Danskur kokkur og fjölskyldufaðir myndaði vopnaviðskipti Norður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 13:21 Ulrich Larsen stendur við mynd af fyrrverandi leiðtogum Norður-Kóreu, Kim Il-sung og Kim Jong-il. KFA SCANDINAVIA Ólögleg vopnaviðskipti Norður-Kóreu eru meðal þess sem náðst hefur á filmu af danska kokkinum og fjölskylduföðurnum Ulrich Larsen. Larsen njósnaði um viðskipti Norður-Kóreu í rúm tíu ár og munu upptökur hans verða birtar í heimildamyndinni Mole – undercover in North-Korea. Larsen, sem þóttist vera viðskipta- og glæpamaður, hóf njósnastarf sitt í Norður-Kóreu sem meðlimur í félagi Dana sem eru vinveittir Norður-Kóreu (e. Danish North Korean Friendship Association). Í gegn um aðild sína að félaginu hækkaði hann í tign innan þess og að lokum var hann formaður alþjóðlegs vinfélags Norður-Kóreu, KFA, í Skandinavíu og vingaðist við háttsetta vopnaframleiðendur í Norður-Kóreu. Ulrich Larsen klæddur í jakkaföt að norðurkóreskum sið.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen vingaðist fljótt við stjórnarmann KFA, Spánverjann Alejandro Cao de Benós, sem hefur samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins, sterk tengsl í Norður-Kóreu. Cao de Benós hvatti Larsen til þess að komast í samband við viðskiptamenn sem væru tilbúnir til að fjárfesta í Norður-Kóreu, þrátt fyrir alþjóðlegt viðskiptabann. Ætluðu að byggja vopnaverksmiðju í Úganda Með hjálp fyrrverandi danska glæpamannsins James, sem þóttist vera viðskiptamaður í leit að fjárfestingatækifærum, tókst aðstandendum heimildamyndarinnar að verða sér úti um eyju í Úganda, þar sem þeir sögðust ætla að byggja vopnaverksmiðju að norðurkóreskri fyrirmynd. Þá áttu þeir að fá efnivið og verkamenn frá Norður-Kóreu til að starfa í verksmiðjunni. Teikningar af vopnaverksmiðjunni sem átti að byggja á eyju í Úganda.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen fékk teikningarnar afhentar í norðurkóreska sendiráðinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fundir Larsens með norðurkóreumönnum voru allir teknir upp, annað hvort með földum myndavélum eða norðurkóreumönnunum að vitandi. Larsen þóttist vera að taka upp heimildamynd fyrir KFA. Á fjölda upptaka má heyra norðurkóreska aðila tala um það hvernig ætti að komast hjá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum. Á einum fundi Larsens í Norður-Kóreu má sjá á upptöku að honum, og fylgdarliði hans, hafi verið sýnd verðskrá yfir hin ýmsu vopn sem hægt væri að kaupa. Dýrust voru sovésk flugskeyti sem kostuðu allt að 5,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 762 milljónir króna, stykkið. Þá gerðu dönsku njósnararnir einnig samning við jórdanskan viðskiptamann sem vildi selja Norður-Kóreu olíu. Sá samningur var gerður með aðkomu fulltrúa Norður-Kóreu. Danmörk Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Ólögleg vopnaviðskipti Norður-Kóreu eru meðal þess sem náðst hefur á filmu af danska kokkinum og fjölskylduföðurnum Ulrich Larsen. Larsen njósnaði um viðskipti Norður-Kóreu í rúm tíu ár og munu upptökur hans verða birtar í heimildamyndinni Mole – undercover in North-Korea. Larsen, sem þóttist vera viðskipta- og glæpamaður, hóf njósnastarf sitt í Norður-Kóreu sem meðlimur í félagi Dana sem eru vinveittir Norður-Kóreu (e. Danish North Korean Friendship Association). Í gegn um aðild sína að félaginu hækkaði hann í tign innan þess og að lokum var hann formaður alþjóðlegs vinfélags Norður-Kóreu, KFA, í Skandinavíu og vingaðist við háttsetta vopnaframleiðendur í Norður-Kóreu. Ulrich Larsen klæddur í jakkaföt að norðurkóreskum sið.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen vingaðist fljótt við stjórnarmann KFA, Spánverjann Alejandro Cao de Benós, sem hefur samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins, sterk tengsl í Norður-Kóreu. Cao de Benós hvatti Larsen til þess að komast í samband við viðskiptamenn sem væru tilbúnir til að fjárfesta í Norður-Kóreu, þrátt fyrir alþjóðlegt viðskiptabann. Ætluðu að byggja vopnaverksmiðju í Úganda Með hjálp fyrrverandi danska glæpamannsins James, sem þóttist vera viðskiptamaður í leit að fjárfestingatækifærum, tókst aðstandendum heimildamyndarinnar að verða sér úti um eyju í Úganda, þar sem þeir sögðust ætla að byggja vopnaverksmiðju að norðurkóreskri fyrirmynd. Þá áttu þeir að fá efnivið og verkamenn frá Norður-Kóreu til að starfa í verksmiðjunni. Teikningar af vopnaverksmiðjunni sem átti að byggja á eyju í Úganda.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen fékk teikningarnar afhentar í norðurkóreska sendiráðinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fundir Larsens með norðurkóreumönnum voru allir teknir upp, annað hvort með földum myndavélum eða norðurkóreumönnunum að vitandi. Larsen þóttist vera að taka upp heimildamynd fyrir KFA. Á fjölda upptaka má heyra norðurkóreska aðila tala um það hvernig ætti að komast hjá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum. Á einum fundi Larsens í Norður-Kóreu má sjá á upptöku að honum, og fylgdarliði hans, hafi verið sýnd verðskrá yfir hin ýmsu vopn sem hægt væri að kaupa. Dýrust voru sovésk flugskeyti sem kostuðu allt að 5,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 762 milljónir króna, stykkið. Þá gerðu dönsku njósnararnir einnig samning við jórdanskan viðskiptamann sem vildi selja Norður-Kóreu olíu. Sá samningur var gerður með aðkomu fulltrúa Norður-Kóreu.
Danmörk Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26