úrslitaleik umspilsins. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ungverjar mótherjar Íslands í úrslitaleiknum | Lars og lærisveinar úr leik Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld. 8. október 2020 22:58 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 23:00 Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. 8. október 2020 21:08 Gylfi: Held að vinstri löppin sé betri en sú hægri Tveggja marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður eftir sigurinn á Rúmeníu. 8. október 2020 21:13 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. 8. október 2020 21:37 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum klárlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Eins og staðan er núna er útlit fyrir að 20 þúsund stuðningsmenn Ungverjalands geti stutt við bakið á sínum mönnum í úrslitaleiknum gegn Íslandi um sæti á EM í fótbolta. Eftir að Ísland sló Rúmeníu út í gær, og Ungverjaland sló Búlgaríu út, er ljóst að liðin mætast í Búdapest 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Sigurliðið í leiknum mun svo einmitt spila tvo leiki í Búdapest í riðlakeppninni á EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Núgildandi reglur UEFA kveða á um að selja megi miða í þriðjung sæta á hverjum landsleik þessa dagana. Reglur í hverju landi gilda þó auðvitað fram yfir reglur UEFA, eins og sást á Laugardalsvelli í gær þar sem aðeins 60 stuðningsmenn voru í stúkunni. Hinir svokölluðu „ultras“ stuðningsmenn voru vígalegir á leiknum í Marseille um árið og þurfti mikla öryggisgæslu í kringum þá.Getty Puskás Arena í Búdapest rúmar yfir 67.000 áhorfendur og samkvæmt ungverskum miðlum fara, miðað við núverandi forsendur, 20 þúsund miðar í almenna sölu þegar miðasala hefst eftir hálfan mánuð. Með ólæti og hentu blysum að Hannesi og félögum Síðast þegar Ísland og Ungverjaland mættust voru stuðningsmenn þjóðanna afar áberandi, í Marseille á EM í Frakklandi sumarið 2016. Svartklæddir stuðningsmenn Ungverjalands, svokallaðir „ultras“, fóru þó yfir strikið. Læti í þeim fyrir leik urðu til þess að hægt gekk að koma fólki inn á völlinn, og hópur Íslendinga missti af upphafsmínútunum. Á leiknum sjálfum þurfti svo að gera hlé um stund í seinni hálfleik vegna þess að logandi blysum var kastað í átt að Hannesi Þór Halldórssyni og varnarmönnum íslenska liðsins. Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn, hversu margir sem þeir verða, munu alla vega láta vel í sér heyra á úrslitaleiknum og freista þess að koma sínu liði á EM. Miðað við núgildandi reglur verða hins vegar engir íslenskir stuðningsmenn, þar sem stuðningsmenn gestaliðs eru ekki leyfðir. Dregið var um það í nóvember í fyrra hvaða lið yrði á heimavelli í úrslitaleik umspilsins.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ungverjar mótherjar Íslands í úrslitaleiknum | Lars og lærisveinar úr leik Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld. 8. október 2020 22:58 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 23:00 Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. 8. október 2020 21:08 Gylfi: Held að vinstri löppin sé betri en sú hægri Tveggja marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður eftir sigurinn á Rúmeníu. 8. október 2020 21:13 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. 8. október 2020 21:37 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum klárlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Ungverjar mótherjar Íslands í úrslitaleiknum | Lars og lærisveinar úr leik Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld. 8. október 2020 22:58
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 23:00
Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. 8. október 2020 21:08
Gylfi: Held að vinstri löppin sé betri en sú hægri Tveggja marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður eftir sigurinn á Rúmeníu. 8. október 2020 21:13
Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15
Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. 8. október 2020 21:37
Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17