Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Íþróttadeild Vísis skrifar 11. október 2020 20:43 Guðlaugur Victor Pálsson heldur áfram að gera hægri bakvarðarstöðuna að sinni. Frammistaða hans stóð upp úr á döpru kvöldi í Laugardalnum. Vísir/Vilhelm Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í A-riðli Þjóðadeildarinnar í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. Um var að ræða 24. tilraun karlalandsliðs Íslands til að leggja Dani að velli. Hefndin fyrir 14-2 tapið á Parken þarf að bíða betri tíma. Mögulega á Parken 15. nóvember í seinni leik liðanna í riðlinum. Fátt gott er um leik okkar manna að segja í kvöld. Ísland hefur skorað 2 mörk og fengið á sig 22 í sjö töpum í Þjóðadeildinni. Ekki er að reikna með að hagurinn vænkist á miðvikudaginn þegar stórlið Belga mætir í heimsókn. Að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Þurfti nánast ekkert að gera allan fyrri hálfeikinn þrátt fyrir mikla yfirburði Dana. Brást ekki nógu vel við í fyrsta markinu sem hefði þó ekki átt að standa. Gat lítið gert í öðru og þriðja marki Dana. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Ágæt frammistaða hjá Guðlaugi Victori sem heldur áfram að stimpla sig inn í hægri bakvarðarstöðuna. Með mikið sjálfstraust og af honum stendur mikil ógn þegar hann fær pláss til að nýta hlaupagetu sína. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 4 Kom inn í liðið fyrir Kára Árnason sem var ekki til taks vegna meiðsla. Ekki með sömu sendingagetu og Kári sem sást í uppspilinu. Valdi oft erfiðar sendingar upp völlinn undir lítilli pressu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 4 Miðvörðurinn saknaði mögulega Kára í vörninni og átti í nokkru basli í varnarleiknum í föstum leikatriðum þar sem Danir komust endurtekið með hausinn í boltann. Sem lauk með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Danir komust endurtekið í góðar fyrirgjafastöður í fyrri hálfleiknum, sérstaklega utan af hægri kanti. Hörður var þó oftar en ekki kominn inn á teiginn að passa sinn mann. Arnór Ingvi Traustason, hægri kantmaður 4 Skapaði af harðfylgi fyrsta færi Íslands í leiknum, og eitt af fáum í leiknum, en átti annars erfitt uppdráttar í sókninni. Ekki sterkasti varnarmaður landsliðsins og naut sín ekki í sóknarleik sem var lítill lengst af meðan hann var inni á vellinum. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 5 Var í eltingaleik allan fyrri hálfleikinn líkt og restin af íslenska liðinu. Dekkaði ekki Kjær í fyrsta markinu. Fór útaf í hálfleik af óþekktum ástæðum þegar þetta er skrifað. Ekki batnaði ástandið með fjarveru hans í síðari hálfleik sem er þó til marks um mikilvægi hans í skipulagi liðsins. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Versta mögulega byrjun síðari hálfleiks kom í kjölfar marktilraunar Rúnars Más sem aftasti maður. Boltinn hrökk til Christian Eriksen sem Rúnar Már náði ekki að elta uppi. Þar með var leikurinn tapaður. Sýndi ágæt tilþrif inn á milli. Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Gott að hafa Birki sem getur leyst bæði kantinn sinn vinstra megin og dottið inn á miðjuna. Yfirvegaður með boltann en náði að skapa lítið. Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 4 Leiðtoginn sem var á móti Rúmeníu, sá sem gerði gæfumuninn, náði aldrei að sýna sitt rétta andlit. Var á köflum ósýnilegur. Ef markmið Dana var að klippa Gylfa Þór út úr leiknum þá gekk það fullkomlega. Við erum vön mun meiru frá Gylfa. Alfreð Finnbogason, framherji - Meiddist á tíundu mínútu leiksins eftir að hafa fengið fyrsta færi Íslands. Schmeichel sá við honum. Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. Varamenn: Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 12. mínútu 3 Komst lítið í takt við leikinn eftir að hafa komið inn á snemma leiks fyrir Alfreð. Mikael Anderson kom inn Aron Einar Gunnarsson á 46. mínútu 4 Var þokkalega mikið í boltanum og hefði getað gefið Íslandi veika von þegar hann fékk langbesta færi Íslands í leiknum á 63. mínútu. Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 68. mínútu 4 Náði að töfra lítið fram frekar en aðrir leikmenn Íslands í kvöld. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á fyrir Ragnar Sigurðsson á 73. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í A-riðli Þjóðadeildarinnar í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. Um var að ræða 24. tilraun karlalandsliðs Íslands til að leggja Dani að velli. Hefndin fyrir 14-2 tapið á Parken þarf að bíða betri tíma. Mögulega á Parken 15. nóvember í seinni leik liðanna í riðlinum. Fátt gott er um leik okkar manna að segja í kvöld. Ísland hefur skorað 2 mörk og fengið á sig 22 í sjö töpum í Þjóðadeildinni. Ekki er að reikna með að hagurinn vænkist á miðvikudaginn þegar stórlið Belga mætir í heimsókn. Að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Þurfti nánast ekkert að gera allan fyrri hálfeikinn þrátt fyrir mikla yfirburði Dana. Brást ekki nógu vel við í fyrsta markinu sem hefði þó ekki átt að standa. Gat lítið gert í öðru og þriðja marki Dana. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Ágæt frammistaða hjá Guðlaugi Victori sem heldur áfram að stimpla sig inn í hægri bakvarðarstöðuna. Með mikið sjálfstraust og af honum stendur mikil ógn þegar hann fær pláss til að nýta hlaupagetu sína. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 4 Kom inn í liðið fyrir Kára Árnason sem var ekki til taks vegna meiðsla. Ekki með sömu sendingagetu og Kári sem sást í uppspilinu. Valdi oft erfiðar sendingar upp völlinn undir lítilli pressu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 4 Miðvörðurinn saknaði mögulega Kára í vörninni og átti í nokkru basli í varnarleiknum í föstum leikatriðum þar sem Danir komust endurtekið með hausinn í boltann. Sem lauk með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Danir komust endurtekið í góðar fyrirgjafastöður í fyrri hálfleiknum, sérstaklega utan af hægri kanti. Hörður var þó oftar en ekki kominn inn á teiginn að passa sinn mann. Arnór Ingvi Traustason, hægri kantmaður 4 Skapaði af harðfylgi fyrsta færi Íslands í leiknum, og eitt af fáum í leiknum, en átti annars erfitt uppdráttar í sókninni. Ekki sterkasti varnarmaður landsliðsins og naut sín ekki í sóknarleik sem var lítill lengst af meðan hann var inni á vellinum. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 5 Var í eltingaleik allan fyrri hálfleikinn líkt og restin af íslenska liðinu. Dekkaði ekki Kjær í fyrsta markinu. Fór útaf í hálfleik af óþekktum ástæðum þegar þetta er skrifað. Ekki batnaði ástandið með fjarveru hans í síðari hálfleik sem er þó til marks um mikilvægi hans í skipulagi liðsins. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Versta mögulega byrjun síðari hálfleiks kom í kjölfar marktilraunar Rúnars Más sem aftasti maður. Boltinn hrökk til Christian Eriksen sem Rúnar Már náði ekki að elta uppi. Þar með var leikurinn tapaður. Sýndi ágæt tilþrif inn á milli. Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Gott að hafa Birki sem getur leyst bæði kantinn sinn vinstra megin og dottið inn á miðjuna. Yfirvegaður með boltann en náði að skapa lítið. Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 4 Leiðtoginn sem var á móti Rúmeníu, sá sem gerði gæfumuninn, náði aldrei að sýna sitt rétta andlit. Var á köflum ósýnilegur. Ef markmið Dana var að klippa Gylfa Þór út úr leiknum þá gekk það fullkomlega. Við erum vön mun meiru frá Gylfa. Alfreð Finnbogason, framherji - Meiddist á tíundu mínútu leiksins eftir að hafa fengið fyrsta færi Íslands. Schmeichel sá við honum. Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. Varamenn: Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 12. mínútu 3 Komst lítið í takt við leikinn eftir að hafa komið inn á snemma leiks fyrir Alfreð. Mikael Anderson kom inn Aron Einar Gunnarsson á 46. mínútu 4 Var þokkalega mikið í boltanum og hefði getað gefið Íslandi veika von þegar hann fékk langbesta færi Íslands í leiknum á 63. mínútu. Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 68. mínútu 4 Náði að töfra lítið fram frekar en aðrir leikmenn Íslands í kvöld. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á fyrir Ragnar Sigurðsson á 73. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti