Hannes segir boltann ekki hafa verið inni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2020 21:06 Þetta var tæpt. Vísir/Vilhelm „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. Danir unnu 3-0 sigur, sannfærandi sigur. Fyrsta markið í blálok fyrri hálfeiks skipti miklu. Hannes varði skalla frá Simon Kjær í bakið á Rúnari Má og þaðan lak boltinn í átt að marki. Yfir línuna eða ekki? Hannes segir nei og landsmenn virðast flestir sammála. Aðstoðardómarinn flaggaði mark. Engin marklínutækni er notuð í Þjóðadeildinni. „Eina sem ég veit er að það er ekki fræðilegur að hann hefði ekki séð þetta. Hann giskar bara á þetta.“ Markið má sjá hér að neðan. Niðurstaðan 3-0 og enn einn sigur Dana á Íslandi staðreynd. „Þetta eru ljótar tölur. Erum að mæta frábæru liði. Vorum virkilega vel tjúnaðir. Fannst fyrri hálffeikurinn spilast ágætlega. Fengu ekki færi Svo fá þeir þetta mark undir lok fyrir hálfieks sem kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur.“ Annað mark Dana var furðulegt. Rúnar Már reyndi skot af löngu færi sem aftasti maður. Boltinn hrökk af varnarmanni til Christian Eriksen sem tók 50 metra sprett upp völlinn og skoraði. Hannes sagði „góð spurning“ aðspurður hvað hefði gerst í því marki. Hannes Þór átti engan möguleika í þriðja marki Dana. Skov setti boltann með sínum veikari fæti upp í vinkilinn af vítateigslínunni.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að skoða það aftur. Allur varnarhelmingurinn er laus. Rúnar smellhittir þennan bolta. Ég hef aldrei séð svona áður hjá okkur. Ég er nokkuð viss um að þetta mun aldrei koma fyrir aftur.“ Von er á Belgum til Íslands í fjórðu umferð riðilsins á miðvikudag. „Við þurfum að þétta raðirnar og finna neistann. Þetta er eitt albesta liðið í heiminum. Þurfum að vera í stuði þegar þeir mæta hingað.“ Belgar unnu fyrri leikinn gegn Íslandi 6-1. Þeir töpuðu svo 2-1 gegn Englandi á útivelli í kvöld. Klippa: Viðtal við Hannes eftir Danaleik Þjóðadeild UEFA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. Danir unnu 3-0 sigur, sannfærandi sigur. Fyrsta markið í blálok fyrri hálfeiks skipti miklu. Hannes varði skalla frá Simon Kjær í bakið á Rúnari Má og þaðan lak boltinn í átt að marki. Yfir línuna eða ekki? Hannes segir nei og landsmenn virðast flestir sammála. Aðstoðardómarinn flaggaði mark. Engin marklínutækni er notuð í Þjóðadeildinni. „Eina sem ég veit er að það er ekki fræðilegur að hann hefði ekki séð þetta. Hann giskar bara á þetta.“ Markið má sjá hér að neðan. Niðurstaðan 3-0 og enn einn sigur Dana á Íslandi staðreynd. „Þetta eru ljótar tölur. Erum að mæta frábæru liði. Vorum virkilega vel tjúnaðir. Fannst fyrri hálffeikurinn spilast ágætlega. Fengu ekki færi Svo fá þeir þetta mark undir lok fyrir hálfieks sem kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur.“ Annað mark Dana var furðulegt. Rúnar Már reyndi skot af löngu færi sem aftasti maður. Boltinn hrökk af varnarmanni til Christian Eriksen sem tók 50 metra sprett upp völlinn og skoraði. Hannes sagði „góð spurning“ aðspurður hvað hefði gerst í því marki. Hannes Þór átti engan möguleika í þriðja marki Dana. Skov setti boltann með sínum veikari fæti upp í vinkilinn af vítateigslínunni.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að skoða það aftur. Allur varnarhelmingurinn er laus. Rúnar smellhittir þennan bolta. Ég hef aldrei séð svona áður hjá okkur. Ég er nokkuð viss um að þetta mun aldrei koma fyrir aftur.“ Von er á Belgum til Íslands í fjórðu umferð riðilsins á miðvikudag. „Við þurfum að þétta raðirnar og finna neistann. Þetta er eitt albesta liðið í heiminum. Þurfum að vera í stuði þegar þeir mæta hingað.“ Belgar unnu fyrri leikinn gegn Íslandi 6-1. Þeir töpuðu svo 2-1 gegn Englandi á útivelli í kvöld. Klippa: Viðtal við Hannes eftir Danaleik
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira