Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2020 07:46 Trump og Biden mættust í kappræðum 29. september síðastliðinn. Þeir munu mætast aftur þann 22. október, í síðasta sinn fyrir kosningar. Mario Tama/Getty Nefndin sem heldur utan um kappræður forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum hefur tilkynnt að fyrirhugaðar netkappræður milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna í forsetakosningunum í nóvember næstkomandi munu ekki fara fram. Fyrirhugað var að demókratinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og repúblikaninn Donald Trump forseti, myndu mætast í rafrænum kappræðum fimmtudaginn 15. október næstkomandi. Ástæðan fyrir því að halda átti kappræðurnar rafrænt er að Trump forseti greindist með Covid-19 í byrjun október. Forsetinn vill ekki „eyða tíma“ Í gær tilkynnti kappræðunefndin að ekkert verði af kappræðunum, þar sem forsetinn neitaði að taka þátt í rafrænum kappræðum. Síðastliðinn fimmtudag sagðist Trump ekki vilja „eyða tíma sínum“ í að taka þátt í rafrænum kappræðum sem ákveðið hafi verið að grípa til með það fyrir augum að „verja“ Biden, sem var tilbúinn að taka þátt í slíkum kappræðum. „Nú er ljóst að ekkert verður af kappræðunum 15. október og mun nefndin nú snúa sér að undirbúningi fyrir síðustu kappræður forsetaframbjóðendanna, sem fyrirhugað er að fari fram 22. október,“ segir í yfirlýsingu sem nefndin sendi frá sér í gær. Kappræðurnar 22. október verða þær síðustu fyrir kosningarnar 3. nóvember og fara fram í Nashville í Tennessee. Trump, sem greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku, hefur þegar sett kosningaviðburði á dagskrá hjá sér. Þar hyggst hann mæta í persónu og ávarpa hóp stuðningsmanna sinna. Ráðgert er að hann haldi ræðu á svölum Hvíta hússins í dag og kosningafund í Flórída á mánudag. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Nefndin sem heldur utan um kappræður forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum hefur tilkynnt að fyrirhugaðar netkappræður milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna í forsetakosningunum í nóvember næstkomandi munu ekki fara fram. Fyrirhugað var að demókratinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og repúblikaninn Donald Trump forseti, myndu mætast í rafrænum kappræðum fimmtudaginn 15. október næstkomandi. Ástæðan fyrir því að halda átti kappræðurnar rafrænt er að Trump forseti greindist með Covid-19 í byrjun október. Forsetinn vill ekki „eyða tíma“ Í gær tilkynnti kappræðunefndin að ekkert verði af kappræðunum, þar sem forsetinn neitaði að taka þátt í rafrænum kappræðum. Síðastliðinn fimmtudag sagðist Trump ekki vilja „eyða tíma sínum“ í að taka þátt í rafrænum kappræðum sem ákveðið hafi verið að grípa til með það fyrir augum að „verja“ Biden, sem var tilbúinn að taka þátt í slíkum kappræðum. „Nú er ljóst að ekkert verður af kappræðunum 15. október og mun nefndin nú snúa sér að undirbúningi fyrir síðustu kappræður forsetaframbjóðendanna, sem fyrirhugað er að fari fram 22. október,“ segir í yfirlýsingu sem nefndin sendi frá sér í gær. Kappræðurnar 22. október verða þær síðustu fyrir kosningarnar 3. nóvember og fara fram í Nashville í Tennessee. Trump, sem greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku, hefur þegar sett kosningaviðburði á dagskrá hjá sér. Þar hyggst hann mæta í persónu og ávarpa hóp stuðningsmanna sinna. Ráðgert er að hann haldi ræðu á svölum Hvíta hússins í dag og kosningafund í Flórída á mánudag.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45
Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48