Fær ekki bætur eftir óhapp við brauðbakstur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 20:15 Umræddur starfsmaður varð fyrir meiðslum við brauðbakstur Getty Tryggingafélagið TM þarf ekki að greiða starfsmanni mötuneyti hjá ótilgreindu félagi á höfuðborgarsvæðinu bætur vegna slyss sem varð þegar starfsmaðurinn var að hnoða deig í stóran brauðhleif. Starfsmaðurinn var frá vinnu í níu mánuði vegna slyssins. Héraðsdómur taldi ósannað að um slys samkvæmt skilmálum tryggingafélagsins hafi verið að ræða. Atvikum er lýst svo í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að starfsmaðurinn hafi verið við vinnu í umræddu mötuneyti. Hann hafi staðið við álborð og hnoðað í höndum deig í stóran brauðhleif þegar deigið rann til á borðinu svo hann missti jafnvægið. Hnaut hann fram fyrir sig á borðið með þeim afleiðingum að hægri höndin bögglaðist undan líkamsþunga hans. Við það hafi komið óeðlileg sveigja á úlnliðinn og heyrði starfsmaðurinn greinilega smell frá úlnliðnum við fallið og fann fyrir miklum sársauka. Var maðurinn greindur með mjúkvefjaáverka og var hann að fullu óvinnufær í níu mánuði eftir óhappið, sem átti sér stað í nóvember 2016. Meiðslin varaleg að mati starfsmannsins Tryggingamiðstöðin hafnaði strax bótakrófu í málinu, og taldi tryggingafélagið sig ekki geta fallist á að utanaðkomandi atburður hafi valdið meiðslum starfsmannsins. Úrskurðarnefnd vátryggingamála tók málið fyrir eftir að starfsmaðurinn skaut málinu þangað vegna höfnunar TM. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á bótum úr slysatryggingu launþega vegna óhappsins, af sömu ástæðu og TM hafnaði bótaskyldu. Starfsmaðurinn kærði niðurstöðuna til héraðsdóms þar sem hann taldi sig eiga lögvarðan rétt á því að fá úr því skorið hvort hann ætti bótarétta eða ekki. Vísaði hann til þess að segulómun hefði staðfest brjóskskemmdir, skemmdir sem væru varanlegar, andstætt við þá greiningu sem hann hafi fyrst fengið, vöðvatognun. Kraftmiklar hreyfingar og hált borð af hveiti TM vísaði til þess að í skilmálum tryggingarinnar komi fram að með orðinu „slys“ sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð, sem valdi meiðslum á líkama vátryggðs og gerist sannanlega án vilja hans. Samkvæmt ákvæði þessu sé engum vafa undirorpið að til greiðslu bóta úr vátryggingunni geti því aðeins komið að líkamsmeiðsl megi rekja til skyndilegs, utanaðkomandi atburðar. Þetta hafi starfsmaðurinn ekki sýnt fram á. Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að ekkert bendi til þess að nokkur skyndilegur, utanaðkomandi atburður hafi átt þátt í meiðslum starfsmannsins. „Jafnvel þótt borðið kunni að hafa verið hált af hveitinu þá er ekkert sem bendir til annars en að þær aðstæður hafi þá verið viðvarandi við framkvæmd verksins, en ekki skyndilegar eða óvæntar. Enn fremur voru kraftmiklar hreyfingar stefnanda sjálfs við verkið viðvarandi, en ekki skyndilegur utanaðkomandi atburður.“ Manninum hafi því ekki tekist að færa sönnur á að um slys, samkvæmt skilmálum TM, hafi verið að ræða. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum mannsins. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Tryggingafélagið TM þarf ekki að greiða starfsmanni mötuneyti hjá ótilgreindu félagi á höfuðborgarsvæðinu bætur vegna slyss sem varð þegar starfsmaðurinn var að hnoða deig í stóran brauðhleif. Starfsmaðurinn var frá vinnu í níu mánuði vegna slyssins. Héraðsdómur taldi ósannað að um slys samkvæmt skilmálum tryggingafélagsins hafi verið að ræða. Atvikum er lýst svo í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að starfsmaðurinn hafi verið við vinnu í umræddu mötuneyti. Hann hafi staðið við álborð og hnoðað í höndum deig í stóran brauðhleif þegar deigið rann til á borðinu svo hann missti jafnvægið. Hnaut hann fram fyrir sig á borðið með þeim afleiðingum að hægri höndin bögglaðist undan líkamsþunga hans. Við það hafi komið óeðlileg sveigja á úlnliðinn og heyrði starfsmaðurinn greinilega smell frá úlnliðnum við fallið og fann fyrir miklum sársauka. Var maðurinn greindur með mjúkvefjaáverka og var hann að fullu óvinnufær í níu mánuði eftir óhappið, sem átti sér stað í nóvember 2016. Meiðslin varaleg að mati starfsmannsins Tryggingamiðstöðin hafnaði strax bótakrófu í málinu, og taldi tryggingafélagið sig ekki geta fallist á að utanaðkomandi atburður hafi valdið meiðslum starfsmannsins. Úrskurðarnefnd vátryggingamála tók málið fyrir eftir að starfsmaðurinn skaut málinu þangað vegna höfnunar TM. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á bótum úr slysatryggingu launþega vegna óhappsins, af sömu ástæðu og TM hafnaði bótaskyldu. Starfsmaðurinn kærði niðurstöðuna til héraðsdóms þar sem hann taldi sig eiga lögvarðan rétt á því að fá úr því skorið hvort hann ætti bótarétta eða ekki. Vísaði hann til þess að segulómun hefði staðfest brjóskskemmdir, skemmdir sem væru varanlegar, andstætt við þá greiningu sem hann hafi fyrst fengið, vöðvatognun. Kraftmiklar hreyfingar og hált borð af hveiti TM vísaði til þess að í skilmálum tryggingarinnar komi fram að með orðinu „slys“ sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð, sem valdi meiðslum á líkama vátryggðs og gerist sannanlega án vilja hans. Samkvæmt ákvæði þessu sé engum vafa undirorpið að til greiðslu bóta úr vátryggingunni geti því aðeins komið að líkamsmeiðsl megi rekja til skyndilegs, utanaðkomandi atburðar. Þetta hafi starfsmaðurinn ekki sýnt fram á. Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að ekkert bendi til þess að nokkur skyndilegur, utanaðkomandi atburður hafi átt þátt í meiðslum starfsmannsins. „Jafnvel þótt borðið kunni að hafa verið hált af hveitinu þá er ekkert sem bendir til annars en að þær aðstæður hafi þá verið viðvarandi við framkvæmd verksins, en ekki skyndilegar eða óvæntar. Enn fremur voru kraftmiklar hreyfingar stefnanda sjálfs við verkið viðvarandi, en ekki skyndilegur utanaðkomandi atburður.“ Manninum hafi því ekki tekist að færa sönnur á að um slys, samkvæmt skilmálum TM, hafi verið að ræða. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum mannsins.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira