Um nefndarstörf á Alþingi Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. október 2020 15:01 Mikilvægt er að almenningur fái sem gleggsta og réttasta mynd af starfsháttum Alþingis. Það hefur áhrif á traust. Flestir þingmenn, aðrir en ráðherrar, sitja í tveimur af átta fastanefndum þingsins en að auki í alþjóðanefndum og sérnefndum. Þingmenn geta verið áheyrnarfulltrúar án tillöguréttar. Þetta eru ekki sérlaunuð störf nema hvað formenn og varaformenn fá álag sem er sýnilegt á vefsíðu Alþingis. Nefndarritarar skrá komu nefndarmanna á boðaða fastanefndarfundi. Þeir eru haldnir tvisvar í viku fyrir hverja fastanefnd (jafnan að morgni dags) og svo eru fyrirfram ákveðnir dagar þar sem fastanefndarfundir eru meginverkefni allan daginn. Aðrir nefndarfundir hafa ýmsa fundartíðni. Skráning er ýmist miðuð við komu manna á fundarstað eða þegar formaður eða varaformaður setur fund. Hún er opin á vefsíðu þingsins. Stundum tefjast fundir af því að beðið er stund eftir formanni eða jafnvel líka öðrum hvorum varaformanninum til þess unnt sé að setja fund. Yfirleitt boða þingmenn fjarvist og margir láta einnig vita af seinkomu. Aðstæður þingmanna eru misjafnar hvað varðar ferðafjarlægð á vinnustað og aðstæður á leiðinni. Þeim þingmönnum sem búa í nágrannasveitarfélögum, t.d. víða á Suðurnesjum, í Mosfellsbæ eða á Akranesi (um það bil tugur á þessum stöðum) seinkar iðulega á leiðum sínum í morgunumferðinni. Þingmenn fjær utan af landi, t.d. úr Borgarnesi, af Vestfjörðum, úr Fjallabyggð eða að norðaustan, gjarnan komandi úr helgarferð heim til sín, geta lent í töfum. Alkunna er að flugferðum er alloft aflýst á vetuna. Fámennir þingflokkar glíma auk þess við þann vanda að manna nefndir og iðulega verða árekstrar milli nefndarfunda. Þingmenn verða þá að velja á milli þeirra. Ég minnist hér ekki á (mér ókunnar) einkaaðstæður hvers og eins enda breytir þá engu hver er vinnustaður eða verkefni. Þegar unnið er úr mætingarskráningu til dundurs og pælt í útkomunni, hvað þá dregnar einhverjar ályktanir, verður að taka tillit til þess sem ég hef hér minnst á. Ef það er ekki gert getur áhugafólk um starfshætti þingsins hrapað að ályktunum sem eru annað hvort hálfsögð saga eða engin saga. Oftast, tel ég, er til eðlileg skýring á fjarvistum, seinkomum eða öðrum vandræðum. Ekki er útilokað að einhverjir þingmannanna slái viljandi slöku við nefndarstörfin og geti þá sjálfir skýrt frá sínum hug til þeirra. Höfundur er þingmaður VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Alþingi Tengdar fréttir „Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. 11. október 2020 13:15 Ásmundur samtals fjórtán klukkustundum of seinn á nefndarfundi Björn Leví Gunnarsson fylgist grannt með mætingum þingmanna á nefndarfundi. 11. október 2020 09:00 Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að almenningur fái sem gleggsta og réttasta mynd af starfsháttum Alþingis. Það hefur áhrif á traust. Flestir þingmenn, aðrir en ráðherrar, sitja í tveimur af átta fastanefndum þingsins en að auki í alþjóðanefndum og sérnefndum. Þingmenn geta verið áheyrnarfulltrúar án tillöguréttar. Þetta eru ekki sérlaunuð störf nema hvað formenn og varaformenn fá álag sem er sýnilegt á vefsíðu Alþingis. Nefndarritarar skrá komu nefndarmanna á boðaða fastanefndarfundi. Þeir eru haldnir tvisvar í viku fyrir hverja fastanefnd (jafnan að morgni dags) og svo eru fyrirfram ákveðnir dagar þar sem fastanefndarfundir eru meginverkefni allan daginn. Aðrir nefndarfundir hafa ýmsa fundartíðni. Skráning er ýmist miðuð við komu manna á fundarstað eða þegar formaður eða varaformaður setur fund. Hún er opin á vefsíðu þingsins. Stundum tefjast fundir af því að beðið er stund eftir formanni eða jafnvel líka öðrum hvorum varaformanninum til þess unnt sé að setja fund. Yfirleitt boða þingmenn fjarvist og margir láta einnig vita af seinkomu. Aðstæður þingmanna eru misjafnar hvað varðar ferðafjarlægð á vinnustað og aðstæður á leiðinni. Þeim þingmönnum sem búa í nágrannasveitarfélögum, t.d. víða á Suðurnesjum, í Mosfellsbæ eða á Akranesi (um það bil tugur á þessum stöðum) seinkar iðulega á leiðum sínum í morgunumferðinni. Þingmenn fjær utan af landi, t.d. úr Borgarnesi, af Vestfjörðum, úr Fjallabyggð eða að norðaustan, gjarnan komandi úr helgarferð heim til sín, geta lent í töfum. Alkunna er að flugferðum er alloft aflýst á vetuna. Fámennir þingflokkar glíma auk þess við þann vanda að manna nefndir og iðulega verða árekstrar milli nefndarfunda. Þingmenn verða þá að velja á milli þeirra. Ég minnist hér ekki á (mér ókunnar) einkaaðstæður hvers og eins enda breytir þá engu hver er vinnustaður eða verkefni. Þegar unnið er úr mætingarskráningu til dundurs og pælt í útkomunni, hvað þá dregnar einhverjar ályktanir, verður að taka tillit til þess sem ég hef hér minnst á. Ef það er ekki gert getur áhugafólk um starfshætti þingsins hrapað að ályktunum sem eru annað hvort hálfsögð saga eða engin saga. Oftast, tel ég, er til eðlileg skýring á fjarvistum, seinkomum eða öðrum vandræðum. Ekki er útilokað að einhverjir þingmannanna slái viljandi slöku við nefndarstörfin og geti þá sjálfir skýrt frá sínum hug til þeirra. Höfundur er þingmaður VG
„Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. 11. október 2020 13:15
Ásmundur samtals fjórtán klukkustundum of seinn á nefndarfundi Björn Leví Gunnarsson fylgist grannt með mætingum þingmanna á nefndarfundi. 11. október 2020 09:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun